Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Page 23
FRÆÐSLUGREIN
Mynd 1. Dæmi um tengsl framgangskerfis og starfsþrounar
sami. Framgangskerfi fela í raun í sér
starfsþróun þar sem ekki verður komist
af lægra færnistigi upp á hærra færnistig
án þess að þróun í starfi eigi sér stað. Sú
þróun getur orðið vegna náms eða reynslu
eða hvors tveggja.
Starfsþróun er ferli en framgangskerfi er
matstæki til að meta stöðu mála og máta
inn í ákveðið form eða stigun sem eru
starfslýsingar hjúkrunarfræðinga. Hvort
tveggja getur nýst sem stjórntæki. Markviss
starfsþróun er val en framgangskerfi
sjaldnar.
Vegna eðlis uppbyggingar framgangskerfa
hjúkrunarfræðinga má nota þau sem
starfsþróunaraðferð og sem stjórntæki
til að ná árangri á ákveðnum sviðum
þjónustunnar. Framgangskerfi og
starfsþróun eru til þess fallin að hvetja
hjúkrunarfræðínga til þess að setja sér
markmið sem samrýmast markmiðum og
stefnu stofnunarinnar. Þannig ættu báðir
aðilar að njóta góðs af, þ.e. viðkomandi
hjúkrunarfræðingur og stofnunin.
Hér á landi nota stofnanir framgangskerfi
til að ákvarða laun allra sinna hjúkrunar-
fræðinga og Ijósmæðra eða ekki,
þannig að ekki er um val að ræða innan
stofnunar. Þar sem hjúkrunarfræðingar
eiga kost á framgangskerfi virðist innri
hvöt helsta ástæðan fyrir notkun kerfisins
og því færari sem hjúkrunarfræðingarnir
eru því meiri hag sjá þeir í framgangskerfi
(Bjork o.fl., 2007). Niðurstöður rannsókna
í Noregi og Bandaríkjunum á gagnsemi
framgangskerfa benda til þess að þau
gefi hjúkrunarfræðingum meiri tækifæri
til að nýta þekkingu sína og færni, auki
starfsánægju, minnki starfsmannaveltu
og dragi úr kostnaði (Bjork o.fl., 2007;
Drenkard og Swartwout, 2005).
Nýta má tengsl framgangskerfa og
starfsþróunar þar sem snertifletir þeirra
eru margir. Greina þarf tilgang hvors um
sig, setja fram samþætt markmið og leggja
fram áætlun um það hvernig á að ná þeim
markmiðum. Framgangskerfi tekur tillit til
þeirra staðlasem settireru, greinirfærnístig
og tryggir ákveðin gæði. Starfsþróun er
formleg og markvíss en einstaklingshæfð.
Dæmi um tengsl framgangskerfis og
starfsþróunar er sýnt á mynd 1. Þar er sett
fram dæmi um samþættingu markmiða er
lúta að sjúklingum og þar með gæðum
þjónustunnar, hjúkrunarfræðingum og
stofnun. Með því viljum við hvetja íslenska
hjúkrunarfræðinga til þess að skoða
möguleikann á að nota framgangskerfi
sem starfsþróunaraðferð.
Lokaorð
Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga er
matstæki til ákvörðunar á færni þannig
að raða megi hjúkrunarfræðingum
í starfslýsingar og launaflokka. Frá
1997 hafa kjarasamningar Félags
ísienskra hjúkrunarfræðinga byggst á
framgangskerfi. Hér á landi hefur fyrst
og fremst verði litið á framgangskerfi
sem aðferð til að ákvarða laun, en fram-
gangskerfi geta einnig nýst sem starfs-
þróunaraðferð fyrir hjúkrunarfræðinga.
Skörun á tilgangi og markmiðum
framgangskerfa og starfþróunar leiðir til
þess að setja má fram samþætt markmið
og áætlun sem þjóna bæði framgangi
og starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Sýn
og stefna stofnunar er þá samþætt mark-
miðum og leiðum hjúkrunarfræðingsins
þannig að báðir aðilar njóta góðs af.
í vinnu hóps, sem endurskoðaði fram-
gangskerfi hjúkrunarfræðinga og Ijós-
mæðra á LSH, kom fram vilji meðal
notenda framgangskerfisins til að nota
það sem starfsþróunaraðferð fyrir
hjúkrunarfræðinga. Megintilgangurinn
með kerfinu yrði því starfsþróun og mat á
mannafla, auk iaunasetningar. Með því yrði
sjónum beint að faglegri þróun og færni í
hjúkrun. Við teljum að með þessari breyttu
aðferð megi nýta kosti framgangskerfa
mun betur en nú er. gert, hjúkrun og
hjúkrunarfræðingum til framdráttar og
sjúklingum til hagsbóta.
Heimildir
Anna Birna Jensdóttir (1999). Framgangskerfi
hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
(SHR). Tímarit hjúkrunarfræðinga, 7(75), 44-45.
Ásta Möller (1999). Framgangskerfi fyrir hjúkrunar-
fræðinga. Tímarit hjúkrunaríræöinga, 7(75),
39-41.
Benner, P, (1984). From novice to expert.
Excellence and power in clinical nursing prac-
tice. California: Addison-Wesley Publishing
Company.
Benton, D.C. (2003). Agenda for change: the
knowledge and skills framework. Nursing
Standards, 78(6), 33-39).
Bjork, I.T., Hansen, B.S., Samdal, G.B., Torstad,
S., og Hamilton, G.A. (2007). Evalutaion of
clinical ladder participatíon in Norway. Journal
of Nursing Scholarship, 39(1), 88-94.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
21