Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Side 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Side 6
Helga Bragadóttir Sjálfsfróun barna / Ijósi þess að ekkert mannlegt er hjúkrun óviðkomandi, ekki heldur sjálfsfróun barna, er nauðsynlegt að hjúkrunarfrœðingar, einkum þeir er starfa við heilsugœslu og barnahjúkrun, séu þess meðvitaðir að sjálfsfróun er eðlileg og skaðlaus. Hjúkrunarfrœðingar þurfa að vera í stakk búnir til að veita foreldrum og börnum frœðslu urn sjálfsfróun og hvernig bregðast eigi við ef sú hegðun fer útfyrir þau vel- sœmismörk sem siðmenning okkar býður, en slíkt gœti bent til þess að eitthvað amaði að hjá barninu. Helga Bragadóttir: B.Sc. próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1986, deildarstjóri á barnadeild FSA og lektor við HA. Heldur til framhalds- náms í Bandaríkjunum í haust. Hvað er sjálfsfróun Sjálfsfróun er einn þeirra þátta mannlegs lífs sem lítt er ræddur enda í aldanna rás talinn af hinu illa (Castiglia, 1988; Wattleton og Keiffer, 1988). Samt sem áður bendir allt til þess að flestir hafi einhvern tímann fróað sér áður en þeir komast á fullorðinsaldurinn (Hörður Þorgilsson, 1993; Wattleton og Keiffer, 1988). Skilgreining Islensku alfræðiorðabókarinnar (1990, bls. 215) á sjálfsfróun er „erting eigin kynfæra til kyn- ferðislegrar örvunar eða fullnægingar; algeng hjá börnum til fjögurra ára aldurs og unglingum á kynþroskaskeiði.“ A smábarna- og forskólaaldri nota börn af báðum kynjum oft líkamshreyfingar til sjálfsörvunar og streitu- losunar, t.d. fyrir svefn. Sjálfsfróun ungra barna gegnir ekki sama hlutverki og sjálfsfróun fullorðinna. Hún er börnum og unglingum eðlileg og er hluti af aðferðum Jteirra til að kanna eigin líkama og móta sjálfsmynd sína (Castiglia, 1988; Schuster og Ashburn, 1992). Viðurkennt er nú að sjálfsfróun barna og unglinga er eðlileg og skaðlaus og bent er á það í foreldrahandbókum og í fræðslu til unglinga uin kynlíf og ábyrgð á eigin lífi (Hjördís Guðbjörnsdóttir, María Guðmundsdóttir og Sól- ey Bender, 1988; Search Institute og Health Start, 1986; Stoppard, 1984; Wattleton og Keiffer, 1988). Vióhorf foreldra Foreldrar hafa oft áhyggjur af sjálfsfróun barna sinna en eiga erfitt með að ræða Jiær opinskátt vegna þeirra hefða Viðhorf og viðbrögð foreldrafara ekki alltaf saman, þ.e. foreldrar geta lýst jákvœðu viðhorfi til sjálfsfróunar almennt en vonað að eigið barn muni ekki stunda hana. sem þeir eru sjálfir aldir upp við. í upplýstu nútíma- þjóðfélagi getur þetta leitt til tvöfaldra skilaboða frá foreldrum til barna. Sbkt getur leitt til sektarkenndar meðal barnanna. Því skipta viðhorf og viðbrögð for- eldranna miklu máli (Castigha, 1988; Schuster og Ashburn, 1992; Wattleton og Keiffer, 1988). Niðurstöður rannsókna á viðhorfum og viðbrögðum foreldra við sjálfsfróun barna Jieirra benda til blendinna tilfinninga og bera ekki allar að sama brunni (Castiglia, 1988). Viðhorf og viðbrögð foreldra fara ekki alltaf sam- an, þ.e. foreldrar geta lýst jákvæðu viðhorfi til sjálfsfró- unar almennt en vonað að eigið barn muni ekki stunda hana. Rannsókn Fleischer og Morrison (1990) á fimm 7 - 27 mánaða gömlum stúlkubörnum sýndi að sjálfsfróun yngstu barnanna er stundum misgreind sem krampi eða kviðverkir. Einkenni sjálfsfróunar stúlknanna voru m.a. líkamssveigjur, spenntir lær- og þjóvöðvar, kurr, ör andardráttur. Stóðu einkennin yfir frá nokkrum sekúnd- um upp í klukkustundir í senn. Fleischer og Morrison (1990) benda á að aðgerðir foreldra til að stöðva þessa hegðun barnsins skyndilega eða refsa }>ví virðist rugla barnið í ríminu og örva hina sjálfsörvandi hegðun. Rann- sakendur lögðu því áherslu á að sýna foreldrum stúlkn- anna fram á að hin sjálfsörvandi hegðun væri skaðlaus og hyrfi oftast með aldrinum. Komi orðið „sjálfsfróun“ illa við foreldra má nota hugtökin „siður“ eða „ sjálförvun“ í staðinn. m M W ,m r ($**** 1wjM 1 Æ 54 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. thl. 71 árg. 1995 n b

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.