Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Side 7
h - ' m ■ JÉ v%""" 0M. B Mikilvœgt er að allir, heilbrigðs- starfsfólk jafnt sem foreldrar, líti á sjálfsfróun sem eðlilega ogfinni leiðir til að sœttast við tilfinningar sínar í hennar garð. Viðbrögð við óeðlilegu sjálfsfróunaratferli Eins og að ofan greinir er sjálfsfróun hörnum eðlileg. Spurningin er hvenær hegðunin er utan eðlilegra marka. Skiptar skoðanir eru um það meðal fræðimanna. Þó eru rnenn sainmála um að sjálfsfróun fyrir svefn og í einrúmi teljist innan hinna eðlilegu marka. Sé sjálfsfróunin hins vegar farin að skipa stóran sess í daglegu lífi harnsins er ástæða til að hregðast við því og leita aðstoðar fagfólks (Schuster og Ashburn, 1992; Wattleton og Keiffer, 1988). Oeðlilegt sjálfsfróunaratferli getur komið fram hjá barni sem líður mikla og/eða er haldið langvarandi streitu, kvíða, spennu eða einmanaleika (Fleischer og Morrison, 1990). Megináherslan í meðferðinni ætti því að vera að bæta líðan barnsins almennt og finna aðrar leiðir fyrir það til að kalla fram vellíðan. Benda þarf barni á að það sé í lagi að stunda sjálfsfróun í einrúmi og beina athygh þess að öðrum athöfnum, sérstaklega þeiin er gera háðar hendur þess uppteknar. Góð persónuleg tengsl barns við aðra og persónulegir sigrar eru taldir veita því mest ánægju (Schuster og Ashburn, 1992). Hin faglega aðstoð felst fyrst og fremst í því að hjálpa foreldrum að bregðast rétt við (Fleischer og Morrison, 1990; Schuster og Ash- hurn, 1992). Kostir sjólfsfróunar Mikilvægt er að allir, heilbrigðsstarfsfólk jafnt sem foreldrar, hti á sjálfsfróun sem eðlilega og finni leiðir til að sættast við tilfinningar sínar í hennar garð (Castiglia, 1988). Sjálfsfróun hefur rnarga kosti í för með sér: • Hún veitir ungum börnum tældfæri til að kynnast eigin líkama. • Hún slakar ú kynspennu og dregur úr þörfinni á kyn- hfi með öðrum. • Hún kennir ungum piltum hvernig þeir geta dregið sáðlát á langinn, en það gerir þá að betri elskendum síðar á ævinni. • Hún kennir stúlkum hvað veitir þeim unað og full- nægingu, en það eykur hlcurnar á ánægjulegra kynhfi síðar (Wattleton og Keiffer, 1988). Fræðsla fyrir íslenska foreldra og börn Við vinnslu þessa greinarstúfs varð undirrituð þess áskynja að í fræðsluefni á íslensku um barnauppeldi og kynlíf er fjallað um sjálfsfróun á jákvæðan og raunsæjan hátt (Hjördís Guðbjörnsdóttir, María Guðmundsdóttir og Sóley Bender, 1988); Search Institute og Health Start, 1986; Stoppard, 1984). Unglingar landsins fá nú mark- vissa fræðslu um kynhf og sjálfsábyrgð þar sem bent er á að sjálfsfróun sé eðlileg og skaðlaus (Search Institute og Health Start, 1986). En þar sem sjúlfsfróun er ekki bundin unglingsárunum einum mætti ætla að marltviss fræðsla og fordómalaus umræða um þennan þátt lífsins ætti með réttu að felast í almennri heilbrigðisfræðslu fyrir foreldra ungra barna. Heimildir Castiglia, P.T. (1988). Masturbation. Journal of Pediatric Health Care, 2 (2), 111 - 112. Fleischer, D.R., og Morrison, A. (1990). Masturbation mimick- ing abdominal pain or seizures in young girls. The Journal of Pediatrics, 116(5), 810 - 814. Hörður Þorgilsson (ritstj.) (1994). Sálfrœðibókin, Reykjavík: Mál og menning. Hjördís Guðbjörnsdóttir, María Guðmundsdóttir og Sóley Bender (1988). Sex + fjórir kaflar um unglinga, Reykja- vík: ísafold. Islenska alfrœðiorðabókin (1990). Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Schuster, C.S., og Ashburn, S.S. (1992). The Process of Human Development. A Ilolistic Life-Span Approach. 3. útg. Philadelphia: J.B. Lippincott Company. Search Institute og Health Start (1986). Kynfrœðsla. Lífsgildi og ákvarðanir. Minneapolis, Minnesota, USA. Stoppard, M. (1984). Foreldrahandbókin, Reykjavík: Iðunn. Wattleton, F., (ritstj.) og Keiffer, E. (1988). Hou) to Talk with Your Child about Sexuality. New York: Doubleday & Company, Inc. TIMARIT HJUKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 55

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.