Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Síða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Síða 14
Gluggar og Ijósapera = Athafnir daglegs Iffs Forprófun hófst í júní 2007 á sjö deildum og voru forprentuð til hennar 30 eintök. Ákveðið hafði verið að setja tvö eintök af bókinni, auk Ijósrits af henni til að skrifa athugasemdir á, inn á þær deildir sem tóku þátt í forprófun. Eindregnar óskir bárust frá fleiri deildum um að fá að taka þátt í prófuninni og var ákveðið að verða við þeim óskum. Forprófunin stóð yfir í sumar sem er að sumu leyti óheppilegur tími vegna sumarleyfa og lokunar deilda. Þess vegna var ákveðið að lengja tímann fram í miðjan október. Almennt var starfsfólk ánægt með bókina og fengum við margar gagnlegar athugasemdir og ábendingar úr forprófun bókarinnar. Nú er verið að taka tillit til athugasemda eftir því sem hægt er og bæta við Ijósmyndum og orðum í orðalistann. Bókin fer á allar deildir Landspítala og hægt verður að kaupa fleiri eintök frá birgðastöð spítalans ef þurfa þykir. Jafnframt verða myndirnar settar á myndveitu spítalans þannig að hægt sé að ná í myndir eftir þörfum. Stefnt er að því að þetta verði komið í gagnið um miðjan desember. Það er vert að leggja á það ríka áherslu að hjálpartæki eins og bókin Mál í myndum Sprautur og pípur = Lyf og rannsóknir verður gagnslaust nema fólkið, sem sinnir þeim sem þurfa á samskiptaaðstoð að halda, hjálpi til við að nýta bókina. Það skiptir miklu máli að allir sem ætla að nota bókina séu meðvitaðir um hvað er í henni og hvernig henni er skipt í kafla. Verja þarf tíma í að fletta bókinni og leggja beinlínis á minnið hvað er að finna í henni. Þetta á við um bæði heilbrigðisstarfsfólk og aðstandendur. Aðstandendur samskiptabókarinnar Mál í myndum gera sér grein fyrir því að bók sem þessi leysir ekki vandann nema að takmörkuðu leyti en vonast þó til að hún komi að notum sem víðast þar sem boðskipti eru erfið. Verkefnið fékk styrk sem veittur var til klínískra gæðaverkefna á Landspítala. Vinnuhópnum, sem vann að bókinni, er þökkuð sérlega ánægjuleg og gefandi samvinna. í hópnum átti sæti starfsfólk úr ýmsum stéttum spítalans: Kolbrún Héðinsdóttir iðjuþjálfi, endurhæfingarsviði Marianne Klinke hjúkrunarfræðingur, taugalækningadeild B-2 Jónína Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur, smitsjúkdómadeild A-7 Jón Símon Gunnarsson sjúkraliði, smitsjúkdómadeild A-7 Elín K. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, vöknun, Fossvogi Dröfn Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, gjörgæslu, Fossvogi Gunnar Skúli Ármannsson svæfingalæknir, gjörgæslu, Hringbraut Helga Hlín Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, heila-, tauga- og æðaskurðdeild B-6 Tinna Jónsdóttir aðstoðardeildarstjóri, sængurkvennadeild 22A Starfsfólki á hinum ýmsu deildum Landspítala er þökkuð samvinna við forprófun og góðar ábendingar. Auðnu Ágústsdóttur, verkefnastjóra á kennslu- og fræðasviði LSH, eru þakkaðar góðar ábendingar og stuðningur við vinnslu greinarinnar. Heimildaskrá Dowse, R. og Ehlers, M.S. (2001). The evaluation of pharmaceutical pictograms in a low-literate South African population. Patient Education and Counseling, 45, 87-99. Dowse, R. og Ehlers, M.S. (2005). Medicine labels incorporating pictograms: do they influ- ence understanding and adherance? Patient Education and Counseling, 58, 63-70 Mansoor, L.E. og Dowse, R. (2003). Effects of pictograms on readability of patient information materials. The Annals of Pharmacotherapy, 37, 1003-9. Porter, S. (2006). Finding solutions to language barriers: Initiative creates universal health care symbols. http://www.aafp.org/x41480.xml. 12 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.