Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 37
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur: Hjúkrunarfræðingar, á ég að nýta mér trúnaðarmanninn? ( nýjasta hefti tímarits Bandalags háskólamanna, BHM-tíðindum 2. tbl., skrifar Páll Halldórsson grein er ber heitið „Hlutverk trúnaðarmanna". Tilgangur þessarar greinar er að árétta enn frekar það sem fram kemur í grein Páls en út frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræð- ingar sem láta sig varða málefni trúnaðarmanna og réttindi á vinnumarkaði eru eindregið hvattir til að lesa grein Páls Halldórssonar. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti 3. júní 1994 starfsreglur trúnaðarmanna. Þær skiptast í 5 meginkafla sem eru: skipan og kosning trúnaðarmanna, hlutverk trúnaðarmanna, skyldur Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga gagnvart trúnaðarmönnum félagsins, skyld- ur trúnaðarmanna og réttindi þeirra gagnvart vinnuveit- anda. Starfsreglur trúnaðarmanna eru byggðar á lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og birtast í heilu lagi í handbók Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Skipan og kosning trúnaðarmanna Trúnaðarmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eiga samkvæmt starfsreglunum að vera starfandi innan hverrar svæðisdeildar, á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Aðalreglan er sú að trúnaðar- maður sé kjörinn á vinnustað þar sem eru a.m.k. fimm starfsmenn. Þá má einnig kjósa trúnaðarmann fyrir ákveðið félagasvæði ef ekki er unnt að uppfylla ákvæðin um lágmarksfjölda félagsmanna. Einnig mega einstakar svæðisdeildir skipa trúnaðarráð sem þjóni þeim stofnun- um sem ekki ná að uppfylla ákvæði um lágmarksfjölda Hjúkrunarfræðingar, munið mikilvægi þess að tilkynna nöfn kjörinna trúnaðarmanna til stjórnar svæðisdeildar og skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þessi áminning er mjög brýn þar sem skrifstofu félagsins ber að tilkynna nöfn kjörinna trúnaðarmanna til viðkomandi stofnana. Stofnanir verða að hafa rétt nöfn trúnaðar- manna til að laun þeirra verði ekki skert þegar þeir sækja þing, fundi, ráðstefnur eða námskeið á vegum félagsins, t.d. vegna komandi kjarasamningsviðræðna. félagsmanna. Mjög mikilvægt er að farið sé eftir þessum ákvæðum og að þeir hjúkrunarfræðingar, sem starfa á stofnunum sem ekki ná að uppfylla lágmarksfjölda félags- manna, hafi trúnaðarmann. Samkvæmt félagaskrá í dag eru starfandi 106 trún- aðarmenn á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, þar af 74 í Reykjavík og nágrenni. Hlutverk trúnaðarmanna Hlutverk trúnaðarmanna er stórt og mikilvægt og nauð- synlegt að hjúkrunarfræðingar geri sér grein fyrir störfum þeirra og skyldum. í starfsreglum trúnaðarmanna eru eftir- talin hlutverk og skyldur tilgreindar: 2.1 Trúnaðarmaður starfi sem tengiliður milli félags- manna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og forráða- manna stofnana annars vegar og milli félagsmanna og stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga/svæðisdeildar hins vegar. 2.2 Trúnaðarmaður leitist við að eiga góð tengsl við þá sem hann þarf að eiga samskipti við og stuðli að sáttum þegar til ágreinings kemur. 4.1 Trúnaðarmanni ber að standa vörð um réttindi og skyldur félagsmanna. 4.2 Trúnaðarmanni ber skylda til að kynna sér ítarlega kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Honum ber að upplýsa félagsmenn um ný og breytt kjaraatriði og fylgjast með að réttindi og skyldur félagsmanna og stofnana séu virtar. 4.3 Trúnaðarmanni ber að taka við kvörtunum og fyrir- spurnum félagsmanna og rannsaka efni þeirra og krefja vinnuveitanda um lagfæringu ef þess gerist þörf. Kynna skal stjórn félagsins slík mál. 4.4 Trúnaðarmanni ber að fylgjast með þegar nýir félagsmenn ráða sig á stofnunina/svæðið og kynna þeim hver sé þeirra trúnaðarmaður. Einnig skal hann kynna þeim helstu atriði kjarasamninga og sérstök kjör á stofnuninni. 4.5 Trúnaðarmanni ber að standa fyrir vinnustaðafundi um sérstök málefni ef viðkomandi svæðisdeild eða einstakir félagsmenn óska þess. Fundargerðabók skal þá haldin. 4.6 Trúnaðarmanni ber að kynna félagsmönnum stöðu samningamála þegar tilefni er tii, annast fundarboð, sjá um atkvæðagreiðslu í félaginu á viðkomandi vinnustað eða svæði og annast önnur trúnaðarstörf á vegum félagsins sem stjórn félagsins felur trúnaðarmanni hverju sinni. 161 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.