Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 9
•> I) ? Þóra Þráinsdóttir ásamt skjólstæðingi á FSI. „Starfsfólk þjappaðist meira saman eftir þetta þó aðfyrir hafi verið hér mjög góður starfsandi. “ ættingjum og nágrönnum sínum og á endanum varð það skiljanlega of mikið fyrir flesta.“ Slysið varð um nótt og fólk kom fáklætt úr snjóflóð- inu. Ofkæling var eitt helsta líkamlega vandamálið sem við var að etja. Reynt var að hita sem flesta innan frá. Pokar með innrennslisvökva voru hitaðir í örbylgjofni og vökvinn síðan gefinn í æð. Peim sem gátu drukkið var gefið volgt kakó. „Einnig voru notuð teppi og sængur,“ segir Þóra. „Fólkið í Súðavík hafði safnað saman teppum og sængum úr heillegum húsum. Allt var sett á ofn og síðan notað. Volgar áhreiður voru notaðar fyrst en síðan skipt eða fækkað ábreiðum þegar fólkinu fór að hlýna. Fólkið var fáklætt og það varð að breiða yfir það en jafn- framt að gæta þess að hita ekki of mikið eða of hratt.“ Þóra dvaldist í Súðavík frá því kl. 10 um morguninn til kl. 14 en þá fór hún með Súðvíkingum með Fagranes- inu aftur til ísafjarðar. Hún segir líðan sína ekki hafa verið upp á marga fiska á leiðinni heim og að hún hafi lítið getað aðhafst. Til Reykjavíkur bárust fáar fréttir og um tíma var símasambandslaust. Skip með liðsauka frá tveimur landshornum velktust í stórsjó og miðaði seint á leiðinni á slysstað. Birna, sem fór ekki frá Súðavík fyrr en eftir rúman sólarhring, segist htið hafa orðið vör við umheiminn þann tíma sem var ófært. „Við vorum á fullu allan tímann og máttum ekkert vera að því að velta slíku fyrir okkur. Það var ekki fyrr en um kvöldið og nóttina að maður fór að átta sig á þessu sambandsleysi og í hverju maður var lentur. Undir morgun var ég að gefast upp en þá benti Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir FSI, mér ákveðinn á að víst gæti ég meir. Það gaf mér ein- hvern veginn nýjan kraft. Mér fannst ég vera hálfgert vélmenni. Þegar ég var búin að vera þarna hátt í sólarhring og drengurinn fannst á lífi þá brotnaði ég hálf- partinn niður. Það var alveg yndislegt að fá þau þarna inn um morguninn ltrakkana tvo sem fundust eftir svona langan tíma.“ Aftur á ísafirði Varðskipið Týr komst loks til Isafjarðar með liðsauka frá Borgarspítalanum sem annaðist áfallahjálp. Hann tók að sér að veita þeim sem áttu um sárt að binda eftir slysið andlega hjálp. Starfsfólkið á ísafirði gat því einbeitt sér að störfum á deildinni. „Við höfum mjög gott fagfólk hérna og síðan bættust fleiri við að sunnan. Fyrst á eftir skipti það okkur iniklu máli að fá að vinna með fólkinu frá Súðavík sem var orðið okkur svo kært. Þegar frá leið og bera fór á þreytu meðal starfsfólks hefði hins vegar verið gott að komast í burtu,“ segja Birna og Þóra. Starfsfólkið á ísafirði gat einnig notfært sér áfalla- hjálpina. „Þremur dögum eftir slysið fórum við í viðtal til Rudolfs Adolfssonar og séra Sigfinns Þorleifssonar,“ segir Birna, „og annar fundur var síðan með Ilildi Helga- dóttur og Rudolf. Seinni fundurinn var ineð öUum hjúkrunarfræðingunum og var mjög góður. Þá sögðum við Þóra frá því sem að við höfðum lent í og fengum svo að heyra hvernig atburðarásin hafði verið hérna. Við vorum mjög ánægðar með að fá Rudolf því við þekktum hann frá áfallahjálparnámskeiðinu sem hann hélt fyrir okkur í október. “ Þær segja að af hálfu sjúkrahússins hafi verið fráhært skipulag á öllu þar innanstokks. „Það var komin símadama á ganginn sem tók á móti símtölum sem snerust um Súðavík. Starfsfólk deildarinnar stóð sig mjög vel með röggsamri stjórn Ingibjargar Olafsdóttur, deildar- stjóra. Mestu máli skipti þó að allir gerðu sitt besta,“ segja þær. „Starfsfólk Jijappaðist meira saman eftir þetta þó að fyrir hafi verið hér mjög góður starfsandi,“ segir Þóra. „Margt af starfsfólkinu var að missa ættingja og vini. Við hin vorum fær um að veita þeim hjálp vegna þess að við fengum hjálp á réttum tíma. Þannig skiptir áfallahjálp mjög miklu máh. Eftir svona slys snýst fyrst allt um lík- Framhald á bls. 60. TIMARIT IUUKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.