Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 25
VEIKINDAFORFÖLL OG BÆTUR VEGNA SJÚKDÓMS OG/EÐA SLYSS VIÐ VINNU Vegna nýlegrar útgáfu á skýrslu vinnuhóps á vegum landlæknisembættisins um ógnanir við heilbrigðisstarfsfólk vil ég upplýsa hjúkrunarfræðinga um réttindi þeirra til launa og/eða bóta skv. kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við vinnuveitendur vegna veikindaforfalla sem rekja má beint til vinnu þeirra. • Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum, þetta á einnig við um öll veikindí. • Endurgreiða skal starfsmanni gjald vegna læknisvottorða sem krafist er, sama gildir um viðtal hjá lækni vegna öflunar vottorðs. • Vinnuveitandi greiðir starfsmanni þau útgjöld sem starfsmaður hefur orðíð fyrir af völdum slyss á vinnustað og slysatryggíngar almannatrygginga bæta ekki skv. 27 gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, Réttur til launa vegna veikinda og slysa. Starfsmaður, sem ráðinn er til starfa á mánaðarlaunum í a.m.k. 2 mánuði, skal halda launum svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum en hér segir: Starfstími Fjöldi daga Eftir fyrstu 3 mánuðina í starfi 14 dagar Eftir næstu 3 mánuði í starfi 35 dagar Eftir 6 mánuði í starfi 119 dagar Eftir 1 ár í starfi 133 dagar Eftir 7 ár í starfi 175 dagar Eftir 12 ár í starfi 273 dagar Eftir 18 ár í starfi 360 dagar Við framantalinn rétt bætist auk þess réttur tii dagvinnulauna í 13 vikur eða 91 dag ef óvinnufærni stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi. Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa. Þeir starfsmenn, sem starfa skv. kjarasamníngi félagsins við launanefnd sveitarfélaga, halda greiðslum þar til starfsmaðurínn er vinnufær eða þar til hann tæmir rétt sinn til launa, hvort sem fyrr næst. Tryggingarbætur greiðast aðeins ef um varanlega örorku er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss. Um lausráðna ríkisstarfsmenn í samfelldu starfi munu gilda sömu reglur og um fastráðna starfsmenn enda uppfylli þeir skilyrði 3. greínar beggja reglnanna, að starf þeirra sé aðalstarf, og skilyrði 3. gr. reglna nr. 31/1990, að vera ráðnir með a.m.k. 1 mánaðar uppsagnarfresti. Undanskildir eru ellilífeyrisþegar í tímavinnu og stundakennarar á tímakaupi sem falla ekki undir reglur nr. 31/1990. Cecilie Björgvinsdóttir Ný skýrsla um ógnanir við heilbrigðisstarfsfólk í október 2007 kom út skýrsla á vegum landlæknis um ógnanir við heilbrigðisstarfsfólki. í vinnuhópi sem skrifaði skýrsluna sat meðal annars fulltrúi frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og frá Læknafélaginu. Fulltrúi FÍH var Linda Björnsdóttir, starfsmannahjúkrunar- fræðingur á Landspítala. Meginniðurstöður vinnuhópsins eru þær að heilbrigðisstofnanir þurfa að axla ábyrgð sína í tengslum við forvarnir, fræðslu og þjálfun, semja sérstakar verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar og styðja við starfsmenn sem verða fyrir ógnunum eða ofbeldi við störf sín. Vinnuhópurinn leggur áherslu á að vinnuveitendur kæri ofbeldisbrot gegn starfsmönnum til lögreglu en leggi það ekki á herðar einstakra starfsmanna. FRETTAPUNKTUR Nánar er fjallað um skýrsluna á fréttavef landlæknisembættisins og þar er líka hægt að sjá skýrsluna í heild sinni. Þegar starfsmaður fer í veikindafrí vegna ofbeldis eða slyss á vinnustað gilda sérstakar reglur um veikindarétt. Cecilie Björgvinsdóttir, verkefnastjóri kjaramála hjá Fl’H, skrifar um þessar reglur hér að ofan. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 23

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.