Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Page 13
Gerö var eftirfarandi framkvæmdaáætlun: • Stofna þverfaglegan vinnuhóp. • Forgangsraða efni til að hafa á sam- skiptaspjöldunum. • Fá læknisfræðilegan teiknara til starfa. • Forprófa á ákveðnum deildum. • Meta niðurstöður og ganga frá spjöld- unum til prentunar. í vinnuhópnum átti sæti starfsfólk úr ýmsum stéttum spítalans frá sjö mismunandi deildum. Voru allir mjög fúsir til samvinnu og fannst verkefnið brýnt. Vinnan hófst af alvöru um haustið, gögn voru rýnd og hugmyndafræðin rædd. Flver og einn kannaði þörfina á sinni deild og kom með tillögur um það sem kæmi þeirra sjúklingum best. Fljótlega kom í Ijós að teikningar eingöngu væru ekki ákjósanlegasti kosturinn heldur kæmu Ijósmyndir oft að betri notum, m.a. vegna þess að ýmsir sjúklingahópar ættu auðveldara með að áttá sig á Ijósmyndum en teikningum. Var ákveðið að fá Ijósmyndara LSFI til að vinna með okkur og taka myndir þar sem því yrði við komið en fá teiknarann til að teikna það sem erfiðara væri að sýna á Ijósmynd, t.d. margs konar líðan og ýmsar rannsóknir. Við skiptum bókinni í kafla eftir efni og gerðum lista yfir þau atriði sem starfsfólk taldi brýnast. Síðan var rætt við Ijósmyndarann, Inger H. Bóasson, og teiknarann, Hjördísi Bjartmars Arnar- dóttur. Voru þær báðar mjög áhugasamar og gekk samvinnan eins og best varð á kosið. Myndunum var síðan raðað eftir efnisköflum og Agnes Vilhelmsdóttir, hönnuður spítalans, setti bókina upp og bjó hana til prentunar. Þegar fram í sótti vildum við finna nafn á bókinasem væri gegnsætt og þjált átungu. Við leituðum hugmynda víða, m.a. hjá íslenskri málstöð, hjá íslenskufræðingum við Kennaraháskólann, hjá samstarfsfólki sem og vinum og ættingjum. Niðurstaða hópsins varð Mál í myndum. Bókin er 20x20 cm að stærð, 35 síður með sex til níu myndum á hverri síðu. Efnisþættir eru: U'ðan Lyf og rannsóknir Matur Athafnir daglegs lífs Fatnaður Meðganga, fæðing, sængurlega Stuttur orðalisti á ýmsum tungumálum með nauðsynlegustu orðum að mati starfsfólks Stafrófið Klukkan Hver efnisþáttur er merktur með ákveðnum lit þannig að fljótlegt sé að finna það sem leitað er að. Blaðsíðurnar eru plasthúðaðar þannig að auðveldlega má þvo þær eða spritta að notkun lokinni. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.