Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Síða 22
eigin forsendum. Hjúkrunarkenning Margaret Newman
(1986) er tengd þessum hugmyndum. Hún fjallar um
hlutverk hjúkrunarfræðingsins við að stuðla að auknum
þroska manneskjunnar. Einkum leggur Newman áherslu á
að líta á veikindi og áföll sem tækifæri til frekari þroska og
að hjúkrunarfræðingurinn geri það með því að stuðla að
auknum skilningi og innsæi einstaklingsins í eigið líf og
aðstæður.
Heildarhyggja er hugtak sem hjúkrunarfræðingum er
hugleikið. Heildarhyggja, eins og flestir líta á hugtakið,
vísar til þess að einstaklingurinn sé samsafn líffræðilegra,
sálfræðilegra, félagslegra og trúarlegra þátta sem hafa inn-
byrðis áhrif hver á annan (Cmich, 1984). Sjúkdómur getur
haft áhrif á alla þessa þætti og þessir þættir jafnframt haft
áhrif á það hvernig sjúkdómurinn birtist í lífi sjúklingsins. Til
að stuðla að raunverulegri vellíðan og bata er því nauð-
synlegt að líta á sjúklinginn sem fjölþætta heild um leið og
þeir þættir sem mestu máli skipta um vellíðan hans eru í
forgrunni. Fjölskylda sjúklingsins og sjúklingurinn eru jafn-
framt órofa heild og miklu skiptir að skýrt sé hvernig
fjölskyldan tengist hjúkrunarmeðferð sjúklingsins.
í námi hjúkrunarfræðinema er lögð áhersla á heildræna
hjúkrun. Nemendur annast lítinn hóp sjúklinga í einu, jafn-
vel bara einn sjúkling, og skipuleggja og framkvæma
hjúkrunina sjálfir að eins miklu leyti og mögulegt er þótt
þeir séu undir eftirliti. Nemendur einbeita sér að því að fá
heildarmynd af ástandi sjúklings, aðstæðum hans og að
kynnast honum sem persónu. Með því móti eiga þeir að
geta veitt sjúklingi og fjölskyldu hans heildræna, og þar
með einstaklingshæfða, hjúkrunarmeðferð og metið
árangur eigin framlags og annarra.
Sú þekking, sem hjúkrunarfræðingar afla sér í námi, er
afar mikilvæg en sífellt eru gerðar meiri kröfur um að þeir
bæti við þekkingu sína og þrói færni í starfi. Er það í takt við
sívaxandi þekkingu og örar breytingar á heilbrigðisþjónust-
unni. Upplýsingatækni nútímans hefur valdið straumhvörf-
um í möguleikum til þekkingaröflunar. Skipulögð þekkingar-
leit er óaðskiljanlegur hluti daglegra starfa hjúkrunarfræðinga
og mikilvægt að nemendur tileinki sér það viðhorf og temji
sér viðeigandi vinnubrögð. Hluti af skipulegri þekkingarleit er
að nýta fræðilega þekkingu markvisst í starfi. Vangaveltur
um meðferð og líðan sjúklinga í Ijósi fræðilegrar þekkingar
og reynslu þurfa að vera eðlilegur hluti af umræðum um
umönnun sjúklinga. Hér skortir oft fyrirmyndir en á þetta
atriði þarf að leggja meiri áherslu í klínísku námi á næstu
árum. Einnig þarf að finna leiðir til þess að nemendur geti
komið með nýjar rannsóknaniðurstöður og hugmyndir og
prófað þær við raunverulegar aðstæður. Þannig þarf að
finna betri farveg fyrir faglega umræðu nemendanna við
hjúkrunarfræðinga deildanna og kennarana þar sem nem-
endur geta viðrað hugmyndir og prófað sig áfram með
nýjungar í jákvæðu umhverfi. Ekki er síður mikilvægt að
nemendur kynnist rannsókna- og þróunarvinnu hjúkrunar-
146
fræðinga. Nær undantekningarlaust vekur slíkt eftirtekt og
áhuga nemendanna.
