Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Page 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Page 12
4 Birna Ólafsdóttir. „Þegar ég var beðin um aðfara til Súðavíkur hugsaði ég út í áhœttuna en fannst að ég œtti að fara frekar en mœðurnar og þœr sem eru giftar hérna.“ Frh. afbls. 57. amlegar þarfir en strax í kjölfarið er áfallahjálp nauðsynleg.“ A& lokum Þær stöllur segja að hjúkrunarþekking þeirra hafi komið sér vel. Það hafi reynt á skipulagningu og ýmis verkleg atriði. „Við fundum öryggi í inenntun okkar. Notagildi hennar kom vel í ljós og kom vel heim og saman við það sem við lærðum af dvölinni hér fram að slysinu. Það hafði l'arið fram umræða um flóðið inni í Tungudal og hvað vantaði þegar það varð og við lærðum af því sem við heyrðum þá. Enda tóku læknarnir ekki annað í mál en að hafa hjúkrunarfræðinga með í för og það kom í ljós að ekki veitti af. Okkur finnst mikil virðing vera borin fyrir störfum okkar hérna,“ segja Birna og Þóra, og bæta hógværar við að þeim hafi líkað vel á Isafirði í vetur og hafi öðlast drjúga reynslu á sínu fyrsta ári sem starfandi hjúkrunarfræðingar. Þ.R. ^rsp/, V % Þekking í þína þágu Borgarspítalinn St, Jósefsspítali, Landakoti Tilkynning umflutning barnadeildar Landakots - lausar stöður hjúkrunarfrœðinga. Starfsemi barnadeildar Landakots fluttist á Borgarspítalann 15. júlí 1995. Deildin er staðsett í endurnýjuðu húsnœði ú B-5. Vegna aukningar á starfsemi deildarinnar eru nú lausar stöður hjúkrunarfrœðinga þar. Hjúkrunarfrœðingar, sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu hjúkrunar á deildinni eða fáfrekari upplýsingar eru hvattir til að hafa samband við: Auði Ragnarsdóttur, deildarstjóra, í síma 560-4326 eða Margréti Björnsdóttur, hjúkrunarframkvœmdastjóra, í síma 569-6354. 60 TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.