Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Qupperneq 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Qupperneq 17
» FAGMÁL « ar má bera saman tímalengd brjóstagjafar í löndum með sam- bærilegt efnahagsástand og heil- brigðiskerfi annars vegar og breytingar á tímalengd brjósta- gjafar eftir tímalengd fæðingar- orlofs hins vegar til að meta áhrifin gróflega: Á Norðurlönd- unum var fæðingarorlofið lengt fyrst meðal Evrópulanda og er nú orðið þar alls staðar u.þ.b. 6 mánuðir og jafnvel lengur. Sví- þjóð er undantekning. Þar er fæðingarorlof mun lengra en á öðrum Norðurlöndum eða 15 mánuðir (Tryggingastofnun Ríkisins, 1993). í Bretlandi hefur launað fæðingarorlof verið í 13 vikur, en ólaunað orlof var hægt að fá í 19 vikur frá 1975 og ólaunað uppeldisfrí í fimm ár (Foreign & Commonwealth Office, 1991). Þar jókst tíðni og tímalengd brjóstagjafar lítillega frá 1975 til 1980. Árið 1980 hófu 65% mæðra brjóstagjöf eftir fæðingu og 26% bama voru á brjósti >4 mánuði (Monk & Monk, 1980). Frá 1980-90 hefur orðið stöðnun bæði á tíðni og tímalengd brjóstagjafar þar í landi (Martin & White, 1985, White 1990). Fæðingarorlof í framangreindum löndum er mis- langt: Lengst í Svíþjóð og styst í Bretlandi. Af framangreindu verður ljóst að Norðurlöndin eru sambæri- legust varðandi lengd fæðingar- orlofs og tíðni og tímalengd brjóstagjafar. Þar er fæðingar- orlof lengra og tíðni og tíma- lengd brjóstagjafar hærri en í Bretlandi. Á Islandi hefur tíðni og tímalengd brjóstagjafar hald- ið áfram að þróast eftir lengingu fæðingarorlofs á meðan hún stöðvaðist í Bretlandi þar sem fæðingarorlof hefur ekki verið lengt síðastliðinn áratug. Fjölbreytileg áhrif per- sónulegra þátta og lífs- mynsturs á tímalengd brjósta- gjafar Fjölmargir ólíkir þættir hafa áhrif á líf móðurinnar, nýburans og fjölskyldunnar og geta dregið úr líkum á því að bam fái brjóst í þrjá mánuði eða lengur. I könn- unum höfundar frá 1981 og 1982 komu fram 5 mismunandi flokkar af ástæðum, sem konur töldu líklegar til að stytta brjóstagjöfina. Þeim er lýst í töflu IV. Þættir með tölfræðilega marktæka fylgni og tímalengd brjóstagjafar eru merktir með *. Félagslegir þættir og tíma- lengd brjóstagjafar Af framangreindu er ljóst að félagsleg einkenni mæðra hafa áhrif á tímalengd brjóstagjafar. Það var m.a. staðfest í könnun höfundar frá 1981, þar sem mark- tækt samband greindist á milli aldurs, menntunar, hjúskap- arstöðu og fleiri þátta við tímalengd brjóstagjafar (tafla IV). í viðtölum við konur sem hættu brjóstagjöfinni fyrir 3. mánuð árið 1982 kom í ljós að fleiri félagslegir þættir en ofan- greindir höfðu áhrif á ákvörðun þeirra að hætta brjóstagjöfinni fyrir 3. mánuð, sem er lýst í töflu IV. Félagslegir þættir geta virkað neikvætt á þrjá vegu fyrir brjóstagjöfina: 1. Mæður hafa ekki tíma til að vera með barn á brjósti (vinna utan heimilis eða nám fyrir 3. mánuð). 2. Fólk býr ekki yfir nægi- legum upplýsingum til að meta þá kosti sem brjóstamjólk hefur umfram aðra mjólk fyrir ung- börn, sökum menntunarskorts, ungs aldurs eða skorts á stuðn- ingi frá nákomnum. 3. Aðstæður valda streitu sem getur truflað mjólkurlosun. Dæmi eru erfiður fjárhagur, óöryggi í húsnæðismálum, atvinnuleysi hjá barnsföður, próftaka fyrir 3. mánuð, o.fl. Þrengingar í þjóðfélaginu, sem ýta undir streitu á heimilum, geta því að mati mæðra haft áhrif á gang brjóstagjafar. Aðrir þættir en félagslegir höfðu áhrif á tímalengd brjósta- gjafar og eru ræddir í framhaldi: HEILSUFARSLEGIR ÞÆTTIR í viðtölum við mæður sem hættu brjóstagjöfinni fyrir 3. mánuð (1982) var kannað hvaða þættir hafi ráðið mestu um tímalengd brjóstagjafar hjá þeim. Það kom fram að veikindi sem þær meta alvarleg og sem krefjast sjúkrahúsinnlagnar hafi stytt tímalengd brjóstagjafar. Bæði veikindi fjölskyldumeð- lima, sem ollu móðurinni á- hyggjum, svo og veikindi sem höfðu aðskilnað móður og bams í för með sér, styttu þann tíma sem bamið var haft á brjósti að mati mæðra. Þessar niðurstöður eru staðfestar í sænskri könnun sem leiddi í ljós að aðskilnaður móður og bams í lengri tíma en fjóra daga fyrstu vikuna stytti tímalengd brjóstagjafar (Elan- der, 1984). í könnun höfundar (1982) skipti ekki máli hverjir í fjölskyldunni veiktust, því öll alvarleg veikindi virtust það mikið streituvekjandi að mjólk- urlosun móður truflaðist. Hér sannaðist, að heilsufarsbrestur eins fjölskyldumeðlims hafði áhrif á alla fjölskylduna, líkleg- ast vegna þess að móðirin tekur þátt í veikindum allra. Veikindi mæðra vom ekki í öllum tilvik- um líkamlegs eðlis, eins og t.d. háþrýstingur og sykursýki, held- ur einnig geðræns eðlis og ollu í nokkrum tilvikum mikilli van- líðan. Þótt konumar fengju allar læknismeðferð vegna líkamlegra HJÚKRUN '-2/93 - 69. árgangur 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.