Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 53
LYKTIR MALA Uppsagnir á ráðningarsamningum hjúkrunarfræöinga á landsbyggóinni í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunar- fræðinga var greint frá uppsögnum á ráðningarsamningum hjúkrunarfræð- inga á sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum úti á landi. Markmiðið með þessum aðgerðum var að lækka laun hjúkrunarfræðinga úti á landi með því að hætta að greiða þeim umsamdar yfirborganir umfram lágmarksákvæði kjarasamninga. Pessar uppsagnir áttu að koma til framkvæmda 1. júní 1995. Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahús- um og heilsugæslustöðvum úti á landi litu flestir svo á að uppsagnir á yfir- borgunum myndu valda þeiin svo mikilli kjaraskerðingu að með þeim væri brostin forsenda fyrir áframhald- andi starfi við stofnunina frá og með 1. júní 1995. Um miðjan maí leit út fyrir að um 200 hjúkrunarfræðingar víða um land myndu láta af störfum 1. júní 1995. Fyrir mánaðarmótin inaí-júní náðist hins vegar samkomulag milli hjúkrunarfræðinga og vinnuveitenda um allt land um það að hjúkrunar- fræðingar myndu halda óbreyttum kjörum. í þessari kjaradeilu stóðu hjúkrunarfræðingar um allt land sain- an sem einn maður og náðu að hrinda þessari aðför að launakjörum sínum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar hjúkrunarfræðingum um allt land til hamingju með árangurinn. Kjarabót - og þaðféll ekkert á hann. Moli VEIKINDAFJARVISTIR I apríl sl. kom út skýrsla um veikinda- fjarvistir heilbrigðisstarfsfólks á sér- fræðisjúkrahúsum. Skýrslan er unnin af Ólafi Ólafssyni, landlækni, Ástu Ólafs- dóttur, hjúkrunarfræðingi, Magnúsi Baldurssyni, landfræðingi, og Vilborgu Ingólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi. Fjarvistatíðnin er lægst meðal lækna, síðan hjúkrunarfræðinga en hæst meðal starfsstúlkna og sjúkraliða. Af sjúkrahúsunum í Reykjavík er fjar- vistartíðnin lægst á Landakoti. Meðal margra starfsstétta, sérstaklega á bráða- deildum, s.s. hjúkrunarfræðinga, rönt- gentækna, sjúkraliða og ræstingar- kvenna, hefur fjarvistum fjölgað 50 - 90% á árunum 1993 - 1994. Pað bendir til orsakasambands að með auknum fjarvistum hafði álag aukist verulega, t.d. meðal hjúkrunarfræðinga Borgar- spítala. Sömuleiðis jukust veikinda- fjarvistir á bráðadeildum, ferildeildum og rannsóknardeildum samfara auknu vinnuálagi, t.d. meðal hjúkrunar- fræðinga, um sama leyti og bráðasjúkra- húsum í Reykjavík var fækkað úr þremur í tvö. ÞR SSN 75 ára í tilefni af 75 ára afmæli Samvinnu hjúkr- unarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) verða hátíðahöld í Kaupmannahöfn 6. - 8. september nk. SSN hefur boðið 11 íslenskuni full- trúum Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga að vera viðstaddir á hátíðina og hafa þeir þegið boðið. 1. Asta Möller, formaöur Félags íslenskra hjúkr- unarfrœðinga 2. Sigríður Guðmundsdóttir, I. varaformaður Félags íslenskra hjiikrunarfraiðinga 3. Hildigunnur Friðjónsdóttir, stjórnarmaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. Dr. Helga Jónsdóttir, dósent við námsbraut í hjiikrunarfraiði við HI 5. Hildur Helgadóttir, hjiikrunarframkvæmda- stjóri á Borgarspítala 6. María Pétursdóttir, fyrrverandi formaður Hjúkrunarfélags Islands 7. Sigþrúdur Ingimundardóttir, hjúkrunarfor- stjóri og fyrrverandi formaður Iljúkrunar- félags Islands, fuiltrúi Islands í söguritunarhóp SSN 8. Vilborg Ingólfsdóttir, yíirhjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Hjúkrunarfélags Islands 9. Þorgerdur Ragnarsdóttir. ritstjóri Félags íslenskra hj úkruna rfneðinga 10. Þóra Akadóttir, starfsmannatjóri hjúkrunar á FSA og formaður Norðurlandsdeildar eystri innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 11. Olöf Asta Olafsdóttir, hjúkrunarfrainkvæmda- stjóri á Landspítala og formaður siðanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Dagskráin hefst með hátíðahöhlum síðdegis 6. septemher í Kristjánsborgar- höll og n;óttöku hjá Dansk Sygeplejerád. Seinni dagana tvo verður ráðstefna í Vil- vorde KursusCenter. Verður efni hennar framtíðarhlutverk SSN. Dr. Ilelga Jóns- dóttir, Hildur Ilelgadóttir og Sigjirúður Ingimundardóttir inunu, fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðina, flytja erindi sem her heitið „SSN og faget“. Dagskránni lýkur um hádegi, föstudaginn 9. september. I tilefni af merkisafmælinu hefur saga SSN verið rituð og er útgáfudagurinn áaitlaður 6. september, eða saina dag sem hátíðahöldin hefjast. TIMARIT HJUKRUNAHFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árs. 1995 101

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.