Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Síða 35

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Síða 35
» FAGMÁL « skipta og að hjúkrunaráætlunin sé í samræmi við þá hjúkrun sem sjúklingurinn þarfnast á hverjum tíma. Vel unnið hjúkrunarferli sem er virkt í vinnunni á deildinni, er vinnu- sparandi og eykur samfellu og samhæfingu í hjúkruninni. Einstaklingshœfð hjúkr- un í reynd A einstaklingshæfð hjúkrun erindi til okkar hér á landi á tímum samdráttar og niður- skurðar? Ég segi hiklaust já. Ef við höfum einhvern áhuga á betri hjúkrun og framþróun innan hjúkrunar, hvort sem við höfum mikla eða litla peninga, er einstaklingshæfð hjúkrun svarið. Einstaklingshæfð hjúkr- un er frekar peningasparandi heldur en hitt, ásamt því að auka gæði hjúkrunarinnar og starfs- ánægju hjúkrunarfólksins. Rann- sóknir hafa sýnt að á deildum þar sem stunduð er einstaklings- hæfð hjúkrun eru færri manna- breytingar og minni forföll. Markmiðið með einstaklings- hæfðri hjúkrun er að auka gæði hjúkrunarinnar á allan hátt og að skjólstæðingar okkar og sam- starfsfólk finni til ánægju og öryggis í því ómanneskjulega umhverfi sem sjúkrahús nútím- ans eru oft. Vorið 1989 hófst undirbún- ingur að einstaklingshæfðri hjúkrun á bæklunarlækning- ardeild 13-G á Landspítalanum. Sá undirbúningur stóð til hausts- ins sama ár, en þá var skipulagi hjúkrunar á deildinni breytt frá hóphjúkrun til einstaklings- hæfðrar hjúkrunar. Undirbún- ingurinn fólst í vikulegum fræðslu- og umræðufundum allra þeirra sem unnu að hjúkr- uninni. Fræðslan var meðal annars um kenningar og hug- myndir einstaklingshæfðrar hjúkrunar, sjúklingafræðslu, samskipti og tjáskipti. Safnað var efni um einstaklingshæfða hjúkrun og reynt að gefa fólki tíma til að lesa sér til. Bæði hjúkrunarfræðingar og sjúkra- liðar deildarinnar tóku þátt í undirbúningnum, sem stjórnað var af deildarstjóranum með dyggum stuðningi hjúkrunar- framkvæmdastjórans. Auk þess var einn hjúkrunarfræðingur deildarinnar svokallaður breyti- aðili (greinarhöfundur var þessi breytiaðili). Hlutverk mitt var meðal annars að vera tengiliður milli stjórnar deildarinnar og starfsfólksins, safna greinum og skipuleggja fræðslu og halda opinni umræðu og áhuga meðal hópsins. Sá tími sem notaður er til undirbúnings er mjög mikil- vægur og rétt að flýta sér hægt svo að árangur náist. Kynna þarf breytinguna og skipulagið fyrir öðrum starfs- hópum svo sem læknum, sjúkra- þjálfurum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum og öðrum þeim aðilum sem vinna að velferð sjúklingsins. Við settum fram óformleg markmið, þar sem við reyndum að nefna þá þætti sem við vild- um breyta og bæta í hjúkruninni með einstaklingshæfðri hjúkrun (sjá mynd 1). Þessar væntingar okkar tóku nokkurt mið af þeim þáttum í deildarvinnunni sem við vildum reyna að bæta með breytingunni, en voru kannski ekki mjög háleit markmið til að ná fullkomnun við einstaklings- hæfða hjúkrun. Ekki er nóg að fræða og undirbúa starfsfólkið og kynna breytinguna út á við. Skjólstæð- ingar okkar þurfa líka að vita hvemig við vinnum og hver ber ábyrgð á hjúkrun hans. Auk þess að kynna sig fyrir sjúklingi og aðstandendum hans er öllum sjúklingum afhentur bæklingur um deildina þar sem fram kemur hvert skipulag hjúkrunar er á deildinni og nöfn hjúkrunar- fræðings og sjúkraliða hans skráð ( mynd 2 ). Með einstaklingshæfðri hjúkrun verður mikil breyting á vinnu og hugsun hjúkrunar- fræðinganna og meiri kröfur gerðar til þeirra. En við hjúkr- unarfræðingar erum ekki einir í | vinnunni. A öllum sjúkrahúsum vinnur fjöldi sjúkraliða okkur , við hlið. Við tókum þá stefnu að hafa sjúkraliðana með sem virka aðila í skipulagi hjúkrunarinnar, þó þeir beri ekki ábyrgð á hjúkr- uninni eiga þeir stóran þátt í um- önnuninni. Þeim ásamt hjúkr- unarfræðingi, er úthlutað sjúkl- ingum, sem þeir síðan sinna alltaf þegar þeir eru á vakt og mynda því dýrmæt tengsl og auka samfellu í umönnuninni. Ekki voru sjúkraliðarnir okkar allt of ánægðir með þessar breytingar og fannst oft ein- staklingshæfð hjúkrun vera einkamál hjúkrunarfræðinganna. Eftir að hafa unnið við þetta kerfi nú um hríð leyfi ég mér að segja að sjúkraliðarnir á 13-G eru almennt ánægðir. Hlutverk deildarstjórans breytist líka, frá því að vera allt í öllu, vita allt um alla og bera ábyrgð á allri hjúkruninni á deildinni. Nú taka hjúkrunar- fræðingarnir við ábyrgðinni á hjúkrun sinna sjúklinga og sjá um öll tengsl við alla þá sem HJÚKRUN 1 ‘-/93 - 69. árgangur 35

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.