Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Síða 26

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Síða 26
» FAGMÁL « hjúkrunarskýrslur, þegar um augljósar rangfærslur við lyfja- talningu er að ræða eða hann er greinilega undir áhrifum lyfja. Við slíkar aðstæður er hjúkrunarfræðing- urinn kallaður í viðtal og atvikið borið upp á hann. Ef hann hins vegar er undir áhrifum (lyfja/áfengis) þá ber að gera honum grein fyrir því, að hann sé ekki hæfur til að fram- kvæma örugga hjúkrun. Hann er sendur heim og boðaður í viðtal daginn eftir. Frekari umræður eru tilgangslausar á þessu stigi málsins (Jefferson, Ensor, 1982). Það er hins vegar mun al- gengara, að einkenni séu óljós og erfitt að meta hvenær á að grípa inn í. Allir eiga sína „erfiðu daga“ og/eða tímabundin vandamál á lífsleiðinni, s.s. persónuleg vandamál, veikindi í fjölskyld- unni o.fl. Fái yfirmaður kvartanir undan skapsveiflum og slæmum vinnu- brögðum ákveðins hjúkrunar- fræðings er eðlilegt að hann kynni sér málið með viðtali við viðkomandi hjúkrunarfræðing og bjóði honum aðstoð ef þörf er á. Sá hjúkrunarfræðingur sem ekki er vímuefnaháður myndi bregðast við með skýringu á hegðun sinni og/eða afsökun. A hinn bóginn ef hjúkrunar- fræðingurinn er vímuefnaháður er ekki ósennilegt, að hann neiti því að nokkuð sé að hjá sér, sé í raun undrandi, er með ásakanir í garð annarra og þiggur enga hjálp (Sullivan, Bissell, Willi- ams, 1988). En jafnvel þó hinn vímuefna- háði hjúkrunarfræðingur sýni ábyrgð, gefi skýringu og bæti sig í starfi, líður ekki á löngu þar til vandamálin fara aftur að SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Meðferð Freeðsla Ráðgjöf koma í ljós, oftar en áður fyrr og jafnvel alvarlegri og augljósari. A þessu stigi þarf enn frekari íhlutun af hálfu yfirmanns að eiga sér stað og ber að vanda mjög til viðtalsins og undirbúa það vel. * Yfirmaðurinn hefur væntan- lega fylgst með hjúkrunar- fræðingnum um tíma og fær jafnframt ábendingar frá sam- starfsfólki. Mikilvægt er að skrá allar upplýsingar um atferlis- breytingar og atvik sem eiga sér stað hjá viðkomandi hjúkrunar- fræðingi og benda til lyfjamis- notkunar hans. Athuga að hafa allar skráningar dagsettar. Þessar upplýsingar styðst yfirmaðurinn síðan við í viðtalinu. * Hjúkrunarfræðingurinn er ekki látinn vita ástæðu viðtals- ins. Það kann að virka kald- hæðnislegt, en það hefur þótt áhrifaríkt til að brjóta niður afneitunina (Sullivan.Bissell, Williams, 1988). Það má búast við því að hjúkrunarfræðingur sé tilbúinn með fjölda skýringa og afsak- anir, viti hann innihald viðtals- ins. Jafnvel gæti farið svo að hann myndi ekki mæta í við- talið. * Sá er stjórnar viðtalinu verður að varast að setjast í dómarasæti og má ekki heldur láta stjórnast af tilfinningum, vera reiður, hneykslaður eða sýna samúð. Hann skal kynna málið af umhyggju- semi en þó með ákveðni (Sullivan, Bissell, Williams, 1988). * í viðtalinu á það ekki að vera markmið að þvinga fram ját- ningu, heldur að fá viðkomandi til að samþykkja, að leita sér aðstoðar hjá fagfólki (Pace, 1990). * Æskilegt er að draga það ekki á langinn að kalla á hjúkr- unarfræðinginn í viðtal. Því fyrr því betra á meðan atvikin eru fersk í minni. * Síðast en ekki síst skal benda á leiðir til úrbóta, með- ferðarstofnanir eða einstakl- ingsmeðferð hjá sérfræðingi. Tíðni Jafnvel þó tölur um fjölda þeirra sem ánetjast lyf í stétt hjúkrunarfræðinga séu á reiki er það ljóst að vandamálið er veru- legt. Sullivan, Bissell og Williams tala um að 10-20% hjúkrunar- fræðinga eigi við áfengis- og vímuefnavandamál að stríða ein- hvem tíma á lífsleiðinni. Sumners segir í grein sinni og vitnar í könnun, sem Haack (1987) gerði, að meðal hjúkmn- arfræðinga séu 2-3% sem verði lyfjaháðir og 8-10% áfengis- háðir. Það hefur mikið verið ritað um það, að líklega sé hærri tíðni innan heilbrigðisstétta á lyfja- misnotkun heldur en hjá öðrum, og stafi það m.a. af því hversu auðvelt sé að nálgast lyfin. Lokaorð Þessi grein mín er langt frá 26 HJÚKRUN 1 ‘2/93 - 69. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.