Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Side 53

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Side 53
» FAGMÁL « Samband hiúkrunarkerfis oa siálfsönnunar skiólstæðinas FRAMKVÆMD ^ + FRAMKVÆMD HJ.FR. SKJÓLST. VIRKNI SKJÓLST. ■M. VIRKNI HJÚKRUNARFR. 1. ALGER SKORTUR A SJÁLFSÖNNUN SKJÓLST. 2. Lífsskilyrði og aðstœður. 3. Daglegir lifnaðarhœttir. 4. Sérstakir áhœttuþættir. III. Fjölskylduþœttir 7. Alit fjölskyldu á heilsufari skjólstœðings. 2. Hœfni fjölskyldu til að leysa vandamál. 3. Samband og samvinna fjöl- skyldu. 4. Fjölskyldusamsetning og -einkenni. IV. Persónulegir og menningar- legir þœttir 1. Þjóðfélagssamsetning, menn- ing, trúarbrögð. 2. Tungumál og skilningur. 3. Menntakerfi. 4. Atvinnuástand. 5. Fjármál og úrrœði. V. Þroski 1. Greindarþroski. 2. Líkamlegur þroski. 3. Andlegur þroski. Hjúkrunarfræðingarnir unnu verkefni saman þar sem tekin voru ákveðin dæmi úr þessum þáttum um hvenær hjúkrunar- fræðingur þyrfti að grípa inn í og hvenær væri tímabært að hætta hjúkrunarmeðferð. Ég nefni sem dæmi einn undirþátt en fer ekki í þá að öðru leyti hér. I. Heilsufar skjólstæðings og heilbrigðiskerfi hefur mikil áhrif á hvernig til tekst með sjálfsönnun. Þessi þáttur fjallar um undirliggjandi ástæður fyrir því að skjólstæðingurinn þarfn- ast heilbrigðisþjónustu, þ.e. sjúkdómsgreining og/eða ástæð- ur fyrir tilvísun til fagmanns. Áætlaðar rannsóknir og meðferð hinna ýmsu fagmanna er til- greint. Hér þarf hjúkrunarfræð- ingurinn að safna upplýsingum og gera sér grein fyrir áliti og skilningi skjólstæðingsins á Mynd 3 ástandi sínu. Hvaða möguleikar eru til sjálfsönnunar, þarf að koma til einhver ný þekking, eiginleikar eða uppörvun til að skjólstæðingu; geti fullnægt þörfum sínum? Margir skjólstæðingar hjúkr- unar þiggja þjónustu hjá öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Hjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa yfirlit yfir þá heildarþjón- ustu sem skjólstæðingurinn fær til að vita hvað aðrir eru að gera og segja. Það er t.d. erfitt fyrir unga móður ef upplýsingarnar sem hún fær hjá næringar- ráðgjafanum stangast á við það sem læknirinn segir um æskilegt mataræði ungbarns sem á við vannæringu að stríða. Þegar samband milli nauðsyn- legrar sjálfsönnunar, virkni skjólstæðingsins og krafa um hjúkrunarmeðferð er metið þarf að láta sjónarmið skjólstæð- ingsins vera ráðandi. Þetta setur hjúkrunarfræðingana oft í erfiða aðstöðu. Dæmi: 65 ára vélvirki var útskrifaður eftir hjartaaðgerð með ljótt, sýkt skurðsár. Hann fékk heimahjúkrun þar sem hjúkrunarfræðingurinn hjálpaði honum til að mæta þörfum sín- um sjálfur. Hins vegar neitaði skjólstæðingurinn að það væri hans hlutverk að skipta á um- búðum. Hjúkrunarfræðingurinn vann í að finna undirliggjandi orsakir og komst að raun um að manninum fannst að það væri sérfræðingsverk sem hjúkrunar- fræðingnum bæri að sinna „honum dytti ekki í hug að fara fram á að sínir viðskiptavinir skiptu um olíu á vélinni þegar hann væri búinn að gera við hana“. Þá er gerð hjúkrunar- greining vegna skorts á sjálfs- önnun sem segir hvað einstakl- ingurinn ætti að gera en gerir HJÚKRUN 1-2/93 - 69. árgangur 53

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.