Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Síða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Síða 35
• Fagmennska i dag og alla daga Fagmennska grundvallast á fagþekkingu og siöferðilegri dómgreind Gagnvart sjúklingum einkennlst fagmennska af virólngu og umhyggju. Gagnvart samverkafólki einkennist fagmennska af miölun þekkingar, viröingu, heiðarieika ogtrausti. Gagnvart samfélaginu einkennist fagmennska af þjónustu, menntun og visindastarfi. (úr $tí(numó!unartKEklinsi landipítala) símenntun komi skjólstæðingum okkar til góða. Heilbrigðiskerfi nútímans er í stöðugri þróun og sífellt eru að bætast við nýir meðferðarmöguleikar með aukinni tækni, nýjum lyfjum og meiri þekkingu. Samhliða þessari þróun fjölgar þeim einstaklingum stöðugt sem búa við langvinn heilsufarsvandamál. Einstaklingar, sem áður dóu úr krabbameini, eyðni og hjartasjúkdómum, svo dæmi séu nefnd, lifa nú mun lengur en áður og það eru ekki síst þeir einstaklingar sem þurfa á þjónustu hjúkrunarfræðinga að halda. Sömu sögu er að segja um aldraða sem eru stækkandi hópur í samfélaginu. Krafa samtímans er að fagstéttir búi yfir gagnreyndri þekkingu sem þær byggja störf sín á og hér eru hjúkrunarfræðingar engin undantekning. Að vera fagmaður felur í sér skyldu til að viðhalda þekkingu sinni enda segir í hjúkrunarlögum að hjúkrunarfræðingi beri að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkíngu sinni og tileinka sér þær nýjungar er varða hjúkrun. Siðareglur hjúkrunarfræðinga kveða jafnframt á um þennan þátt auk þess sem þar er hnykkt á því að hjúkrunarfræðingar nýti niðurstöður rannsókna í daglegum störfum til hagsbóta fyrir skjólstæðing. Hjúkrunarfræðingar þurfa því að vera virkir í því að fylgjast með því sem er að gerast í faginu og taka upp nýja þekkingu samhlíða því að taka þátt í að byggja ofan á og búa til nýja þekkingu í hjúkrun. Auk námskeiða og framhaldsnáms tel ég að leshópar hjúkrunarfræðinga geti verið góður kostur við að innleiða nýja þekkingu. Hjúkrunarfræðingar þurfa þó að styðja og hvetja hver annan í þessu sambandi. Við þurfum að viðurkenna þörfina fyrir símenntun og umbótaverkefni og við þurfum að leggja af athugasemdir eins og „hún er alltaf í námsleyfi" og „hvað, ertu ekki að vinna?" sem því miður heyrast enn þótt í litlum mæli sé. Sjálfsmynd/ímynd Eins og áður kom fram sjáum við og heyrum orðið fagmennska notað í auglýsingum fjölmargra stétta iðnaðarmanna. Orðið er á hinn bóginn ekki eins áberandi þar sem rætt er um þjónustu hinna ýmsu heilbrigðisstétta, þ.m.t. hjúkrunarfræðinga. Hvernig sem á því stendur er hins vegar Ijóst að hjúkrunarfræðingar eru fagstétt sem hefur ákveðna sérþekkingu og á skyldum að gegna við samfélagið enda ber stéttin sem slík faglega og lagalega ábyrgð á störfum sínum. En hvaða kröfur gerum við sjálf og hvernig komum við sem stétt öðrum fyrir sjónir? Ég tel að hjúkrunarfræðingar séu engan veginn nógu áberandi í opinberri umræðu um heilbrigðismál eða málefni stéttarinnar þótt vissulega hafi orðið bragarbót á í þeim efnum á undanförnum árum. Má sem dæmi nefna svör hjúkrunarfræðinga við greinarskrifum á síðum Morgunblaðsins undanfarið. Sem fagstétt ber okkur að koma málefnum og þekkingu stéttarinnar á framfæri og siðareglur hjúkrunarfræðínga kveða á um að hjúkrunarfræðingar