Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Síða 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Síða 14
» FAGMÁL « þróa þekkingu til viðhalds brjóstagjafar >3 mánuði og mynda hugmyndafræðilega eina heild (Thome, 1986). í greininni er tilgreint ártal könnunar sem vitnað er í hverju sinni, en ekki verður endurtekin tilvitnun í höfund í hvert skipti. Sagt verður frá ýmsum niður- stöðum sem geta skýrt þróunina og aukið skilning á ferli brjósta- gjafar. Þróun á tíðni brjósta- gjafar í Reykjavík Tafla I sýnir tíðni brjóstagjaf- ar á fimm ára tímabilum frá 1970 til 1990. Tíðnin var yfir 90% árið 1970 og lækkaði í 78% árið 1974. Eftir það jókst hún á ný og var hæst árið 1991 eða 97%. Aukning á tíðni er því 10% á tveimur áratugum. Af því má álíta að nær allar konur í Reykjavík hafi byrjað með bam sitt á brjósti síðastliðna tvo áratugi. Það er háð viðhorfum kvenna, hvort byrja eigi með brjósta- eða pelagjöf. Viðhorf nær alla kvenna í Reykjavík hlýtur því að vera það „að rétt sé að gefa nýfæddu barni brjóst“. Skv. könnun höfundar frá 1981 hafa þær konur, sem geta ekki haft bam á brjósti, ástæður sem vega þungt. Dæmi um það eru erfið reynsla við fyrri brjósta- gjafir, skert heilsufar móður eða barns eða inngrip við fæðingu, sem gerir brjóstagjöfina erfiða. Þróun á tímalengd brjóstagjafar í Reykjavík Tafla 2 sýnir þróun á tíma- lengd brjóstagjafar lengur en í 3 mánuði frá árinu 1973. Það ár em í fyrsta sinn tilgreindar tölur um brjóstagjöf í þrjá mánuði í ársskýrslum. Áður voru tölur reiknaðar fyrir tveggja og fjög- urra mánaða tímabil. Fram kem- ur að brjóstagjöf lengur en í 3 mánuði hefur aukist frá tæplega 16% árið 1973 til 78% árið 1991. Á tímabilinu frá 1973- 1985 fjölgaði þeim bömum, sem voru á brjósti lengur en í þrjá mánuði árlega. Hún stóð síðan í stað í þrjú ár, hækkaði aftur í tvö ár, minnkaði um 7% árið 1990 og hélt síðan áfram að hækka á ný. Þrátt fyrir smávægilegar sveiflur í þróun, má álykta að sífellt fleiri börn hafi verið á brjósti lengur en í þrjá mánuði frá 1973. Konur hafa því haft böm sín á brjósti í sífellt lengri tíma sl. tvo áratugi sem er í raun byltingarkennd breyting. Þróun á tímalengd brjóstagjafar skipt eftir hverfum/heilsugœslu- umdœmum Reykjavíkur Tafla 3 sýnir tímalengd bama á brjósti lengur en í þrjá mánuði, skipt eftir hverfum/heilsugæslu- umdæmum Reykjavíkur frá árinu 1986-91. Eingöngu heilsu- gæslustöðvar, sem voru starf- andi á þessu 6 ára tímabili vom athugaðar til að fá samanburð yfir nokkur ár. Athugunin var gerð til að sannprófa reynslu nokkurra heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga, sem töldu tímalengd brjóstagjafar háða því í hvaða hverfi fólk byggi. Á töflunum sést að reynsla hjúkrunarfræð- inga hefur við rök að styðjast. Til ársins 1986 var talsvert mis- jafnt eftir hverfum/heilsugæslu- umdæmum Reykjavíkur hve lengi börn voru höfð á brjósti. Árið 1986 voru minnst 38% og mest 93% bama á brjósti lengur en í 3 mánuði í sex hverfum. Bilið milli hverfa, sem áttu stysta og lengsta tímabil brjósta- gjafar var því 55% það ár. Athygli vekur að í öllum hverf- um verður tíðnibreyting á sex árum, bæði til aukningar og styttingar tímans sem börn eru höfð á brjósti. Breytingin er Tafla HI Tíðni barna á brjósti >3 mánuði eftir hverfum/heilsugæsluumdæmum Reykjavíkur frá 1986-1991 i i i ii r i. n. in. iv. v. vi. vn. Hverfi/Heilsugæsluumdæmi Reykjavíkur 14 HJÚKRUN 1 '2/93 - 69. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.