Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Side 59

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Side 59
» FRÉTTIR « Hvað kom til að þú tókst ákvörðun um að fara í meistaranám íhjúkrun? Allt byrjaði þetta í Hjúkrunarskóla Islands haustið 1973. Að lokinni útskrift árið 1976 fluttist ég til Svíþjóðar, fékk sænsk hjúkrunarréttindi 1978 og vann lengst af á barnadeildum. Eg eignaðist mína fyrirmyndardeild á þessum tíma, deild fyrir krabbameinsveik böm. Ekkert hefur enn slegið þá deild út hvað varðar faglegheit og manngæsku. Eftir 9 ára búsetu í Gautaborg fluttist ég ásamt eiginmanni og fjórum bömum til Akureyrar. Eftir heimkomuna starfaði ég fyrstu fjögur árin á svæfingadeild FSA, en stofnsetti síðar ásamt holl- systur minni úr HSÍ fimm daga rannsóknardeild. Næsta verkefni sem ég tók að mér var að hræra upp í sýkingavömum stofnunarinnar. Af því starfi hafði ég bæði gagn og verulega gaman. Um mitt ár 1990 var svo kominn tími til að halda vestur um haf með böm og bum. Ann Arbor, 100.000 íbúa háskólabær, varð fyrir valinu og aldrei munum við sjá eftir því. Bærinn er mjög fall- egur og Bandaríkin em svo sannarlega land tæki- færanna. Meðalmennskan er ekki í hávegum höfð, en þeir sem vilja leggja sig fram fá tækifæri til að spreyta sig. íslenska skólakerfinu veitti ekki af slíkri stefnu, nú á tímum niðurskurðar. Eftir að hafa tekið enskupróf og svokallað GRE- próf, en það er eitt af inntökuprófum í meistara- nám, voru pappírar mínir, próf og starfsreynsla metin. Að því loknu var mér tjáð hvaða námskeið mig vantaði til að komast í það meistaranám sem ég hafði sótt um. Ég átti síðan um það að velja að sitja námskeiðin og fá BS-réttindi eða taka próf í viðkomandi námskeiðum og fá BS-ígildi sem veitti mér aðgang að meistaranámi viðkomandi háskóla. Þar sem tími minn var naumur valdi ég seinni kostinn og notaði því fyrstu sex mánuðina í það að taka áðumefnd próf ásamt hjúkrunarréttindaprófi Michigan-fylkis. Hvernig var náminu háttað? Meistaranám í hjúkrun er mislangt í Banda- ríkjunum. Það stysta við Michigan-háskóla er 32 einingar, en það lengsta um 70 einingar. Algengast er 36-40 eininga nám. Reiknað er með 9 einingum sem fullu námi á fjögurra mánaða önn. Skólagjöld á önn fyrir fullt nám eru u.þ.b. 420.000 kr. Skólagjöldin hækka ekki, þó að meira en fullt nám sé tekið, og er það duglegum nemendum að sjálfsögðu hvatning. Hjúkrunarstjórnun var það nám sem ég valdi mér. Lágmarks einingafjöldi til meistaranáms í hjúkrunarstjómun eru 43, og tók ég 47 einingar á einu og hálfu ári. Þrjú námskeið voru verkleg að hluta. Valdi ég „hospice“-heimahlynn- ingu, með eyðni sem sérstakt áhugasvið, rekstur göngudeilda háskólasjúkrahúss Michigan-háskóla og endurskipulagningu grunnnáms í hjúkrun við hjúkrunarskóla Michigan-háskóla. Ýmsir möguleikar voru gefnir við val á lokaverkefni, en aðeins sjálfstætt rannsóknarverkefni veitir aðgang að doktorsnámi og valdi ég því þann kostinn. Lokaverkefni mitt, „Nursing Associations Relationship with the European Economic Space“ byggir að hluta til á spumingalista sem sendur var til hjúkrunarfélaga í sjö löndum innan EES- svæðisins. Eintak af ritgerðinni liggur hjá HFÍ, EES-gagnasafni utanríkisráðuneytisins, hjá hjúkrunarráði heilbrigðismálaráðuneytisins, á bókasafni hjúkrunarbrautar Háskóla íslands og á bókasafni FSA. Einnig er hægt að fá eintak hjá mér. Og hvað tók svo við? Það var erfið ákvörðun að halda aftur heim á Frón. En böm em besta fólk og hafa mikla aðlög- unarhæfileika. Þau una því glöð við sitt nú nokkrum mánuðum eftir heimkomu. Ég var svo heppin að fá afleysingastöðu hjúkrunarforstjóra FSA til 9 mánaða og get því prufað ameríska hugmyndafræði á góðgjömum og samvinnuþýðum Norðlendingum. Hér er áhugasamur hópur dug- legra hjúkrunarfræðinga, enda hefur mér sjaldan þótt eins gaman að starfa við hjúkxun. L.Ó. og S.S. HJÚKRUN '-2/93 - 69. árgangur 59

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.