Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Síða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Síða 35
„Brýnasta verkefni komandi ára eru meðferðarrannsóknir“ Ingalill Rahm Hallberg er prófessor í umhyggjuvísindum við háskólann í Lundi og forstöðumaður Centre of Caring Sciences. Rannsóknir, sem stundaðar eru við þessa stofnun, beinast fyrst og fremst að öldruðum, umönnunar- þörfum þeirra og þjónustu sem öldruðum er veitt. í fyrirlestri sínum á WENR fjallaði hún um hjúkrun sem byggð er á rannsóknum eða „evidence based nursing". Hugtakið sagði hún ekki vera jafnskýrt og margir teldu. Hún hóf fyrirlestur sinn með því að útskýra hvað átt væri við með því og sagði brýnustu verkefni komandi ára vera að sinna meðferðarrannsóknum. Þá fjallaði hún um meginþætti í þróun kenninga og hvort næg þekking væri fyrir hendi til að stunda hjúkrun byggða á rannsóknum. „Við erum aðallega að glíma við tvö vandamál, annars vegar rannsóknir almennt, en þar er aðalvandamálið að margar rannsóknir eru staðbundnar og því ekki alltaf hægt að alhæfa út frá þeirn," sagði hún í spjalli við ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga að fyrirlestrinum loknum. Þannig væri ekki hægt að bera saman rannsóknarniður- stöður ýmissa sambærilegra rannsókna né tengja rann- sóknarniðurstöður saman í eina heild. „Oft er einnig um sjaldgæfa sjúkdóma að ræða og því er sjúklingahópurinn mjög fámennur og aðstæður sérstakar og í fámennu landi eins og Svíþjóð, ég tala nú ekki um á íslandi, er erfitt að bera rannsóknarniðurstöður saman og fá nógu stórt úrtak þannig að niðurstöðurnar verði marktækar." Hitt vandamálið varðandi rannsóknir sagði hún felast í því að þegar rannsóknir beinast að einu tilteknu sviði, svo sem verkjum eða uppköstum, væru aðstæður sjúklingsins oft mun flóknari en það litla svið sem rannsakað er. „Við verðum að finna aðferðir til að rannsaka flóknar aðstæður og reyna að skilja aðstæður sjúklingsins í heild fremur en hið einstaka vandamál sem er verið að skoða, verðum að finna leiðir til að skilja samband milli þreytu og næringar og þreytu og uppkasta. Ég er þó ekki að segja að við höfum ekki unnið vel, heldur er ég að reyna að segja á hvað við verðum að leggja áherslu í framtíðinni til að efla þekking- una sem mest.“ Nauðsynlegt að tengja saman rannsóknarniðurstöður Annað vandamál sagði hún tengjast eigindlegum rann- sóknum. „Það er tilhneiging í hjúkrun að nota eigindlegar rannsóknaraðferðir en þær auka ekki alltaf þekkingu. Stundum held ég að við séum að gera slíkar rannsóknir „Við verðum að leggja áherslu á það í framtíðinni að efla þekkinguna sem mest, “ segir Ingalill Rahm Hallberg. þegar það er ekki nauðsynlegt, þ.e. við erum ekki að bæta við þá þekkingu sem fyrir er. Við erum eiginlega að nota krafta okkar til að finna upp hjólið aftur. Sú þekking, sem kemur í kjölfar margra slíkra rannsókna, var þegar fyrir hendi fyrir 20-30 árum en við höfum ekki notað hana, við höfum tilhneigingu til að byrja aftur frá grunni. Það er eitt af vandamálunum við eigindlegar rannsóknir en það er þó ekki aðalvandamálið. Aðalvandamálið við eigindlegar rannsóknir er að út frá þeim er í besta falli hægt að búa til kenningar. Margar rannsóknanna fjalla t.d. um lífsgæði en enginn reynir að tengja þessar rannsóknir saman svo úr þeim verði heildarmynd. Hér á ráðstefnunni eru t.d. 50 rannsóknir þar sem fjallað er um umhyggju og hvaða máli hún skipti en hvað getum við lært af þessum 50 rannsóknum?" Ingalill segir nauðsynlegt að tengja saman þær rann- sóknir sem þegar hafa verið unnar svo hægt sé að komast á annað stig rannsókna. „Við verðum að móta aðferðir til að tengja þessar rannsóknir saman þannig að við getum byggt á þeim, það er mjög mikilvægt fyrir okkur. Það er ekki hægt að alhæfa frá eigindlegri rannsókn, t.d. viðtölum við níu einstaklinga, varðandi hjúkrun almennt. Það er heldur ekki réttlátt. Það er of einfalt, ef það væri hægt væri engin dýpt í rannsókninni. Það er meginverkefni okkar á 21. öldinni að vinna úr þeim upplýsingum sem eru fyrir hendi og hætta að endurtaka rannsóknirnar.“ Hún segir rannsakendur stundum endurtaka rann- sóknir þar sem þeir séu svo uppteknir af eigin hugmyndum að þeir líti ekki á hvað aðrir hafa gert á undan þeim. „Fyrir 15-20 árum fóru rannsakendur vel í gegnum 159 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.