Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Page 43

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Page 43
Margrét Gústafsdóttir hjúkrunarfræðingur Alþjóðaráðstefna um lög og siðareglur í hjúkrun ýmist fjallað nánar um inntak meginerinda eða það skoðað af sjónarhóli sérsviða í hjúkrun. Víða var komið við í umræðum á þessari ráðstefnu, þar sem leitast var við að varpa ljósi á ýmsar sið- ferðilegar spurningar í heilsu- gæslu, sem og spurningar í sið- fræðilegu tilliti sem starfsfólk í heilbrigðisstéttum og þá sérstak- lega hjúkrunarfræðingar glíma við í störfum sínum. í stuttu yfirliti sem þessu verður efnisinntaki á ráðstefnunni ekki gert skil sem skyldi, en nokkur dæmi má nefna um þær siðferðis- legu spurningar, sem fjallað var um. Varaheilbrigðismálaráðherra ís- raels, Almoslino, reifaði þann vanda, sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir, þegar tekin er afstaða til forgangsverkefna í heil- brigðis- og félagsþjónustu. Ginsberg hagfræðingur í heil- brigðismálaráðuneyti ísraels kynnti rannsókn m.t.t. sparnaðar í heilbrigðisþjónustu. Hann varp- aði fram þeirri spurningu, hvort verjandi væri að vega og meta kostnað meðferðarforma, þegar mannlegar tilfinningar og gildi mannlegs lífs væri annars vegar. Roach, lektor við St. Francis Xavier háskóla, Nova Scotia, Canada, leitaðist við að varpa ljósi á eðli og siðferðilegt gildi um- hyggju í hjúkrun. Watson, forstöðumaður hjúkrun- ardeildar Coloradoháskóla, Denver, setti fram kenningar og hugmyndaheildir um hjúkrun í ljósi mannlegra vísinda (human science) sem ætti sér siðferðilegar uppistöður í mannlegri umhyggju. Brykczynska, hjúkrunarkennari við Charles West School of Nurs- ing í London, fjallaði um siðferði- legar afleiðingar þess að fram- kvæma ekki hjúkrunarrannsóknir og/eða siðferðilegar afleiðingar þess að leiða hjá sér niðurstöður rannsókna í hjúkrun. Styles, forstöðumaður hjúkrunar- deildar Kaliforníuháskóla, San Francisco, kynnti rannsókn, sem hún framkvæmdi á vegum ICN árið 1984-1985. í þessari kynn- ingu sýndi Styles fram á ýmsa ytri og innri áhrifaþætti, sem réðu afskiptum stjórnvalda af hjúkrun. Dómarinn Carmi, forseti The So- ciety for Medicine and Law í ísrael gerði grein fyrir s.k. „skriflegu samþykki sjúklings“ (informed consent) og reifaði eðli þess. í máli hans komu fram rök gegn þessu formi og tillögur um breytingar. Hjúkrunarfræðingar og lög- fræðingar reifuðu í fjölmörgum erindum spurningar um ábyrgð - ábyrgðarskyldu hjúkrunarfræð- inga - jafnframt því sem fjallað var um starfsglöp og vanrækslu í starfi. Davis, prófessor við hjúkrunar- deild Kaliforníuháskóla, San Fransisco, tók fyrir mannhelgi í ljósi aukinnar tæknivæðingar í læknisfræði. Hún varpaði fram mörgum tvíeggjuðum spurning- um, svo sem: Hvaða siðalögmálum er beitt til þess að réttlæta, annars vegar ákvörðun um að halda einstaklingi á lífi í vél og hins vegar þeirri ákvörðun að draga úr meðferð og leyfa einstaklingnum að deyja? Hvernig er tekist á við grundvall- arlögmál um mannhelgi og lífs- gildi? Hvaða afstaða er tekin til vökva og fæðugjafar, þegar með- ferð er ákveðin í ljósi mannhelgi - lífsgildis? Er siðferðislega rétt að hætta undirstöðu umhugsun? Eru hugsanlegar þjáningar teknar inn í siðferðilegt dæmi, þegar ákveðið er að hætta meðferð? Er hægt að hætta meðferð jafnframt því sem mannleg umhyggja er veitt? Michaeli, ráðuneytisstjóri í heil- brigðismálaráðuneyti ísraels reif- aði siðferðilegar spurningar, sem heilbrigðisstéttir stæðu frammi fyrir við umhugsun sjúklinga með sjúkdóma, sem starfsfólki gæti stafað hætta af. Hér að framan liefur verið stiklað á stóru - og eingöngu drepið á inn- taki nokkurra meginerinda. Að auki má nefna umræður um of- stopa í fjölskyldum, kennslu sið- fræði í hjúkrun, réttindi og skyldur starfsfólks, og stuðning við starfsfólk, þegar tekist er á við siðferðilegan vanda. Síðast en ekki síst var rætt um skyldu hjúkrunarfræðinga til þess að taka á sig lagalega og siðferðis- lega ábyrgð í starfi. □ HJÚKRUN 3'“4j4s - 61. árgangur 37

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.