Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Page 23
ins og ekki síður með því að ræða við hjúkrunarfræðinga um hvað þeir séu að hugsa þegar þeir meta sjúkling, safna upplýsingum, taka ákvarðanir og veita umönnun. Þá er ekki er síður mikilvægt að geta rætt við hjúkrunarfræð- inga eftir að ýmis atvik hafa átt sér stað um það hvers vegna þetta eða hitt gerðist og hvers vegna þeir gerðu, eða gerðu ekki, þetta eða hitt. í framtíðinni þarf að huga betur að því að nemendur vinni markvissar með þeim hjúkrunarfræðingum sem eru góðar fyrirmyndir. Fyrir- myndir í klínísku starfi geta skipt sköpum í námi og þarf að hlúa betur að þeim samskiptum. Samskipti við góðar fyrir- myndir skapa kjörinn vettvang til að miðla reynsluþekk- ingu. Hjúkrunarfræðingar hafa í auknum mæli lært að meta eigin reynsluþekkingu (Benner, 1984). Stór hluti reynsluþekkingar er eingöngu í munnlegri geymd og eru frásögur hjúkrunarfræðinga ómetanleg námstækifæri fyrir reynslulitla nemendur. Hjúkrunarfræðingar sem meðferðaraðilar Mjög margt knýr á um að skilgreina framlag hjúkrunar til velferðar skjólstæðinga með skýrari hætti en nú er. Ein af ástæðum þess er að nemendur þurfa að finna og skilja betur hlutverk sitt og framlag til heilbrigðisþjónustunnnar. Þá staðreynd, að hjúkrunarfræðingar vinna að töluverðu leyti enn á forsendum læknisfræðilegra gilda og oft sem aðstoðarmenn lækna, má líta á sem alþjóðlegt vandamál (sjá Pearson, 1998). Læknisfræðileg viðhorf eru ríkjandi og gildismat hjúkrunar á í vök að verjast. Þetta er að sjálf- sögðu viðfangsefni stéttarinnar allrar en þarf að taka á í sjálfu náminu. Ein af ástæðum þess að mikilvægt er að styðja nem- endur í að greina hið sérstaka framlag hjúkrunar til vel- ferðar sjúklings er að þeir geti unnið sem jafningjar annarra heilbrigðisstétta í teymisvinnu. Ljóst er að teymisvinna mun skipa æ stærri sess í heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Marit Kirkevold (1997) hefur fjallað um fræðileg skrif er varða hlutverk hjúkrunarfræðinga í teymisvinnu sem miðar að endurhæfingu fólks eftir heilablóðfall. Færa má rök fyrir því að sú umfjöllun hafi mun víðari skírskotun. Kirkevold bendir á að óljóst sé á hvern hátt hjúkrun stuðli að bata fólks sem fengið hefur heilablóðfall. Hins vegar er Ijóst að hún er afar mikilvæg. Algengt er að líta svo á að hlutverk hjúkrunarfræðinga felist í að samhæfa meðferð annarra heilbrigðisstétta, safna og miðla upplýsingum til annarra stétta, skapa gott andrúmsloft til að meðferð fái brautargengi og að hlaupa í skarðið fyrir hina þegar þá vantar. Kirkevold bendir á að til að sjúklingur njóti einnig hjúkrunar þurfi hin eiginlega hjúkrunarmeðferð að vera Ijós. Það gerir Kirkevold með því að vitna í eigin rannsókn þar sem fram kom að hið sérstaka hlutverk hjúkrunarfræðinga í bráðaendurhæfingu sjúklinga eftir heilablóðfall felist í athöfnum á fjórum sviðum: í fyrsta lagi að skýra og túlka upplýsingar og aðstæður en þetta felst einkum í að hjálpa Úr myndasafni Félags islenskra hjúkrunarfræðinga. sjúklingi og fjölskyldu hans að átta sig á hvað gerst hafi og hvað sé fram undan. í öðru lagi að hughreysta og styðja. Það felst m.a. í því að mynda traust tengsl við sjúkling og fjölskyldu hans og viðhalda von. í þriðja lagi að varðveita og viðhalda líkamsstarfseminni, fyrirbyggja fylgikvilla og mæta grunnþörfum. í fjórða lagi að samhæfa, en það vísar til þess að aðstoða sjúkling við að samþætta nýlærða færni við daglegt líf og sjá tilgang með því. Meðferðarsamband einkennist af vitsmunalegum og tilfinningalegum tengslum á milli hjúkrunarfræðings og skjólstæðings þar sem athyglin beinist að skjólstæðingn- um. Forsendur fyrir myndun meðferðarsambands eru að hjúkrunarfræðingur og skjólstæðingur treysti, viðurkenni og virði hvort annað og að hjúkrunarfræðingur ali önn fyrir, vilji og geti hjálpað skjólstæðingi. Myndun meðferðar- sambands á þessum forsendum vísar til siðferðilegrar hugsjónar fremur en að tileinka sér ákveðna hegðun og tækni í samskiptum (Gadow, 1985). Þessari siðferðilegu hugsjón er ætlað að hvetja til varðveislu og verndunar mannlegrar reisnar. Til að hjúkrunarfræðingurinn verði betri „meðferðaraðili" þarf hann að líta í eigin barm, kanna eigin persónu og hegðun jafnframt því að bæta við þekkingu sína í fræð- unum. Hjúkrunarfræðingurinn er helsta meðferðartækið og þannig er það lykilatriði meðferðarsambands hvernig hann kemur fyrir, hvaða áhrif hann hefur á sjúkling og fjölskyldu sem manneskja. Hann þarf að þekkja sjálfan sig og við- brögð sín og reyna að gera sér grein fyrir gildismati sínu. Hjúkrunarfræðingurinn er tilfinningavera eins og sjúklingur- inn og þarf að skoða sjálfan sig í Ijósi þess. Markmið hjúkrunarmeðferðar er með einum eða öðrum hætti bætt líðan, viðhald heildleika og aukinn þroski sjúklingsins (Newman, 1986). Til að stuðla að bættri líðan annarra þarf hjúkrunarfræðingurinn að huga að sjálfum sér sem einstaklingi og hvernig hann ræktar sjálfan sig. (Wells- Federman, 1996). Auk þess að gera sér grein fyrir sjálfum 147 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.