Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 29
Þórbjörg Sóley Ingadóttir flytur skýrslu stjórnar Aðalbjörg Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Reykjalundi, flytur dæmi úr sjúklingafræðslu Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á lungnadeild Landspítala, lagði áherslu á að langvinn lungnateppa (LLT) er óafturkræf og fer versnandi, það sem við getum gert er að reyna að hægja á versnuninni og meðhöndla einkenni. Því fyrr sem sjúkdómurinn greinist því betra. Reiknað er með að um 10.000 einstaklingar séu með LLT á íslandi, langflestir eru ógreindir. Þá eru um 20.000 með langvinna berkjubólgu (chronic bronchitis) sem er afturkræf ef hún er rétt greind og meðhöndluð. Því míður er LLT í vexti á sama tíma og aðrir langvinnir sjúkdómar eru í rénum. Heilbrigðisyfirvöld eiga eftir að uppgötva þetta og veita meira fé í að snúa ástandinu við. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að hugsa stærra - okkur hættir til að einbeita okkur að því að meðhöndla þá sem eru veikastir en við þurfum ekki síður að greina og meðhöndla þá sem er hætt við að veikast. Blásturspróf (spirometria) er mjög mikilvægt og einfalt greiningartæki sem ætti að nota á alla með astmaeinkenni, berkjubólgu eða önnur merki um sýkingu í öndunarfærum. Stella Hranfnkelsdóttir, hjúkrunar- fræðingur við súrefnisþjónustu á Land- spítala, sagði frá vinnusmiðju um þunglyndi og kvíða lungnasjúklinga sem hún sat í Chicago. Eins og þyngdartap er þunglyndi bæði afleiðing og áhættuþáttur við lungnasjúkdóma. Því fylgir oft lakari meðferðarheldni, talsvert lengri legutími og meiri dánartíðni. Þunglyndi er reyndar fylgifiskur margra langvinnra sjúkdóma. Þunglyndi og kvíða er einfalt að greina með spurningalista en eru oft ógreind og ómeðhöndluð. Segja má að boðskapur fræðslunnar hafi verið að hægt sé að ná langt með einföldum aðgerðum sem okkur hættir til að gleyma - vigta sjúklinginn, greina næringarástand.framkvæmablásturspróf og skima eftir þunglyndi. FRETTAPUNKTUR HANDBÓK - DAGBÓK Með þessu blaði fylgir dagbók sem gjöf til hjúkrunarfræðinga. Handbókin verður hins vegar ekki endurnýjuð fyrr en eftir áramót þar sem miklar breytingar eru fram undan bæði í kjaramálum og uppbyggingu og skipulagi félagsins. Handbókin 2005/2007 gildir fram að útgáfu nýrrar bókar að öðru leyti en því að kosnir voru nýir fulltrúar í stjórn félagsins, nefndir og ráð á fulltrúaþingi félagsins í maf 2007. Einnig hafa orðið einhverjar breytingar á formönnum fag- og svæðisdeila og starfsfólki á skrifstofu félagsins. Upplýsingar um þessar breytingar er að finna á heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 27

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.