Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Side 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Side 7
» FAGMÁL « Ferli frá röskun til jafnvægis Fasi 1 Fasi 2 Fasi 3 Aðstæður sem leiða til óöryggis Óöryggistilfinning I Aðferðir sem notaðar eru til að draga úr óöryggi ii Ná tökum á Treysta Leita eftir Taka á Forgangsraða Sinna heilbrigðis- heilbrigðis- stuðningi sig þörfum þörfum vanda- starfs- og ábyrgð veika fjölskyldu- málinn fólki upplvsingum bamsins meðlima i Aukið öryggi Mynd 1: Hugmyndafræðilegur rammi rannsóknarinnar "ffá röskun til jafnvægis" geta gefið faglegt álit (profess- ional), aðrir sækjast eftir áliti fjölskyldu, stuðningskerfis og þjóðfélags (popular), enn aðrir sækja til leikmanna (folk sector) sem felst í að leita hjálpar hjá fólki sem er ekki með faglega viðurkenningu. Þátttakendur voru valdir með tilgang rannsóknarinnar í huga (purposive sample) þar sem for- sendan var að þeir hefðu reynslu af að annast veikt barn heima eftir stutta sjúkrahúslegu (2-10 dagar). Val fjölskyldna miðaðist einnig við að foreldramir hefðu áhuga á að vera þátttakendur í rannsóknini, að barnið hefði lagst inn brátt til skurðaðgerðar og væri á aldrinum 1 mánaða til 17 ára svo nokkuð sé nefnt. Það var deildarstjóri ákveðinnar skurðdeildar á bamasjúkrahúsi í Kanada sem ræddi við þá for- eldra sem komu til greina. Hún útskýrði fyrir þeim tilgang rann- sóknarinnar og afhenti þeim upplýsingablað frá rannsak- andanum. Þeir foreldrar sem áhuga höfðu á þátttöku voru beðnir að velja hvort þeirra myndi aðallega sjá um umönn- unina eftir útskrift og urðu viðmælendur rannsakanda átta mæður á aldrinum 22-45 ára (meðalaldur 35 ár). Þessar átta fjölskyldur höfðu allar bæði móður og föður bú- andi á heimilinu, 2 fjölskyldur vom með 3 böm, 5 með 2 böm og einir foreldrar áttu einungis veika barnið. Yngsta systkinið var nýfætt en það elsta var 28 ára. Allir fjölskyldufeðurnir stunduðu fulla vinnu og sömu- leiðis fimm mæðranna, ein vann hlutavinnu en tvær voru heima- vinnandi. Meðalárstekjur fjöl- skyldnanna voru 2,5 milljónir íslenskra króna. Meðalaldur veiku barnanna var 6,6 ár og lágu þau á deildinni í 3 til 8 daga (meðaltal 4,8 dagar). Þar sem reynsla fjölskyldn- anna var svo sterklega bundin röð atburða, frá því að fyrstu einkenni hófust og þar til ein- kenni voru horfin og jafnvægi komst á fjölskyldulífið, var ekki hægt að aðskilja það sem gerðist eftir útskrift. Hannaði því höf- undur líkan sem fól í sér þetta ferli og skipti þessu tímabili nið- ur í þrjá fasa eins og sjá má á mynd 1. Fyrsti fasinn byrjar við upphaf einkenna sem leiða til þess að fjölskyldan leitar aðstoð- ar og varir frá 2 tímum til eins mánaðar. Annar fasinn er sjúkrahúslegan, þar sem með- ferð og undirbúningur fyrir útskrift á sér stað og varir í 3 - 8 daga. Þriðji fasinn felst í umönn- un eftir útskrift þar til bamið er orðið einkennalaust og fjöl- skyldulífið komið í fyrra horf eða í jafnvægi sem tók 7-90 daga. Rannsóknaráætlunin gerði ráð fyrir að fyrsta viðtalið yrði tekið viku eftir útskrift barnsins þar sem upplýsingar um fyrstu við- HJÚKRUN ‘-2/93 - 69. árgangur 7

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.