Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Síða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Síða 32
Guðbjörg Pétursdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, María Guðmundsdóttir o.fl. hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi tóku saman. Endurhæfing i 50 ár - Hálfrar aldar afmæli Reykjalundar I eftirfarandi grein erfjallað um hjúkrun og þróun hennar í 50 ár á Reykjalundi. Á þeim tímamótum fannst hjúkrunarfrœðingum stofnunarinnar tilvalið að líta yfir farinn veg í þeim tilgangi að veita innsýn í störf þeirra nú. Greinin er unnin í samvinnu við hjúkrunar- frœðinga hverrar deildar um sig. Upphafsárin Starfsemin á Reykjalundi hófst 1. febrúar 1945 með há- tíðlegri athöfn. Yfirhjúkrunarkona, Valgerður Helgadótt- ir, hafði verið ráðin til starfa nokkru fyrr til að taka þátt í undirbúningi starfseminnar. Valgerður gegndi síðan starfi yfirhjúkrunarkonu fram í ágúst 1961. Ekki var farið að tala um endurhæfingu á þessum árum. Pað hugtak festist ekki við starfsemina á Reykja- lundi fyrr en snemma á sjöunda áratugnum. Vistmenn sem komu á Reykjalund fyrstu árin höfðu flestir, ef ekki allir, dvalið í mörg ár á berklahælunum, fjarri vinnumarkaðnum og fjölskyldum sínum. Starfsem- in að Reykjalundi miðaði að því að haita líkamlegan og andlegan hag þessa fólks. Mikil áhersla var lögð á að koma fólki til vinnu. Sumum þurfti að kenna almenn vinnuhrögð, aðrir lærðu til ákveðinna starfa. Komið var upp iðnskóla á Reykjalundi sem útskrifaði fullnuma iðnaðarmenn, aðallega trésmiði og járnsmiði. Fljótlega kom í ljós að vinnuþátttakan jók mönnum líkamlegan þrótt og andlegt þrek. Hlutverk yfirhjúkrunarkonunnar á þessum fyrstu ár- um var margþætt. Dvalartími vistmanna var langur og á Reykjalundi ríkti andrúmsloft heimilis enda er hið opin- bera heiti stofnunarinnar Vinnuheimili SIBS að Reykja- lundi. Yfirhjúkrunarkonan gegndi hlutverki húsmóður á þessu stóra heimili. Til eru á prenti margar lýsingar vist- manna á samheldninni sem ríkti í hópnum, samverunni og daglegu lífi á Reykjalundi. Yfirhjúkrunarkonan lagði sig í líma til að öllum liði vel en þurfti líka að halda uppi aga, röð og reglu. Auk þess varð hún að standa skil á fag- legri þjónustu til handa vistmönnum. Hún gaf lyfin og leit eftir þeim sem versnaði heilsan. Auk þess aðstoðaði hún lækninn á stofu. I l)ókinni „Þegar husgjónir rætast. Æfi Odds á Reykjalundi“ lýsir Valgerður Helgadóttir, yfirhjúkrunar- kona, mörgum þáttum starfseminnar á þessum árum og segir m.a.: „Við Oddur unnum náið saman á læknastof- unni. Þar unnum við yfirleitt sleitulaust allan morgun- inn. Það var stöðugur straumur af fólki þangað. Það var sprautað, hlásið, gegnumlýst, skrifaðar sjúkraskýrslur, gefin vottorð o.s.frv... Undir kvöld var svo aftur kominn tími til að sprauta, gefa kvöldmeðulin. Nýju herklameðul- in juku vinnu okkar Odds. Eg get alveg viðurkennt að ég var hæði glöð og svolítið montin að fá að taka þátt í að byrja á þessum kúrum. Það var svo mikill árangur af þeim. Nýju berklalyfin ollu stórstígum framförum í herklalækningum. “ Reykjalundur var nokkurs konar stökkpallur fyrir berklasjúkhnga á milli hælanna og tilverunnar utan stofnunarinnar. Þar fór fram endurhæfing í þess orðs fyllstu merkingu. Segja má að fyrstu 15 árin hafi eingöngu berklasjúk- hngar komið að Reykjalundi. Þegar hða tók á 6. áratug- inn dró úr eftirspurn eftir endurhæfingu berklasjúklinga vegna framfara við að lækna berklasýki. Þá var stofnunin opnuð fólki með önnur heilsufarsleg vandamál. Þar með breyttist starfsemin mikið. Reykjalundur varð alhliða endurhæfingarstofnun og sjúkhngum og starfs- fólki fjölgaði. Skipta má 50 ára starfstíma Reykjalundar í tvö tíma- bil hvað varðar hlutdeild og aðild hjúkrunarfræðinga að starfseminni. Annars vegar tímabihð sem markaðist af vist berklasjúkhnga og hins vegar tímabil alhliða endur- hæfingar sem kom síðar. 80 TIMARIT HJUKHUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.