Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 18
Ljóst er að ekki sýna allir þá ábyrgð að nota getnaðar-
varnir við hverjar samfarir. Auk þess er hópur fólks sem að
jafnaði gerir engar ráðstafanir til að forðast getnað og
tekur því stöðugt áhættuna.
Neyðargetnaðarvörn er ætluð konum í þeim tilvikum
þegar engin getnaðarvörn hefur verið notuð, getnaðarvörn
hefur brugðist eða ef um nauðgun er að ræða. Rannsóknir
sýna að meirihluti (45-67%) þeirra kvenna, sem sækist
eftir neyðargetnaðarvörn, hefur ekki notað neina getnaðar-
vörn (WHO, 1998).
Ýmsar ástæður geta legið að baki að fólk vilji grípa til
neyðargetnaðarvarnar og ástæður geta verið mjög misjafnar
eins og eftirfarandi dæmi gefa til kynna. Fyrstu tvö dæmin
eru frá Bretlandi en gætu alveg eins átt við hér á landi
(Pappenheim, 1995). Síðari dæmin eru tilbúin til að gefa
mynd af tilvikum sem koma til ráðgjafa FKB í Hinu húsinu.
Tilvik 1
18 ára stúlka hafði kynmök í fyrsta skipti og notaði
enga getnaðarvörn. Stúlkan hafði ekki gert ráð fyrir að
hafa kynmök og þau notuðu ekki neitt til að hindra
getnað. Var hún mjög miður sín og þorði ekki til læknis.
Hún rakst af tilviljun á bækling um neyðargetnaðarvörn
á göngudeild fyrir skólafólk og hringdi í hjálparlínu fyrir
ungt fólk og ræddi þar við hjúkrunarfræðing sem kom
henni í samband við heilsugæslu i hennar byggðarlagi.
Tilvik 2
41 árs gömul gift kona hafði kynmök við eiginmann
sinn. Þau notuðu smokk en hann brást. Þau hjón áttu
tvö börn, 15 og 18 ára. Hún gat ekki hugsað sér að
verða þunguð á ný. Hafði hún áhyggjur af þessu og
greindi vinnufélaga sínum frá því. Vinnufélaginn sagði
henni frá neyðargetnaðarvörn. Eftir það hringdi hún í
hjálparlínu til að fá frekari upplýsingar og gat farið til
heimilislæknis þá um kvöldið.
Ráðgjöf FKB í Hinu húsinu
Árið 1995 byrjuðu Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir
með fræðslu og ráðgjöf fyrir ungt fólk í Hinu húsinu, þ.e. í
gamla Geysishúsinu, Aðalstræti 2 í Reykjavík. Ungt fólk
hefur samband við ráðgjafa í Hinu húsinu og getur fengið
fræðslu og ráðgjöf um kynlíf, getnaðarvarnir, barneignir,
neyðargetnaðarvörn, kynsjúkdóma og þungunarpróf án
endurgjalds. Daglega er hægt að ná í ráðgjafa Hins hússins
í gegnum símboða 842 3045 eða GSM 861 6186.
Vaktráðgjafi hittir ungt fólk eftir þörfum. Á síðasta starfsári
fengu þar 76 stúlkur neyðargetnaðarvörn. Voru þær flestar
á aldrinum 14-16 ára. Rúmlega þriðjungur þeirra kom í
fylgd með vinkonu eða vinkonum sínum (Sóley S. Bender,
2000). Hér eru sett fram þrjú tilbúin tilvik sem gefa mynd af
þeim einstaklingum sem leita til ráðgjafa FKB. Umfjöliun hér
á eftir um upplýsingasöfnun, fræðslu og ráðgjöf byggist að
miklu leyti á leiðbeiningarefni frá Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni (WHO 1998) og sameiginlegu leiðbeiningarefni
frá Concept Foundation, International Planned Parenthood
Federation, Pacific Institute for Women s Health, Pathfinder
International, Population Council, Program for Appropriate
Technology in Health og WHO Special Programme of
Reasearch, Development and Research Training in Human
Reproduction (Camp, 1996).
Tilvik 3
19 ára piltur hringdi og var miður sín yfir því að
smokkurinn hafði runnið af og sagði að þau væru bæði
hrædd um að hún gæti orðið ófrísk. Hann hafði fyrst
samband við Húð- og kynsjúkdómadeildina í Þverholti
og var þar vísað á ráðgjafa FKB í Hinu húsinu. Um
sólarhringur var liðinn frá samförunum. Stúlkan reyndist
einnig vera 19 ára gömul. Þau komu síðan saman í
ráðgjöf í Hitt húsið. í Ijós kom að þau voru búin að vera
saman í hálft ár og höfðu notað smokka á þessum
tíma en voru að velta fyrir sér notkun pillunnar.
Tilvik 4
15 ára stúlka hringdi og sagði að vinkona hennar hefði
haft kynmök án þess að nota neina getnaðarvörn. Hún
hafði fyrst haft samband við apótek* í nágrenninu en
fékk þær upplýsingar að þar væri ekki hægt að fá
neyðargetnaðarvörn án lyfseðils. Hún hafði heyrt um
ráðgjafarstarf FKB hjá vinkonu sinni. Vinkonurnar
mættu saman í ráðgjöfina. í Ijós kom að stúlkan, sem
átti í hlut, var einnig 15 ára gömul. Hún var búin að
vera með stráknum í mánuð. Hún sagðist hafa verið
undir áhrifum áfengis þegar þetta atvik átti sér stað og
þau hefðu því ekki notað neitt.
*Sumarið 1998 var unnt að fá neyðargetnaðarvörn (Tetra-
gynon) afgreidda í apótekum landsins án lyfseðils (Tetragynon í
lausasölu bundið við afhendingu lyfjafræðings, 1998).
Tilvik 5
17 ára stúika hafði samband við ráðgjafa FKB. Hún
sagðist vera búin að fara á heilsugæslustöð en ekki
hafa haft erindi sem erfiði. Hún hafði í framhaldi af því
samband við Rauðakrosshúsið sem benti henni á
ráðgjafa FKB í Hinu húsinu. Hún var búin að vera með
strák í nokkra mánuði og höfðu þau alltaf notað
smokkinn nema í þessu eina tilviki. Hún sagðist vera
búin að fá lyfseðil á pilluna en hefði ekki enn þá komið
því í verk að fara í apótek til þess að ná í lyfið.
142
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000