Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Síða 36
Lungnasvið Lungnaendurhæíing er margþætt meðferð, sniðin að þörf- um einstaklingsins. Þar er megináhersla lögð á nákvæma sjúkdómsgreiningu, meðferð, andlegan stuðning og fræðslu. Stefnt er að því að stöðva eða bæta líkamlegan eða andlegan skaða og koma sjúklingnum aftur til bestu heilsu sem sjúkleiki og almenn lífskilyrði leyfa. Við innskrift á lungnaendurhæfingu er heilsufar hvers einstaklings metið samkvæmt International Classi- fication of Impairments, Disabilities and Handicaps (ICIDH) (WHO, 1980), sem var þýtt og staðfært af starfs- fólki í lungnateymi. Við matið eru sex mismunandi þættir (survival roles), sem skipta máli fyrir lífsafkomu einstaklingsins, lagðir til grundvallar: 1. Áttun 2. Eigin umsjá (physieal indipendence) 3. Umferli/hreyfifærni (mohility) 4. Störf (occupation) 5. Félagsleg tengsl (social integration) 6. Fjárhagur/fjárhagslegt sjálfstæði (economic selfsufficiency) Fyrir hvern þátt eru gefin 0 til 8 stig. Því íleiri stig, þeim mun verra ástand (Mynd 2). Heildarstig eru skráð við komu og markmið sett. Síð- an eru stigin aftur talin við útskrift. Með þessu er hægt að sjá tölulegan og myndrænan árangur endurhæfingar. Sjúklingur 1 .Kona Sjúklingur 2. Karl 40 ára 72 ára Sjúkdómur Langvinn lungnateppa Kæfisvefn Öndunarbilun Offita Endurteknar lungnabólgur Mynd 2. Hjúkrun á lungnasviði er að stærstum hluta bundin við fræðslu. Fræðsla fyrir skjólstæðinga fer fram með fyrirlestrum fyrir hópa og/eða viðtölum við einstaklinga. I fræðslunni er t.d. fjallað um lungnasjúkdóma, líðan sjúklinga og hvernig bregðast skal við ýmsum hugsan- legum aðstæðum, m.a. andnauð, annars vegar undir álagi og hins vegar í hvíld. Haldnir eru fyrirlestrar um na'ringu og neysluvenjur með hliðsjón af lungnasjúkdómum og næringarástandi fólks. Frætt er um úðalyf og notkun þeirra með fyrirlestr- um og sýnikennslu í þriggja til fjögurra manna hópum. Mikilvægt er fyrir lungnasjúklinga að gera sér grein fyrir mikilvægi úðalyfja í daglegu lífi. Hjúkrunarfræðingur tekur viðtal við alla sem byrja á súrefnismeðferð og gerir þeim ljóst að súrefni er lyf. Viðtöl og sýnikennsla eru notuð við kennslu í notkun á hjálpartækjum, t.d. úðavél, blásturskúlur (Tri flow) og lleiri. Vikulegir fundir eru haldnir um reykingavarnir. Þeir skiptast í fraiðslufyrirlestra og stuðningsfundi. Kennd er notkun nikótínlyfja. Sérhæfður stuðningur er veittur eftir útskrift ineð símaviðtölum við meðlimi reykinga- varnarhóps. Nýlega er hafin rannsókn til að meta árang- ur reykingavarna hjá inniliggjandi lungnasjúkhngum og eftir útskrift þeirra af Reykjalundi. Samanburðarhópur er á lungnadeild á Vífilsstöðum og er í honum fólk sem reykir við innskrift. Þessi rannsókn er undir stjórn hjúkrunarfræðinga. Fylgst er með breytingum á ýmsuin þáttum líkams- starfsemi allra sjúkhnga, svo sem blóðþrýstingi, púls, öndun, fráblæstri (peak flow), þyngd og súrefnismettun. Unnt á að vera að grípa inn í áður en breytingar verða til liins verra. Ef einhver grunur er um að súrefnismettun hlóðs falli að næturlagi, er gerð svefnrannsókn þar sem mælt er súr- efni og koltvísýringur í hlóði yfir nótt. Eftir það er metið hvort viðkomandi geti nýtt sér hjálpartæki eins og blást- ursvél. Lögð er áhersla á að skjólstæðingur fái sem fyrst vitn- eskju um alla þá aðstoð sem liann þarf og getur fengið eftir að lieim er komið. Það gerir heimferð og heimkomu síður kvíðvænlega. Það skiptir því miklu máli að kynna sér hagi og aðstæður, t.d. með heimilisathugun og/eða fjölskyldufundi. 84 TIMARIT H.IUKKUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.