í klínísku námi er þegar mikil áhersla á að tengja fræði-
lega þekkingu við klínískan raunveruleika. Þetta er m.a.
gert með verkefnavinnu og samræðum kennara og nem-
enda. Vinnsla klínískra verkefna hefur einnig reynst
nemendum mikilvæg við að þjálfa sig í að útskýra og færa
rök fyrir hjúkrunarviðfangsefnum og þeirri meðferð sem
þeir telja sjúklingnum fyrir bestu. Töluvert hefur borið á því
að skilning skorti meðal hjúkrunarfræðinga á mikilvægi
klínískra verkefna. Hjúkrunarfræðingar hafa verið duglegir
við að taka undir með nemendum sem finnst verkefni
krefjandi og að allt of mikill tími fari í þau. Á þessu þarf að
gera bragarbót. Klínískt nám er ekki vinna í þeim skilningi
að þjálfa eingöngu ákveðin verk. Klínískt nám felur í sér
þjálfun í umönnun veikra sjúklinga. Hún krefst verulegrar
íhugunar og bollalegginga um m.a. þekkingarfræðileg
atriði og fer fram í samskiptum við sjúkling og fjölskyldu
hans ásamt því að vinna ákveðin verk. Því er réttara að
tala um klínískt nám í hjúkrunarfræði, ekki verkiegt. Með
þessu er ekki verið að gera lítið úr framkvæmd hjúkrunar-
aðgerða hvers konar. Hér er fyrst og fremst verið að reyna
að sporna við þeirri venju að skilgreina hjúkrun út frá þeim
verkum sem hjúkrunarfræðingurinn eða sjúkraliðinn vinna
út frá þeirra eigin forsendum. Ef nám er skilgreint út frá
þeim verkum sem vinna þarf fyrir sjúkiinginn er slíkt nám
miklu frekar í ætt við starfsnám en nám akademískrar
fagstéttar. Fagstétt byggir á fræðilegri þekkingu sem
mótast með reynslu og aukinni færni.
Töluvert hefur verið fjallað um íhugun (reflection) sem
aðferð til að takast á við ábyrgð í starfi og til að stuðla að
því að efla hjúkrunarfræðinga. Auk þess hefur verið fjallað
um íhugun í tengslum við beitingu fræðilegrar þekkingar við
klínískar aðstæður. íhugun byggist á því að nemandi/hjúkr-
unarfræðingur skoði raunveruleg atvik úr námi. Hann veltir
atvikinu fyrir sér, skoðar þær forsendur sem lágu að baki
tiltekinni ákvörðun, fræðilegar sem aðrar. Hann skoðar
hugsanir sínar og viðbrögð og viðbrögð annarra og athugar
hvaða þekkingu vantaði og hvað hefði mátt betur fara (sjá
Palmer, Burns og Buiman, 1994 og Powell, 1998). Við
íhugun getur náðst fram nýr skilningur á atvikinu og í
sumum tilvikum einnig aukinn sjálfsskilningur en það er gott
veganesti við áframhaldandi vinnu með einstaklingum sem
tengjast atvikinu og til að takast á við ókunnar aðstæður.
íhugun er nemendum sérstaklega mikilvæg í tilvikum sem
valda þeim hugarangri. Nemendur tala nú meira en áður
um að þeim finnist erfitt að horfa upp á og hjúkra mikið
veikum sjúklingum. Til að hjálpa nemendum að takast á við
slíkt með skipulegum hætti getur íhugun reynst árangursrík
og þarf að efla þann þátt námsins enn frekar.
í klínísku námi er afar mikilvægt að nemendur geti lært
af góðum fyrirmyndum. Það gera þeir með því að taka
þátt í umönnun sjúklings með hjúkrunarfræðingi sjúklings-
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 76. árg. 2000