Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Page 52

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Page 52
» FAGMÁL « Mvnd 2, kvæma athafnir daglegs lífs (adl). Sjálfsönnun er lærð hegð- un sem þroskast í samskiptum einstaklingsins við fjölskylduna og aðra í þjóðfélaginu. Þessi hegðun mótast af ýmsum áhrifa- þáttum eins og menningu og trú viðkomandi. Lögð er áhersla á að einstaklingurinn velur hvem- ig hann vill hegða sér. Mikil áhersla er lögð á að hjúkrunar- fræðingurinn skilji hvaða áhrifa- þættir liggi að baki vali skjól- stæðinga. Þannig aðstoðar kenn- ingin hann við að meta orsakir og afleiðingar ákveðinnar hegðunar hjá skjólstæðingnum. Því getur hjúkrunarfræðingurinn frekar lagt fyrir skjólstæðinginn tillögur um möguleg úrræði sem hann vill samþykkja og vinna eftir. I öðru lagi er það kenningin um sambandið milli þess hversu virkur einstaklingurinn er við sjálfsönnun og þess hvaða kröf- ur þarf að uppfylla til að mæta þörfunum. Þessi kenning lýsir og útskýrir hvers vegna er hægt að hjálpa fólki með hjúkrun ef skortur er á sjálfsönnun. í þriðja lagi er það kenningin um hjúkrunarvirkni sem lýsir og útskýrir það samband sem þarf að koma á og viðhalda til að framkvæma hjúkrun. Orem talar um hjúkrun sem listgrein, þar sem hver hjúkrunarfræðingur tjáir sköpun sína með verkum sínum og skapar ákveðinn stíl. Hjúkrunin er skipulögð og framkvæmd með það að mark- miði að vera árangursrík og ánægjuleg. Hjúkrunarvirkni felur í sér þá eiginleika sem per- sóna þarf að hafa til að geta veitt öðrum hjúkrun. Það að hjúkra annarri persónu, barni, fjöl- skyldu eða hóp krefst sérstakrar menntunar og hæfni sem gerir viðkomandi kleift að fram- kvæma umönnun sem bætir upp skort skjólstæðingsins og hjálpar honum til sjálfsönnunar. Mismunandi sjálfsönnunar- virkni gerir mismunandi kröfu um aðstoð af hálfu hjúkrunar- fræðingsins sem metur hvaða leið er vænlegust til árangurs. Þörfum skjólstæðinga hefur verið skipt í 5 mismunandi stig aðstoðar. Þar er fyrsta stigið þegar gera þarf allt fyrir sjúkl- inginn t.d. ef hann er meðvit- undarlaus og næsta stig er að leiðbeina honum t.d. varðandi mataræði. Þriðja stigið felst í að kenna ýmis atriði t.d. vegna breytingar á lífsháttum og fjórða er að veita stuðning t.d. foreldr- um sem eru að eignast sitt fyrsta barn. Síðast en ekki síst er að aðlaga umhverfisaðstæður t.d. til að fyrirbyggja að skjólstæð- ingurinn fái atvinnusjúkdóm. Meðvituð framkvæmd sjálfs- önnunar opnar hjúkrunarfræð- ingnum nýjan skilning á hvort skjólstæðingar fylgja fyrir- mælum eða ekki. Fyrst þarf skjólstæðingurinn að vita hvað liggur til grundvallar fram- kvæmdinni, þ.e. þekking. Síðan velur skjólstæðingurinn ákveð- inn farveg, þ.e. ákvarðanatakan. Síðast en ekki síst þarf hann að framkvæma athöfnina. Dæmi: Þarf að kunna hvernig á að bursta tennur, ákveða að bursta a.m.k. á morgnana og kvöldin og framkvæma verkið sam- viskusamlega eins og áætlað var. 3) Áhrifaþættir á sjálfsön- nun (sjá mynd 2) Þriðji þáttur undirbúnings- fræðslu heilsugæslunnar fjallaði um fimm grundvallaráhrifaþætti á sjálfsönnun einstaklinga. Þessir þættir hafa áhrif á sam- bandið milli sjálfsönnunarvirkni og kröfu sem áður var nefnd. Við mat á skjólstæðingi söfnuðu hjúkrunarfræðingar upplýs- ingum um ákveðin atriði í hverj- um þætti til að átta sig á hvaða þættir voru orsakir eða afleið- ingar skorts á sjálfsönnun. Hver áhrifaþáttur skiptist síðan í undirþætti og var hver og einn þeirra krufinn til mergjar. I. Heilsufar skjóstœðings og lieilbrigðiskerfi 1. Sjúkdómsgreining, mat og meðferð annarra heilbrigðis- stofnana. 2. Alit skjólstœðings á eigin heilsufari,fyrri reynsla skjól- stœðings af heilbrigðisþjónust- unni. 3. Sjúkrasaga, greining, lœknis- meðferð. 4. Núverandi heUsufar skjól- stœðings. II. Aðstœður og líferni skjól- stœðings 1. Ahrifaþœttir umhveifis. 52 HJÚKRUN 1 ~-/93 - 69. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.