Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Síða 58

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Síða 58
Fréttir Fréttir—Fréttir - Fréttir Fréttir frá félagsstjórn og framkvæmdast jórn Hjúkrunarfélags Islands Skortur á hjúkrunar- fræðingum til starfa SI. vor boðaði Ingibjörg R. Magn- úsdóttir, deildarstjóri í heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu á sinn fund aðila úr hjúkrunarstétt til að ræða hugsanlegar leiðir til úrbóta á þeim vanda sem nú er vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum til starfa. í samstarfs- hópnum áttu sæti: Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deild- arstjóri og formaður Hjúkrunar- ráðs. Sigþrúður Ingimundardóttir, for- maður Hjúkrunarfélags íslands, og fulltrúi í Hjúkrunarráði. Marga Thome, dósent og fulltrúi í Hjúkrunarráði. Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunar- forstjóri, Landspítalanum. Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkrun- arforstjóri, Borgarspítalanum. Guðrún Marteinsson, hjúkrunar- forstjóri, Landakotsspítala. Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri, Kleppsspítalanum. Aðalbjörg Finnbogadóttir, for- maður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Þann 18. apríl sl. voru heilbrigðis- ráðherra sendar tillögur hópsins varðandi skort á hjúkrunarfræð- ingum til starfa. Ráðherra afhenti tillögurnar samstarfsnefnd um rekstur sjúkrahúsa er þá var skipuð. HFÍ fór þess á leit við ráð- herra með bréfi dags. 21. maí sl. að fá fulltrúa inn í nefndina, en var synjað. í stað þess voru fulltrúar úr hjúkrunarstétt boðaðir á fundi nefndarinnar þegar málefni hjúkr- unarfræðinga voru á dagskrá. Samstarfsnefndin sendi síðan heil- brigðisráðherra tillögur til úrbóta. Voru þær í mörgum atriðum sam- hljóma tillögum fyrrgreinds starfs- hóps. Með bókun við sérkjara- samninga HFÍ í júní sl. var einnig tekið á þessu máli. (Sjá Fréttablað 33, ágúst 1985). Innan HFÍ hafa þessi mál, mikið verið rædd, bæði á fundum í svæð- isdeildum, sérgreinadeildum og með stjórnendum hjúkrunarþjón- ustunnar á sjúkrahúsum höfuð- borgarsvæðisins. Félagsstjórn samþykkti á fundi sínum 21. október sl. að gangast fyrir ráð- stefnu í byrjun næsta árs þar sem „skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa“ yrði umræðuefni. Á fundi í Deild hjúkrunarfor- stjóra HFÍ, 2. nóvember sl. var sarhþykkt tillaga frá hjúkrunar- stjórn Borgarspítala unt að beina því til HFÍ og FHH að félögin standi í sameiningu að vinnudegi, ekki seinna en 19. janúar 1986, þar sem skortur á hjúkrunarfræðing- um verði til umræðu. Kjaramál í viðræðum HFÍ við ríki og Reykjavíkurborg um bókun við sérkjarasamning frá 27. júní 1985, hefur eftirfarandi verið samþykkt: „Frá 1. ágúst 1985 gildi eftirfar- andi breytingar á röðun starfsheita samkvæmt sérkjarasamningi Hjúkrunarfélags íslands og fjár- málaráðherra. Starfsheitið hjúkrunarfræðingur raðist í launaflokk 63 til loka sept- ember en 64 frá og með 1. októ- ber. Starfsheitin aðstoðardeildarstjóri og hjúkrunarkennari raðist í launaflokk 64 til loka september en launaflokk 65 frá og með 1. október. Grein 1.2 í sérkjarasamningnum taki til starfsfólks við geðhjúkrun með sama hætti og á öldrunar- deildum. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem ráðnir eru þannig að næturvaktir á sjúkradeildunt eru að minnsta kosti 60/100 fullrar vinnu (24 stundir á viku) taki laun sem deild- arstjórar ráðningartímann. Slík ráðning skal vera til að minnsta kosti þriggja ntánaða og gilda um hana venjulegar reglur að því er uppsagnarfrest varðar.“ Jafnframt var ákveðið að gera könnun á vegum fjármálaráðu- neytisins og Reykjavíkurborgar um yfirvinnu stjórnenda í hjúkr- unarstörfum. Skulu niðurstöður liggja fyrir 15. desember 1985. Menntunarmál Fulltrúafundur HFÍ haldinn 2. og 3. maí sl. samþykkti endurskoðun um menntunarmál hjúkrunar- fræðinga. (Sjá Fréttablað 32, júní 1985). Hefur verið unnið með þau mál, bæði við menntamálaráðuneytið og Háskóla íslands. Fræðslustarf félagsins er með miklum blóma og hin ýmsu námskeið, sem í boði eru, verið vel sótt. Námskeið trúnaðarmanna Haldið var námskeið dagana 27. og 28. febrúar sl. Næsta námskeið verður 25. og 26. nóvember 1985. Félagsstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að trúnaðarmanna- kerfi félagsins sé virkt, og í nánu sambandi við svæðisdeildir. Erlend málefni Fulltrúafundur SSN var haldinn á Hótel Loftleiðum 10.-12. septem- ber 1985. íslenska undirbúnings- nefndin fékk mikið lof fyrir sína vinnu og er það vel, því geysileg vinna liggur að baki slíks fundar. Nánar er sagt frá fundinum í þessu blaði og einnig Alþjóðaþingi ICN 52 HJÚKRUN 3 - 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.