Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Síða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Síða 21
Dr. Helga Jónsdóttir dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands kjúk.YunA'fjYœð'uíAA. '(YAw-tíðAYmnAY' Útdráttur í þessari grein er fjallað um breytingar á áherslum í mennt- un hjúkrunarfræðinga í Ijósi nýrra aðstæðna í íslensku samfélagi. Lögð er áhersla á undirbúning nemenda fyrir störf í síbreytilegum heimi, undirbúning þeirra fyrir að feta nýjar slóðir sem hjúkrunarfræðingar og um beyttar þarfir fyrir hjúkrun. Því er haldið fram að menntun hjúkrunar- fræðinga sé ekki einangrað fyrirbæri innan menntastofnana heldur sé menntunin á ábyrgð allra hjúkrunarfræðinga. Inngangur Þörfin fyrir haldgóða menntun hefur verið baráttumál íslenskra hjúkrunarfræðinga frá upphafi vega. Fyrir um 30 árum báru þeir gæfu til þess að ákveða að menntun þeirra væri best borgið á vegum háskóla. Vaxandi áhersla á fræði- lega þekkingu og vísindaleg vinnubrögð krefst þess að hjúkrunarnám sé grundvallað á akademískum forsendum. Á íslandi hefur þróun hjúkrunarmenntunar síðastliðna áratugi verið ör og samhliða henni hefur þekkingarsköpun íslenskra hjúkrunarfræðinga verið veruleg. í þessari grein ætla ég að velta fyrir mér menntun hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar. Mér finnst viðfangsefnið stórt og fjölþætt og takmarka mig að nokkru við það svið hjúkrunar sem stendur mér næst en það er sjúkrahjúkrun fullorðinna. Þessi umfjöllun endur- speglar einnig áherslur sem fram hafa komið í samskiptum mínum við hjúkrunarfræðinga á undanförnum árum. Ekkert er vikið að framhaldsnámi í hjúkrunarfræði en það vex nú óðfluga og má vænta mikilla áhrifa þess á hjúkrunar- þjónustuna á íslandi í náinni framtíð. Árið 1995 birti Kristín Björnsdóttir grein í þessu tímariti undir heitinu Menntun hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar. Tel ég mig taka upp þráð- inn þar sem Kristín lét hann niður falla þó svo að hennar umfjöllun sé enn mikilvæg í umræðu um menntun hjúkr- unarfræðinga sem ég vona að haldi áfram að vera eitt af mikilvægustu umfjöllunarefnum hjúkrunarfræðinga. í upphafi vil ég leggja áherslu á að menntun hjúkrunar- fræðinga er á ábyrgð allra hjúkrunarfræðinga. Hver og einn hjúkrunarfræðingur er ekki einungis ábyrgur fyrir sí- og framhaldsmenntun sinni heldur hefur hann einnig hlutverk við að leiðbeina nemendum í hjúkrunarfræði. Sú leiðbein- ing getur verið með ýmsu móti, s.s. sem leiðbeinandi í klínísku námi, sem samstarfsmaður í sumarvinnu og sem þátttakandi í stefnumótun um menntunarmál. Þannig fer því fjarri að menntun hjúkrunarfræðinga fari einvörðungu fram í tilheyrandi menntastofnunum. Þáttur heilbrigðis- stofnana er gífurlega stór og hafa aðstæður á heilbrigðis- stofnunum mikil áhrif á það hvers konar hjúkrunarnám hægt er að veita. Mikilla breytinga er þar að vænta á næstu mánuðum og árum. Einnig er breytinga að vænta á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Mikilvægt er að reyna að átta sig á því hvað í vændum er á þessum vettvangi. Ég hef kosið að skipta umfjölluninni í þrjá hluta. Fyrst fjalla ég um það að starfa í síbreytilegum heimi, síðan um hjúkrunarfræðinga sem meðferðaraðila í Ijósi breyttra hlut- verka hjúkrunarfræðinga og að lokum um breyttar þarfir fyrir hjúkrun. Að starfa í síbreytilegum heimi Flestum er Ijóst að daglegt líf nútímamannsins krefst þess að geta sífellt tekist á við nýjar og breyttar aðstæður. Á það að sjálfsögðu einnig við um hjúkrunarfræðinga. Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á það í námsbraut í hjúkrunarfræði að búa nemendur undir að starfa við slíkar aðstæður. Miklar breytingar hafa orðið og eiga eftir að verða á störfum hjúkrunarfræðinga. Ný störf munu verða til á ólíkum starfsvettvangi sem útheimta sveigjanleika, fjöl- þætta þekkingu og færni. Hér er ekki einungis átt við þekkingu í hinum svokölluðu grunngreinum heldur hefur stöðugt verið lögð meiri áhersla á hjúkrunarfræðilega þekkingu eftir því sem sú þekking hefur vaxið. Á undanförnum áratugum hefur hjúkrunarfræðingum verið tamt að skilgreina hjúkrun með skírskotun til hins sérstaka hlutverks hjúkrunarfræðingsins við að hjálpa skjólstæðingum í öllu því sem stuðlar að heilbrigði og bata eða friðsælum dauðdaga, eins og Virginia Henderson lýsti því. Á síðustu árum hefur aukist áhersla á að skilja reynslu- heim sjúklings og bera virðingu fyrir þeirri merkingu sem hann leggur í líkama sinn, veikindi, líf, atburði og aðstæður (sjá t.d. Benner og Wrubel, 1989). Byggt er á forsendum sjúklingsins sjálfs og því sem skiptir hann máli. Síðan leitast hjúkrunarfræðingurinn við að mæta óskum og væntingum sjúklingsins til að lifa sem ánægjulegustu lífi á Helga Jónsdóttir lauk doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum í Minnesota árið 1994. Hún er dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og verkefnastjóri á Landspítala-Vífilsstöðum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000 145

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.