Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Síða 40
-HiMð kjúkv'unAv'fv'^ðinMAr um sameíníngu sjúkrahúsanna? Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir Ragnheiði Alfreðs- dóttur, deildarstjóra gjörgæslu Landspítala við Hringbraut, og Ingibjörgu Hauksdóttur, deildarstjóra A-4 í Fossvogi. 1. Hvernig líst þér á sameiningu sjúkrahúsanna? 2. Telur þú að sameiningin muni hafa einhver áhrif á starf þitt? 3. Telur þú að sameiningin eigi eftir að hafa áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar? 4. Telur þú sameininguna leiða af sér aukna hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins? Ragnheiður Alfreðsdóttir, deildarstjóri gjörgæslu Landspítala við Hringbraut -4 Mér líst vel á sameiningu sjúkra- húsanna. Það á þó alveg eftir að koma í Ijós hvernig sameiningin þróast og hvaða jákvæðu og neikvæðu þætti hún á eftir að hafa í för með sér. Ég tel að með sameiningunni geti orðið faglegur ávinningur en áríðandi að henni sé fylgt vel eftir, t.d. með því að stefna að því að byggja eitt sjúkrahús, þ.e. sameina sjúkrahúsin undir einu þaki. Með því munu sérhæfðar deildir, eins og t.d. gjör- gæsla nýtast betur, bæði hvað varðar starfsfólk, þekkingu, reynslu, húsnæði og tæki. Hvað varðar stjórnun þá vænti ég þess að boðleiðir verði greiðari og skiivirkari og að pýramídinn fletjist út. Þó á ég von á að samstarf aukist. Við hér á gjörgæslu Land- spítala erum til dæmis þegar farin að ræða við starfsfólk gjörgæslu í Fossvogi um samstarf í fræðslumálum og símenntun. Ég sé einnig fyrir mér að hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga á, geti tímabundið farið í kynningu á aðra deild og fái með því tilbreytingu í starfi, aukna reynslu og þekkingu. Auk þess gæti viðkomandi miðlað deild sinni af nýrri reynslu og þekkingu. Að lokum vænti ég að launamál skýrist og að framgangskerfið verði réttlátara á milli sjúkrahúsanna en það tel ég mjög brýnt. Það er mjög erfitt að sjá nú hvaða áhrif sameiningin mun hafa. Þó sé ég fyrir mér aukið samstarf, hraðari 164 þróun í fjölmörgum málum, svo sem gæðamálum, sjúkra- skráningu, nýju vaktaskýrslukerfi o.s.frv. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna þess að skortur á starfsfólki leyfir ekki að þeim sé sinnt. Ef kraftar starfsfólks spítalanna eru sameinaðir eru meiri líkur á að það geti farið að sinna fleiru en daglegum verkum. Ég óttast þó að yfirstjórnendur kunni að fjarlægjast starfsfólkið á gólfinu en það teldi ég mjög slæmt. Það þarf þó ekki að gerast ef vilji yfirstjórnar er fyrir því að láta stærð spítalans ekki koma í veg fyrir náin samskipti milli yfirmanna og undirmanna. 3Ég er jákvæð og vona að fjárveitingar til gæðamála verði auknar og meiri tíma varið í þau. Aukin sam- vinna ætti auk þess að bæta gæði heilbrigðisþjónustunnar. Þetta stjórnast af því hvernig haldið verður á málum og hver viljinn er. Hins vegar tel ég ekki að spítalinn sé orðinn það stór að hætta sé á því að gæðin minnki. En þetta er eitt af því sem tíminn mun leiða í Ijós. 4Eins og ég hef þegar nefnt á ég frekar von á því að sameiningin stuðli að hagræðingu. Á þessu stigi málsins er þó eingöngu hægt að spá og spekúlera. Sameiningu sjúkrahúsanna tel ég vera þátt í því að auka hagræðingu. Húsnæði spítalans í dag skapar óhagræð- ingu í rekstri af ýmsum ástæðum, meðal annars þeim sem ég hef þegar nefnt. Auk þess er þjónustan að breytast og ástand þeirra sjúklinga, sem nýta sér þjónustuna, er að breytast og því er nauðsynlegt að starfsemin öll fylgi með. Ingibjörg Hauksdóttir, deildarstjóri A-4 í Fossvogi H Ég hef verið fylgjandi samein- I ingu sjúkrahúsanna og haft þá trú að hún komi skjólstæðingum okkar til góða, en það byggist þó á því að réttar ákvarðanir verði teknar. T.d. tel ég það ranga ákvörðun að þyrja á því að sameina „æðakírúrgíuna”. Réttara hefði verið að taka fyrst ákvarð- anir um stærri sérgreinar, t.d. bæklunar- og krabbameins- deildirnar. Annars hefði ég viljað sjá metnaðarfulla fram- tíðarsýn í sjúkrahúsþjónustu í landinu, t.d. með því að gera Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.