Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 22
Tafla 1. Tilgangurinn með framgangskerfum og starfsþróun Framgangskerfi Starfsþróun • Að ákveða laun • Að minnka starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga • Að auka gæði þjónustunnar • Að auka framleiðni • Að laða að og halda í reynda og færa hjúkrunarfræðinga • Að greina á milli færnistiga • Að halda uppi ákveðnum gæðastaðli byggðum á gagnreyndri þekkingu • Að skilgreina, efla og styðja við faglega hjúkrun • Að viðurkenna og verðlauna fyrir góða frammistöðu • Að hvetja hjúkrunarfræðinga til að þróa sig í starfi • Að auka starfsónægju • Að auka sjúklingaánægju • Að ýta undir hagkvæmni • Að fjölga færum hjúkrunarfræðingum • Að greina og þjálfa leiðtoga í klínískri hjúkrun • Að skerpa sýn hjúkrunar • Að sinna ófullnægðum þörfum hjúkrunarfræðinga (Campbell og Mackay, 2001; O’Hara o.fl., 2003; Steaban o.fl., 2003). Að vera fyrirmyndarsjúkrahús Að samræma sýn og stefnu starfsmanna sýn og stefnu stofnunar Að fá fleiri til starfa og halda í hjúkrunarfræðinga Að framfylgja stefnu yfirvalda Að auka starfsánægju Að auka tryggð hjúkrunarfræðinga við stofnun Að efla sjálfstæði og sjálfsstjórn í starfi Að fækka fjarvistum Að fjárfesta í hjúkrunarfræðingum sem þekkingarstarfsmönnum Að auka víðsýni og innsýn í aðra þætti þjónustunnar Að veita umbun Að bæta eða viðhalda gæðum þjónustunnar (Campbell og Mackay, 2001; Carroll og Austin, 2004; Considine og Hood, 2004; Hall o.fl., 2004; Ingersoll o.fl., 2002; Murphy o.fl., 2004). stig, sem eftir stóðu, eru: 1. byrjandi, 2. fær um að hjúkra bráðveikum, 3. aukín klínísk færni og forysta á deíld og 4. færni nýtist þvert á deildir eða einingar. The Vanderbílt Professional Nursing Practice Program (VPNPP) er bandarískt framgangskerfi þar sem færnistigin eru fjögur (Robinson o.fl., 2003). Mat er framkvæmt árlega og sett inn í tölvugrunn sem reiknar út stig. Kerfið er pappírslaust. Færnistig VPNPP-kerfisins eru: 1. nýliði, 2. fær, 3. færari, 4. færastur. Nýliðinn er hjúkrunarfræðingur á fyrsta starfsári og því byrjandi sem gæti þurft aðstoð og ráð hjá reyndari hjúkrunarfræðingum. Fær hjúkrunarfræðingur er sá sem hefur náð tökum á tæknilegum þáttum, sýnir samfellu í starfi og sjálfstæði og er fær um að laga hjúkrun að einstaklingnum og forgangsraða verkefnum. Færari hjúkrunarfræðingur er sá sem hefur dýpri þekkíngu á hjúkrun, sér fyrir, greinir víðfangsefnin á gagnrýninn hátt, er góð fyrirmynd og gefur ráð. Hjá færasta hjúkrunarfærðingi er vírknin byggð á ínnsæi, hann er sérfróður, hefur frumkvæðí, er ráðgjafi og leiðtogi. Matskerfi VPNPP byggist ástarfslýsingumfyrirhvertfærnistighjúkrunar sem öll snúast um sex grundvallarþætti. Þessir grundvallarþættir eru: að setja fram og framfylgja hjúkrunaráætlun, hafa samfellu í hjúkrunaráætlun (útskriftaráætlun eða tilfærsla á næsta umönnunarstig), kenna sjúklingum og fjölskyldum, leysa viðfangsefni, sinna samskiptum og vinna með öðrum og stunda símenntun (O’Hara o.fl., 2003). Sums staðar eru aðskilin framgangskerfi fyrir hjúkrunarfræðinga með grunnnám eingöngu og þá sem eru með framhalds- menntum. Dæmi um slíkt eru framgangs- kerfi háskólaheilbrigðisstofnana í Virginíu í Bandaríkjunum. Þar eru fjögur grunn- Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 færnistig og þrjú æðri færnistig þar sem krafist er meistaragráðu (The clinical career ladder for UVAHS professional nurses, 2003). Framgangskerfi felast í því að færni og þekking hjúkrunarfræðinga eru metin á ákveðinn hátt og er þá talað um framgangsmat. Framgangsmat virðist byggjast á skríflegum matstækjum þar sem fyllt er út í ákveðinn matskvarða, viðtölum og/eða gögnum sem lögð eru fram í möppu hjúkrunarfræðingsins (Carryer o.fl., 2002; Goodrich og Ward, 2004; Krugman o.fl., 2000). Orðið mappa er hér notað sem þýðing á enska orðínu portfolio. Oermann (2002) lýsir möppugerð og notkun þeirra. Hún segir möppur geta verið tvenns konar, þ.e. ein mappa fyrir best unnu störfín (e. best work) og sé hún góð fyrir framgangsmat og því um líkt og önnur mappa fyrir framfarir og vöxt í starfi (e. growth and development) og sé hún fyrir hjúkrunarfræðinginn sjálfan til að fylgjast með eigin starfsþróun. Víða er hvatt til þess að hjúkrunarfræðingar safni í möppu ýmsum skjölum, s.s. starfsferilskrá, skrá yfir faglega virkni, dæmum um hjúkrunarskráningu, mati deildarstjóra á störfum og færni hjúkrunarfræðingsins, skriflegum rökum hans um ákveðna færni, jafningjamati, meðmælabréfum, dæmum um atriði þar sem framlag hjúkrunarfræðingsins hefur skipt verulegu máli.sjálfsmatihjúkrunarfræðíngsinsáeigin kostum og því sem hjúkrunarfræðingurinn ætlar að bæta sig í og skírteinum sem hjúkrunarfræðingurinn hefur hlotið fyrir endurmenntun, símenntun og formlega menntun. Tengsl framgangskerfa og starfsþróunar Starfsþróun tengist framgangskerfum þannig að ekkert framgangskerfi er án starfsþróunar, en starfsþróun getur náð út fyrir klínískt framgangskerfi. Hvernig tengslin eru svo í hverju tilviki fyrir sig er útfærsluatriði á hverri stofnun og ræðst helst af tilganginum með hvoru um sig. Tilgangurinn með framgangskerfum og starfsþróun er sýndur í töflu 1. Þar má sjá að tilgangurinn með framgangaskerfum og tilgangurinn með starfsþróun er býsna líkur og f mörgum tilvikum sá

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.