Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Síða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Síða 17
Sóley S. Bender lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands Neyðargetnaðarvörn: tGíímk i/iáIquia. Inngangur í þessari grein er fjallað á klínískan hátt um neyðar- getnaðarvörn og hvernig hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður og aðrir geta staðið að fræðslu og ráðgjöf um þessa aðferð. Styðst höfundur þar einkum við leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Alþjóðasamtökum um fjölskylduáætlun. Auk þess styðst höfundur við fimm ára starfsreynslu sem ráðgjafi Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir (FKB) í Hinu húsinu. Það þykir kannski sérkennilegt að fjalla svo ítarlega um lyf sem sumir telja að eigi að afgreiða yfir búðarborðið í lyfjaverslunum. Ég lít hins vegar svo á að þegar kona/stúlka leitar til ráðgjafa út af neyðargetnaðarvörn sé það kærkomið tækifæri til að veita fræðslu og ráðgjöf um þá getnaðarvörn og jafnframt aðra þætti. Oft þarf konan/stúlkan öruggar getnaðarvarnir. Iðulega gætir margs konar misskilnings um getnaðarvarnir og neyðar- getnaðarvörn og á honum þarf að taka. Eins vill stundum gleymast að ef konan/stúlkan er að fá neyðargetnaðarvörn hefur hún ef til vill tekið áhættu varðandi kynsjúkdómasmit. Þess vegna þarf gjarnan að minnast á varnir gegn kynsjúkdómum. Ráðgjafinn metur jafnóðum hversu mikla fræðslu hver og einn þarf eða vill því sumir kæra sig ekki um upplýsingar umfram neyðargetnaðarvörnina. Mikilvægt er því að haga ráðgjöfinni eftir þörfum hvers og eins. Notkun neyðargetnaðarvarnar Fllutverk neyðargetnaðarvarnar er að koma í veg fyrir óvelkomna þungun. Hér á landi er þungun meðal stúlkna yngri en 20 ára mun algengari en á öðrum Norðurlöndum. Flestar konur, sem fara í fóstureyðingu hér á landi, eru á aldrinum 15-24 ára. Fóstureyðingum hefur stöðugt fjölgað í aldurshópnum 15-19 ára og frá árinu 1996 er hún orðin hærri en á hinum Norðurlöndunum. Tíðni fóstureyðinga á 1000 konur yngri en 20 ára var 10,2 í Finnlandi árið 1997, 15,9 í Danmörku árið 1996, 17,8 í Svíþjóð 1997, 18,7 í Noregi 1998 og 24,1 á íslandi 1998 (Landlæknis- embættið, 1999; Gissler, 1999). Rannsókn höfundar sýndi að fæst ungmenni ætla sér að eignast barn á unga aldri (Sóley S. Bender, 1999b). Fram hefur komið í rannsóknum að konur mundu fremur velja þann kost að koma í veg fyrir óvelkomna þungun heldur en að fara í fóstureyðingu ef þær hefðu um annað hvort að velja. Notkun neyðargetnaðarvarnar er margfalt einfaldari og betri kostur heldur en fóstureyðing. Auk þess er hún miklu ódýrari. Það er því mikilvægt að gefa konu/stúlku kost á að nota neyðargetnaðarvörn. Könnun, sem gerð var í Bretlandi árið 1993, sýndi að 93% kvenna, sem voru að fara í fóstureyðingu í Leeds, vildu heldur hafa notað neyðargetnaðarvörn ef þess hefði verið nokkur kostur (Þappenheim, 1995). Sóley S. Bender lauk MS-prófi í fjölskylduáætlun frá University of Minnesota í Bandaríkjunum árið 1983. Hún er lektor við hjúkrunar- fræðideild Háskóla íslands, stoð- hjúkrunarfræðingur á móttökudeild kvenna á kvennadeild Land- spítalans - háskólasjúkrahúss og ráðgjafi Fræðslusamtaka um kynlff og barneignir (FKB). Stóð hún að stofnun FKB árið 1992, hefur verið formaður þeirra frá 1992-2000 og sótt Evrópuþing Alþjóðasamtaka um fjölskylduáætlun sl. 10 ár. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000 141

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.