Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Page 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Page 59
HERDÍS STORGAARD FÉKK NORRÆNU HEILSUVERNDARVERÐLAUNIN í ÁR Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur og fulltrúi hjá Slysavarnafélagi Islands, hreppti norrænu heilsuverndarverð- Iaunin 1995. Herdís tók á móti verðlaunum, heið- ursskjali og 50.000 SKR, í Gautahorg 10. maí sl. Þau hafa verið veitt árlega síðan 1989 og mun þetta því vera í 6. skiptið. Tryggingafyrirtækið Folksam í Svíþjóð, Noregi og Danmörku leggur til verðlaunaféð en Norræni heilbrigðis- háskólinn sér um að veita þau. A hverju ári berast margar tilnefningar frá öllum Norðurlöndunum. Kennarar Norræna heilbrigðisháskólans velja fyrst úr til- nefningunum og koma til greina einstaklingar, samtök eða stofnanir sem hafa lagt eitthvað sérstakt af mörkum til heilsuverndar á Norðurlöndum. Vinn- ingshafi er endanlega valinn af þriggja manna nefnd sem í eiga sæti Davíð A. Gunnarsson, stjórnarformaður skólans, Lennart Köhler, rektor, og fulltrúi frá FOLKSAM. I fréttatilkynningu vegna verðlauna- afhendingarinnar segir að í starfi sínu hafi Herdís m.a: • útbúið námsefni um öryggi harna fyrir foreldra. • vakið athygli almennings á slysum á börnum á Islandi. • hafið samstarf við fjölmiðla um að miðla fræðslu um barnaslys. • harist fyrir nýrri reglugerð um öryggi á sundstöðum. • leitt hópvinnu um öryggi harna á leikvöllum. • yfirfarið byggingareglugerðir með tilliti til öryggis harna. • útbúið námsefni fyrir starfsfólk sjúkrahúsa, haldið fyrirlestra og námskeið um öryggi harna. • úthúið myndbönd um slys á börnum í heimahúsum. • hafið herferð í 10 bæjum á Islandi fyrir öryggi harna í heimahögum. Aðspurð segist Herdís vona að verð- launin reynist lyftistöng fyrir bæði málaflokkinn sem hún vinnur að og hana sjálfa sem talsmann hans. Hún segist gjarnan vilja axla meiri ábyrgð og draumurinn er að fá einhver völd til að taka á ákveðnum málum en starf henn- ar er einungis ráðgefandi eins og er. „Nú verður ekki aftur snúið, það er búið að vekja athygli á málefni sem aug- ljóst er að verður að taka föstum tök- um. Við setningu reglna um umhverfi okkar er oft gengið fram hjá hörnum og það kemur niður á þeim. Það er þreyt- andi að hafa upplýsingar um og sjá hvað þarf að gera en geta aðeins beint vinsamlegum tilmælum til þeirra sem ráða. Vissulega er mikilvægt að vinna á grasrótarstigi en draumurinn er að fá starf þar sem ég get beitt mér betur,“ segir Herdís. Fram undan segir Herdís að bíði ótal málaflokkar. Hún hefur áhuga á að vinna áfram að því að fyrirbyggja að hörn drukkni. Rannsóknir sem hún hef- ur unnið að ásamt tveimur læknum á Landspítalanum, þeim Guðrúnu B. Guðmundsdóttur og Pétri Ludvigssyni, gefi vísbendingar um hvar slysin verða og hvað þarf að gera til að fyrirbyggja þau. Þessa dagana stendur yfir lands- átak í að fá foreldra til að nota „sund- jakka“ fyrir ósynd börn í stað hringlaga kúta. Liður í J)ví átaki er að benda landsmönnum á hvernig koma má í veg fyrir drukknanir barna en þær eru |)ví miður of tíðar hér á Iandi. Vinna að forvörnum gegn bruna- slysum barna er í undirbúningi. Fyrsta skrefið er rannsókn á })eim sem Herdís vonar að hún og Pétur Ludvigsson geti hafið innan skamms. Hún segir að tölu- vert sé um að börn hljóti brunasár af heitu kranavatni. „Þau hrenna sig með J)ví að hella yfir sig úr skúringafötum eða setjast í heitt vatn í vöskum og bað- körum,“ segir Herdís. Það er henni J)ví kappsmál að fá hitastig kranavatnsins lækkað. Þá segir Herdís að vinna að for- vörnum á leikvöllum sé nokkuð vel á veg komin. Henni finnst að J)ar undir eigi öryggismál í skólum að heyra, bæði Plúsar Þrír hjúkrunarfræ&ingar eru varamenn ó Alþingi I kosningum til Aljnngis í apríl sl. náðu þrír hjúkrunarfræðingar, sein voru í framboði, þeim árangri að vera kjörnir varamenn á Alþingi. Þeir eru: Asta Miiller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, fjórði vara|>ingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri á Landspítala, fyrsti varaj)ingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík. Þuríður Backman, hjúkrunarfræð- ingur á Egilsstöðum, fyrsti varajting- maður AlJ)ýðuhandalagsins á Austur- landi. Þá má geta Jiess að þessar þrjár konur hafa verið skipaðar varamenn í Tryggingaráði, hver fyrir sinn flokk. ÞR í íj)róttahúsum og á skólalóðum. Skóla- slys ýmiss konar eru nokkuð algeng. Börnin detta í hálku, falla úr leiktækj- um, klemma sig á hurðum og lenda í áflogum. Meiðslin, sem Jiau hljóta, eru helst tannáverkar, tognanir, útlimahrot og höfuðáverkar. „ Það er ekki lagt mikið í lóðirnar við skólana. Eintómur grár steinn og malhik. Eg held að J)að hafi líka áhrif andlega á börnin. Útlend- ar rannsóknir liafa sýnt að umhverfi í skólum hefur áhrif á árásarhneigð barnanna,“ segir Herdís. „Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Herdís enn fremur. „Þegar athurða- rásin er skoðuð kemur í Ijós að })að er hægt að fyrirbyggja flest slysin sem verða. Ég er sannfærð um að það er hægt að lækka útgjöld í heilbrigðiskerf- inu til muna með slysavörnum. Það er hægt að útbúa fræðslubækling, dreifa út um allt og þar með fyrirbyggja ltannski mörg slys, fyrir sama verð og sjúkrahúsmeðferð eftir eitt slys kostar. Yfirvöld verða að fara að verja meira fé til forvarna.“ ÞR TÍMARIT II.IIIKRUNARFUÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 107

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.