Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Side 57

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Side 57
Fréttir—Fréttir—Fréttir—Fréttir Námskeið í kennslufræði og heilbrigðisfræðslu Síðastliðinn vetur, 1984-1985, var haldið námskeið í kennslufræði og heilbrigðisfræðslu fyrir hjúkrun- arfræðinga á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Markmið fræðslunnar var að hjúkrunarfræðingar: - fái aukinn skilning á mikilvægi kennslu í hjúkrunarstarfi, - öðlist innsæi í grundvallaratriði náms og kennslu, - öðlist undirstöðuþekkingu í gerð kennsluáætlana, - fái æfingu í að byggja upp og leggja fram kennsluáætlanir fyr- ir skjólstæðinga, starfsfólk og/ eða nemendur. Kristín Pálsdóttir, hjúkrunar- kennari tók að sér að sjá um kennsluna, ákveðið var að nám- skeiðið yrði minnst 30 kennslu- stundir, ásamt því að nemendur skiluðu inn verkefnum sem síðan væri metið af hjúkrunarkennara. Þetta var skemmtilegur tími, hjúkrunarfræðingar sóttu vel kennslustundirnar, hvort sem þær voru í vinnu eða fríi. Skilað var inn kennsluverkefnum frá 12 hjúkrunarfræðingum, sem fengu skírteini um það að verkefn- ið hefði verið metið og undirritað af hjúkrunarkennara og hjúkrun- arforstjóra. Síðan var haldinn fræðslufundur, öllu starfsfólki boðið að koma og hlýða á hjúkrunarfræðingana kynna verkefni sjn. Menntun er máttur, sem styrkir sjálfstæði og öryggi í starfi. Pað er mikill fengur fyrir sjúkrahúsið að fá þessi kennsluverkefni til afnota fyrir hjúkrunarfræðinga og annað starfslið, einnig er það ómetanleg Dóróthea Sigurjónsd., og Ásbjörg Magnúsdóttir, kynna verkefnið: Kenttsluverkefni fyrir sjúklinga með bráða eggjaleiðarabólgu. StarfsfólkSt. Jósefsspítala, Hafnarfirði, hlustar á hjúkrunarfrœðinga kynna verkefnisín. hjálp fyrir sjúklinga og aðstand- endur, að geta fengið góðar leið- beiningar og upplýsingar hvað í vændum er, og hvernig bregðast á við til að ná sem bestum árangri í bata og vellíðan. Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri. Konur hvað nú? Konur, sem söfnuðu áskriftum að bókinni, Konur, hvað nú? eru beðnar að skila listum sem allra fyrst til Jafnréttisráðs Laugavegi 116 105 Reykjavík. HJÚKRUN 3- 61. árgangur 51

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.