Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 58
Verðlaun fyrir markaðssetningu Verblaun fyrir erindi Atvinnufyrirtækj asýning Austurlands- - Drekinn- fór fram í júní sl. Ileilsu- gæslustöðin á Egilsstöðum hlaut þar verðlaun fyrir átak í markaðssetningu. Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Egils- stöðum og einn af skipuleggjendum átaksins, segir að aðalatriði undirbún- ingsvinnunnar hafi verið að átta sig á hvað þau hefðu að hjóða innan um öll atvinnufyrirtækin sem voru að kynna og selja framleiðslu sína. „Fyrirtækjum var hoðið á undir- búningsnámskeið hjá Magnúsi Pálssyni, markaðsfræðingi, um hvernig á að standa að svona sýningu,“ segir Halla og heldur áíram. „Það kom okkur á sporið. Undirbúningurinn var aðallega á höndum okkar þriggja, mín, Helgu Sturlaugsdóttur, hjúkrunarfræðings, og Gunnars Gíslasonar, læknis. Við unnum út frá þeirri forsendu að við værum að selja þjónustu fyrirtækis sem í þessu til- felli var heilsugæslustöð. Það sem fólki stóð til boða að kaupa var betri heilsa og líðan. Til þess að meta „vöruna“ buðum við blóðþrýstings-, púls- og kol- mónoxíðmælingar. Út frá þeim var hægt að ræða um kaup og kjör á bættri heilsu. Hjálpartæki sölumennskunnar voru bæklingurinn Heilsuefling hefst hjú þér frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og Landlæknisembætt- inu, Heilsuboðorðin tíu frá Krahba- meinsfélaginu ogfœðuhringurinn frá Manneldisráði. Við vorum sammála um að jiað hugvit sem búið er að fjárfesta í meðal heilbrigðisstarfsfólks væri ekki fullnýtt og heilbrigðishvatning og heilsu- gæsla væru J)ess virði að vera sett á markað af fagfólki.“ Ilalla segir að á sýningunni hafi básinn verið klæddur auglýsingum og slagorðum um heilbrigði og líðan. Læknir og hjúkrunarfræðingur voru til staðar allan tímann og skiptu með sér vöktum. Á sýninguna komu um 4000 gestir en ekki er vitað um fjölda þeirra sem þáðu mælingu eða leiðbeiningar. Opnunardaginn komu erlendir gestir frá Kína, m.a. forsætisráðherra þeirra, sem staldraði við í básnum og fannst hann einna áhugaverðastur á sýning- unni að sögn Höllu. Verðlaun fyrir útlit á hás og mark- aðssetningu fyrirtækis voru veitt í lok sýningar. Þar hlaut heilsugæslan fyrstu verðlaun fyrir markaðssetningu. Segir Halla að það hafi verið óvæntur glaðn- ingur fyrir þau en á sýningunni voru margir harðir keppinautar. ÞR Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Sigríð- ur Lóa Rúnarsdóttir fengu 1. verðlaun fyrir erindi um könnun á fræðslu til sjúklinga sem fengið hafa kransæða- stíflu, sem Rakel flutti, á Nordisk Con- gress of Cardiology í Malmö í júní sl. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir erindi í hjúkrunarhluta ráðstefnunnar en 15 voru um hituna. Rakel segir að erindið hafi að mestu leyti verið ])ýðing á erindi sem hún flutti um sama efni á ráðstefn- unni Hjúkrun 94 í fyrra. Segir hún að við mat á erindunum hafi verið tekið mið af útdráttum sem sendir voru og J)ví hvernig efni þeirra skilaði sér í flutningi. I Tímariti hjúkrunarfræðinga l.thl. 1. árg. 1993 hirtist grein um verkefni Rakelar og Sigríðar Lóu. ÞR Þekking-Úrval-Þjónusta Hiúkrunarvörur Ry Þvagleki og hreinlæti Bleiur, þvagleggir, þvagpokar o.fl. Dauðhreinsun og losun úrgangs Sterilpappír, pokar o.fl. Skurðlækningar og bráðaaðgerðir Sogendar, dren, acut-kit o.Il. Svæfingar Barkatúbur/stómíur, spinal/epidural o.fl. Hanskar og sáraumbúðir Grisjur, umbúðabindi o.fl. Fatnaður fyrir starfsfólk og sjúklinga Fatnaður, nærföt og lín. Blóðþrýstingsmælitæki Blóðþrýstingsmælar, stetoscope, stasar o.fl. Hjartatæki og fylgihlutir EKG tæki, hjartastuðtæki, monitorar o.fl. Við leggjum sérstaka áherslu á hjálpargögn við þvagleka ásamt faglegri ráðgjöf og fræðsluefni þar að lútandi. Frekari upplýsingar veitir hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði Rekstrarvara REKSTRARVÖRUR Rettarhálsi 2-110 Reykjavík-Sími: 587 5554 - Fax: 587 7116 106 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.