Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 35
Þetta er gert t.a. hjálpa viðkomandi að finna líkama
sinn, þekkja hann, skilja, virða og bregðast við
boðum frá honum, samfara því að hafa vald á
hvernig hann hei' sig og hreyfir sig. Með þessu getur
það orðið þolanlegra að lifa með verkina eða forðast
frekara verkjavandamál.
2. Slökunarnámskeið
3. Þrekþjálfun í hópuin
4. Vinnuathugun. Þar eru kannaðar breytingar á
vinnuhæfni, athugaðir möguleikar á vinnu og fundið
áhugasvið sem markast af getu hvers og eins.
Þegar verltjaskólanum sleppir er gert endurmat og
sjúklingar ýmist útskrifaðir eða boðin þriggja vikna al-
menn endurhæfing í viðbót.
Geðsvið
A geðsviði eru vistaðir sjúklingar sem hafa tapað áttum í
lífinu og þurfa aðstoð við að koma reglu á það aftur.
Gripið er inn í óæskilegt ferli sem hefur í för með sér yfir-
vofandi heilsutjón fyrir sjúklinginn. Sem dæmi má nefna
vanhæfni til að taka inn lyf og sinna venjulegum
daglegum athöfnum. Stefnt er að því að auka sjálfstæði
sjúklinganna, efla raunveruleikatengsl og færni í að sinna
athöfnum daglegs lífs.
Meðaldvalartími sjúklinga á geðsviði var 87 dagar
árið 1994. Eftir útskrift fengu margir stuðningsviðtöl hjá
hjúkrunarfræðingum og aðrir fengu aðstoð við lyfjatil-
tekt. Tengslin voru síðan rofin smám saman og sjúkling-
urinn studdur fyrstu skrefin við að búa sér líf úti í þjóð-
félaginu. Þessi þjónusta hefur auðveldað mörgum ein-
staklingum að búa utan stofnana og trúlega leitt til sparn-
aðar fyrir heilhrigðiskerfið.
I tengslum við geðsviðið er rekinn áfangastaður sem
geðteymi ber ábyrgð á. Þar búa að jafnaði 4 einstaklingar
sem fá þjálfun í að halda heimih með stuðningi starfs-
manns sem kemur daglega og aðstoðar þá við að:
Halda heimilisbókhald.
Sjá um matreiðslu eina viku í senn.
Skipta með sér verkum á þrifum lnissins.
Sjá um persónuleg þrif og þvott á fatnaði.
Lögð er áhersla á góð samskipti á milli íbúanna, tillit-
semi og gagnkvæma virðingu. Haldnir eru húsfundir
vikulega en að auki hittist teymið einu sinni í viku hið
minnsta vegna áfangastaðarins.
Ibúar áfangastaðarins eru jafnframt í ýmiss lconar
heilsuþjálfun. Oftast er um ungt fólk að ræða sem gjarn-
an stundar skóla meðan á dvölinni stendur og fær aðstoð
við heimanám. Meðferðin hefur reynst vel og sterk tengsl
hafa oft myndast á milli hjúkrunarfræðinga og skjólstæð-
inga þeirra, sem ekki eru auðveldlega rofin við útskrift.
Hæfingarsvið
A sviði hæfingar er fengist við þjálfun einstakhnga með
margvíslega fötlun sem spannar mjög hreitt svið; erfið-
leika í vitsmunaþroska, blöndun vitsmuna- og hreyfi-
þroskaskerðingar og hreina hreyfihömlun.
Skjóstæðingar hæfingar eru á öllum aldri. Sumir hafa
fæðst með fötlun sem fylgir þeim til fullorðinsára. Aðra
hendir eitthvað á lífsleiðinni sem leiðir til fötlunar og enn
aðrir hafa meðfædda, oft erfðafræðilega sjúkdóma í mið-
tauga- og stoðkerfi sem ekki valda miklum einkennum í
fyrstu, en leiða til fötlunar síðar á ævinni.
Sem dæmi um viðfangsefni hæfingarsviðs má nefna:
1. Þjálfun og eftirlit, mat á fötlunarstöðu fólks á öllum
aldri sem ýmist er fætt fatlað eða hefur fatlast
snemma á ævinni.
2. Meðferð ungs fólks eftir slys. Fengist er við beinar
afleiðingar slysa en einnig við síðkomin vandamál sem
eiga rætur að rekja til þeirra.
3. Meðferð ungs fólks sem er fatlað frá fæðingu eða er
með truflun á einhverjuin þroskaþáttum, sein gerir
það að verkum að Jiað fótar sig illa í tilverunni, námi,
vinnu, samskiptum eða athöfnum daglegs lífs. Mis-
munandi er hversu erfið fötlunin er og hve inikil
truflun á aðlögun einstaklingsins að daglegu lífi og
störfum hlýst af henni. Meðferð Jiessa fólks er oft
mjög tímafrek og tekur í mörgum tilvikuin marga
mánuði og jafnvel í einstaka tilvikum ineira en ár.
4. Nokkuð er um að ung börn séu tekin til stuttrar dval-
ar til mats á vitsmunaþáttum, hreyfiþáttum og mál-
þroska. I kjölfar þess er unnið að Jiví að finna úr-
lausnir innan ramma dagvistunar, skóla og þjálfunar
hvers konar.
5. Auk þessara hefðbundnu hæfingarvandamála, sem að
framan eru talin, hafa meðlimir hæfingarteymisins
einnig fengið vistmenn með taugalæga sjúkdóma aulf
ungs fólks með offitu og vandamál tengd henni,
félagsleg og í stoðkerfi.
Af ofangreindu er auðséð að vistunartími skjólstæð-
inga hæfingar á Reykjalundi er mjög mismunandi, allt frá
tveimur vikum upp í marga mánuði og í einstaka tilvikum
meira en ár.
TIMARIT IIJUKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. thl. 71 árg. 1995
83