Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Page 55
ákvæði um að skipaður skuli vinnuhópur
aðila frá danska hjúkrunarfélaginu og
vinnuveitendum og er verkefni hópsins að
skoða kjör og starfsaðstæður danskra
hjúkrunarfræðinga og hera þau saman við
kjör og starfsaðstæður annarra opinherra
starfsmanna sem hafa svipaða menntun og
bera sambærilega ábyrgð í starfi. Þessi
vinnuhópur á að ljúka störfum fyrir 1.
október 1995 og munu þá, á grundvelli
niðurstöðu vinnuhópsins, hefjast aftur
samningaviðræður milli danska
hjúkrunarfélagsins og hins opinbera og
skal þeim samningaviðræðum ljúka fyrir
1. nóvember 1995. Ef aðilar ná ekki sam-
komulagi fyrir þann tíma mun sáttasemjari
skera úr í þeim ágreiningsefnum sem eftir
standa.
Finnland
Finnskir hjúkrunarfræðingar voru í verk-
falli frá 24. febrúar til 24. mars 1995 eða í
heilan mánuð. Upphafleg krafa finnskra
hjúkrunarfræðinga var um liðlega 10.000
ísl. kr. hækkun á föstum mánaðarlaunum
en vinnuveitendur buðu í upphafi um
2.500 ísl. kr. hækkun á föstum mánaðar-
launum. Eftir mánaðarlangt verkfall var
miðlunartillaga samþykkt en hún fól í sér
samning til tveggja ára um 5.000 ísl. kr.
hækkun á föstum mánaðarlaunum.
Finnskir hjúkrunarfræðingar fengu í
þessum samningi um tvöfalt meiri hækkun
en aðrir launþegar á þessu samn-
ingstímabili. Verkfallið hafði víðtæk áhrif
á alla heilbrigðisþjónustu í Finnlandi og
kom af stað miklum umræðum um kjör og
starfsaðstæður kvenna í Finnlandi.
VJ
KYNFRÆÐSLUMIÐSTÖÐ
HEILSUVERNDARSTÖÐVAR REYKJAVÍKUR
Ný kynfræðslumiðstöð er tekin til starfa
sem deild innan mæðradeildar Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur en þar
hefur verið rekin kynfræðsludeild eins
og kunnugt er. Tildrögin að stofnun
kynfræðslumiðstöðvarinnar eru meðal
annars þau að nýlega samþykkti sam-
starfsráð heilsugæslunnar í Reykjavík
tUlögur nefndar sem skipuð var til að
gera tillögur um endurskipulagningu á
kynfræðsludeild mæðradeildar og kyn-
fræðslu á vegum heilsugæslunnar í
Reykjavík. Helstu verkefni með starf-
semi kynfræðslumiðstöðvarinnar eru
unnin upp úr þeim tillögum. Hlutverk
miðstöðvarinnar er að veita fræðslu- og
ráðgjöl’ um kynferðismál og kynsjúk-
dómavarnir og gefa út fræðsluefni þar að
lútandi. Skal þannig leitast við að upp-
fylla ákvæði laga um kynfræðslu og
ráðgjöf nr. 25 frá 1975 og laga um heil-
brigðisþjónustu nr. 97 frá 1990 (19. gr.).
Miðstöðin sinnir heilsugæslunni í
Reykjavík en þó er öllu starfsfólki
heilsugæslu í landinu frjálst að leita
þangað eftir upplýsingum og ráðgjöf.
Opið er alla virka daga. Jóna Ingibjörg
Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur,
M.S. Ed., hefur verið ráðin fræðslustjóri
kynfræðslumiðstöðvarinnar.
Starfsemi kynfræðsluiniðstöðvarinn-
ar byggist fyrst og fremst á námskeiðs-,
fræðslu- og útgáfustarfsemi í Jiví skyni að
styrkja kynfræðslu og ráðgjöf á vegum
heilsugæslunnar en hefur ekki opna mót-
töku. Ekki er |>ó útilokað að starfrækt
verið sérhæfð kynfræðsludeild með opna
móttöku en ein af tillögum kynfræðslu-
nefndarinnar, sem voru samþykktar, var
að kanna Jjyrfli í samstarfi við aðra ósk-
ir notenda um Jjjónustu á þessu sviði.
Hlutverk kynfræðslumiðstöðvarinnar er
hins vegar í fullu samræmi við tillögur
um framtíðarhlutverk Heilsuverndar-
stöðvarinnar sem heilsuverndarstofn-
unar. A Jiessu ári er meðal annars fyrir-
hugað að halda námskeið um kynlífs-
vanda, kvnfræðslu foreldra til barna og
unglinga, kynsjúkdómavarnir og kynlíf á
meðgöngu og eftir fæðingu.
Plúsar
Rá&herra er hjúkrunarfræ&ingur
Eins og landsmönnuin er kunnugt var
Ingibjiirg Pálmadóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, valin til að gegna embætti heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra í
nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Hjúkrunar-
fræðingar eru stoltir af að hún skuli
vera úr þeirra röðum.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
óskar Ingibjörgu alls velfarnaðar í
starfi.
Anna Birna Jensdóttir í samn-
inganefnd Reykjavíkurborgar
í janúar sl. greindi borgarstjóri, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, frá skipan
nýrrar samninganefndar Reykjavíkur-
borgar. Anna Birna Jensdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri á Éorgarspít-
ala, er einn af aðalmönnum nefnd-
arinnar.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
óskar Onnu Birnu velfarnaðar í hlut-
verki sínu Jjar.
ÞR
TÍMARIT HJÚKItUNARFKÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995
103