Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 7
RITSTJORASPJALL HVERS VEGNA HJÚKRUN? Hefur þú íhugað það nýlega af hverju þú fórst í hjúkrun? Það var væntanlega ekki til þess að verða ríkur. Hjúkrunarfræðingar munu seint tilheyra þeim samfélagshópi sem getur safnað auði. Það kemur samt ekki í veg fyrir það að stunduð er öflug kjarabarátta og notuð öll rök og öll samningatækni, sem okkur dettur í hug, til þess að hækka laun og bæta kjör okkar. Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga renna út í vor og eins og kemur fram í blaðinu er nú tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga að styðja við þær samningaviðræður sem eru fram undan. En peningar eru ekki öll lífsins gæði, það vissum við þegar við völdum þetta starf og það er einmitt þess vegna sem við erum í hjúkrun. Það er mikilsvert framlag til samfélagsins að aðstoða þá sem eru veikir og barnshafandi og að taka þátt í að fyrirbyggja slys og veikindi. Slík aðstoð hefur tekið miklum framförum síðastliðna öld og margir hafa Christer Magnusson |agt sitt af mörkum eins og kemur fram í hjúkrunarsögunni. í þessu tölublaði byrjar ný greinaröð um sögu hjúkrunar sem er útdráttur úr bók um sögu hjúkrunar á íslandi sem er væntanleg 2009. Fyrsta greinin fjallar um Harriet Kjær, fyrsta formann Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. Hjúkrun er í dag orðin að faggrein og fræðigrein og við erum öll fagmenn. Að vera fagmaður felur í sér að taka ábyrgð á og stuðla að veg og vanda hjúkrunar. Það er margt sem hver og einn getur gert til þess. Ég vil nefna þrjú atriði. Hver hjúkrunarfræðingur getur lagt sig fram um að gera eitthvað í hverri viku til þess að verða betri hjúkrunarfræðingur. Það getur verið að lesa fræðigrein eða fræðslugrein, leita að gagnreyndri þekkingu vegna ákveðins vandamáls, ígrunda meðferð sjúklings eða leita ráða hjá reyndari hjúkrunarfræðingi. í grein um starfsþróun í blaðinu kemur fram að þó að það sé á ábyrgð vinnuveitanda að búa til aðstæður þar sem starfsþróun getur átt sér stað, þá er það á ábyrgð hvers og eins að hafa frumkvæði að því að bæta sig í starfi. Allir geta forðast að nota orðið „hjúkka". Það er algengt í íslensku að búa til slík orð, eins og til dæmis strætó og kani, þannig að það er skiljanlegt að þetta orð sé til. í mínum huga er það ekki bara Ijótt, það er stéttinni til minnkunar. Það er ekki orð sem fagmaður notar til að lýsa sjálfum sér. HverogeinngeturtekiðþáttíaðgeraTímarithjúkrunarfræðinga að frábæru málgagni hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra. Athugasemdir og hugmyndir eru velkomnar. Allt efni er velkomið hvort sem það er fræðigrein sem er afrakstur margra ára rannsóknarvinnu, smáfrétt eða eitthvað þar á milli. Síminn er 540 6405 og tölvupóstfangið er hjukrun@hjukrun.is. URTASMIÐJAN Græðismyrsl úr vallhumli, hajþyrni, lofnarhlómi og fleiri jurtum Hefur reynst undravel sem brunaáburður, einnig á sár, ör, þurrkbletti, exem, psoriasis, sólbruna, sólexem og gyllinæð. Sviða og kláðastillandi. Helstu sölustaðir: Reykjavík: Garðheimar, Lytja Heilsuhúsin, Maöur lifandi, Yggdrasijl. Hafnarfjörður: Fjaröarkaup, Heilsuþúdin. Borgarnes: Landnámssetriö. Akranes: Nýja Apotekiö, Apotek Lyfogheilsa. Selfoss: Lyíja Heilsuhúsid. Hveragerði: Hejjsubúöin HNLFÍ. Solheimar: Vala. Vík: Víkurpijón. Vopnafjörður: Lyfsalan. Akureyri: Heilsuhornið, Apotekarinn, lilómaval. Sala og dreifing: Urtasmiðjan, Svalbarðsströnd, sími 462 4769 gigja@urtasmidjan.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.