Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Qupperneq 18

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Qupperneq 18
» FAGMÁL « sjúkdóma, var ekki það sama uppi á teningnum um geðræna kvilla. Það var frekar óalgengt að konurnar leituðu læknis ef þeim leið illa og ástæður fyrir vanlíðan voru óljósar. LÍFFRÆÐILEGIR ÞÆTTIR; mjólkurframleiðsla og -losun. Mismunandi gerð og starf- semi mannslíkamans hefur lík- lega einhver áhrif á það, hve vel tekst til með brjóstamjólkur- framleiðslu. Einnig eru vanda- mál varðandi brjóst og geirvört- ur misjafnlega algeng meðal ein- staklinga. Algengasta vandamál sem konur leituðu aðstoðar með hjá Kvennadeild Landspítalans á árunum 1987-88, voru stíflur sem hindruðu mjólkurlosun og ollu auk þess eymslum. Stíflur ! voru 88% allra skráðra vanda- mála sem konur leituðu aðstoðar með (María Björnsdóttir 1987/ 88). Flest vandamál komu upp á j fyrsta mánuði og leituðu lang- flestar konur aðstoðar þá. Frá 1983 til 1987 þrefaldaðist fjöldi þeirra kvenna sem leitaði sér aðstoðar á kvennadeild. Marg- földun hjálparbeiðna kemur ekki til vegna margföldunar vanda- máls heldur vegna framboðs þessarar þjónustu og af því að konum hlýtur að finnast hún gagnleg. Þjónusta kvennadeildar getur hugsanlega haft áhrif á að konur viðhaldi brjóstagjöfinni frekar þegar brjóstavandamál koma upp, í staðinn fyrir að hætta alveg. Skv. erlendum heimildum er ónóg brjóstamjólkurframleiðsla algengasta brjóstagjafarvanda- mál og um leið algengasta ástæða fyrir því að brjóstagjöfin varir skammt (Hillervik-Lind- quist, 1991, Rentschler, 1991, Monk & Monk 1980, Martin & White, 1985, White, 1990). Onóg framleiðsla tengist hins vegar meira sálfélagslegum þáttum en líkamlegu atgervi móður eða brjóstavandamálum. Hill & Aldag (1991) rannsökuðu hvaða þættir skýrðu best muninn milli þeirra kvenna sem töldu sig framleiða ónóga mjólk, og þeirra sem töldu sig framleiða nóg. I ljós kom að samvirkni eftirfarandi þátta skýrði 78% af ! þeim mun sem var á milli hóp- anna: Sjálfsöryggi mæðra, heil- brigðisástand þeirra, áhrif tengdamóður á brjóstagjafar- ferli, atferli ungbams og ábótar- gjöf (peli og grautur). Hillervik- Lindquist (1991) fann að önnur hver kona upplifði tímabundna brjóstagjafarkreppu að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar, sem leiddi sjaldan til þess að konur hættu með barn á brjósti fyrir tilætlaðan tíma. Kreppan var skilgreind sem skynjun móður á ófullnægjandi brjóstamjólkur- framleiðslu eða efasemdir henn- ar um framleiðslugetu. Marktæk tengsl voru á milli vanlíðunar móður (kvíði, streita, óþægindi) annars vegar og erfiðleika bams hins vegar (neitar að sjúga, mikill grátur, heilsufars- vandamál) við brjóstagjafa- kreppu. Börn mæðra sem upp- lifðu kreppu dmkku ekki minna á meðan kreppan stóð yfir. Þau drukku hins vegar marktækt minna allan þann tíma sem þau voru höfð á brjósti og vógu minna en böm mæðra í saman- burðarhópi. Þyngd þeirra var þó innan eðlilegra marka. Viðhorf mæðra til brjóstagjafar greindi best á milli kvenna sem upplifðu enga kreppu í samanburði við þær sem upplifðu kreppu: Konur sem upplifðu kreppu höfðu mun oftar barn á brjósti barnsins vegna, í samanburði við hinar konurnar sem höfðu barn á brjósti vegna eigin ánægju og upplifðu enga brjóstagjafar- kreppu. Þrátt fyrir að brjósta- gjafarkreppan sé algeng er meðaltíðni barna á brjósti í Svíþjóð >3 mánuði mjög há (eða 78%). Hillervik-Lindquist (1991) telur möguleika á því að auka tíðnina ennfremur jafnvel í 90% með því að hafa áhrif á viðhorf þeirra kvenna, sem hafa barnið á brjósti aðallega bams- ins en ekki sjálfs sín vegna. Hún álítur að hægt sé að auka ánægju konunnar sjálfrar með brjósta- gjöfina frá því sem nú er. Þar sem ábótargjöf er meðal þeirra þátta sem virðast draga úr brjóstamjólkurframleiðslu kvenna, er skýrt frá breytingum við þurrmjólkurábótargjöf hér á landi sérstaklega: Þurrmjólkur- ábótargjöf var algeng hér á landi fljótlega eftir fæðingu fyrir nokkrum árum. Hún tíðkaðist m.a. á Landspítala til 1983. Árið 1984 var tekinn upp sá háttur að gefa eingöngu þeim börnum ábót sem þurftu þess með. Eftir það fengu mun færri börn þurrmjólkurábót fyrstu vikuna. Börn sem þurftu hins vegar þurrmjólkurábót frá fyrstu viku voru líklegri en önnur til að vera hætt á brjósti fyrir 3. mánuð árið 1984 (p< .007). Bendir það til að móður, sem gengur erfiðlega með mjólkurmyndun og -losun fyrstu vikuna, hafi meiri líkur til að lenda áfram í erfiðleikum sem valda því að brjóstagjöfin verður í styttra lagi. Onóg mjólkurframleiðsla hefur stundum verið skýrð með erfiðri mjólkurlosun. Þótt eitt- hvert samband sé milli þessara ferla, er trufluð mjólkurlosun annars vegar tengd hugarástandi og losun oxytocins í heiladingli, en mjólkurframleiðsla er hins vegar háð lágmarksmagni af hormoninu prolactin. Sannað þykir að streita, sársauki, þreyta og fleira geti truflað oxytocin- 18 HJÚKRUN 1 "-/93 - 69. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.