hafi frumkvæði að og taki virkan þátt í stefnumótun og eflingu heilbrigðisþjónustunnar eins og áður var nefnt. Það hvernig við ræðum um eigin störf hefur áhrif á hvernig aðrir sjá okkur. Fagmennska birtist þó ekki einungis í þekkingu, færni og sýnileika í samfélaginu. Fagmennska felur einnig í sér stéttvísi og virðingu fyrir samstarfsfólki. í flóknu umhverfi heilbrigðisþjónustunnar er enginn einn aðili sem getur tekið á öllum þeim málum sem upp koma. Því er þörf fyrir nána samvinnu margra ólfkra hópa og oft er það þannig að hjúkrunarfræðingar eru tengiliðurinn á milli þessara aðila. Mikilvægt er að þessi samskipti byggist á trausti og heiðarleika. Fagmennska felur einnig í sér að miðla þekkingu til annarra stétta sem og að sinna kennslu nemenda bæði í hjúkrunarfræði sem öðrum fögum. Lokaorð Fagmennska er mikilvægari í dag en nokkru sinni fyrr á tímum mikilla breytinga og aukinnar tækni. Markaðslögmálin skipta ekki síður máli því sífelit er verið að gera kröfur um ódýrari og hagkvæmari þjónustu. Hjúkrunarfræðingar þurfa því að vera meðvitaðir um að kynna störf sín og vera virkir þátttakendur í umræðum um heilbrigðismál. Standa þarf vörð um gæði grunnnáms í hjúkrunarfræði og síðast en ekki síst þarf stéttin að sinna öflugri símenntun til að standast þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Spyrja má hvort ekki eigi að gera skýrari kröfur til hjúkrunarstéttarinnar hér á landi um að hún sinni símenntun á markvissari hátt en nú er gert. Siðareglur hjúkrunarfæðinga eru rammi í kringum fagmennsku stéttarinnar og okkur ber að þekkja þær og virða. Kristín Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur segir fagmennsku ekki vera reikningsdæmi heldur ferli sem felur í sér gagnreynda þekkingu, samfellda fhugun, reynslu og meðlíðan. f svípaðan streng tekur Elínborg Bárðardóttir læknir en hún telur fagmennsku vera feril þroska. Fyrir mér felur fagmennska í sér ábyrgð, traust, þekkingu, hæfni, öryggi, gæði og sjálfstæði. Fagmennska grundvallast á siðareglum stéttarinnar og er mikilvægur hluti sjálfsmyndar hennar og ímyndar út á við. í daglegu starfi byggist fagmennska á árangursríkum samskiptum sem grundvallast á umhyggju, samhygð og virðingu fyrir skjólstæðingnum þar sem þarfir hans eru ávallt hafðar að leiðarljósi. Fagmennskaer því, í mínum huga, kjarninn í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur. Heimildir: Elínborg Bárðardóttir (2004). ímynd lækna og fag- mennska. Læknablaðið, 90, 148. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (1997). Siðareglur Félags ístenskra hjúkrunarfræðinga. Reykjavík: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Gyða Baldursdóttir og Flelga Jónsdóttir (2002). The importance of nurse caring behaviors as perceived by patients receiving care at an emergency department. Heart & Lung, 37(1), 67-75. Læknafélag íslands. Sáttmáli lækna. Sótt 12. október 2007 á http://www.lis.is/ltems/Default. aspx?b=100. Magna Jónmundsdóttir, Signður Zoéga, Helga Jónsdóttir, Gyða Baldursdóttir og Alda Gunnarsdóttir (2003). Álit sjúklinga á gæðum hjúkrunar á lungnadeild Landspítala-háskólas- júkrahúss á Vífilsstöðum. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga, 3(79), 18-25. Þorgerður Einarsdóttir (2005). kynjasjónarhorn á kvennastarf - þarf femínisma í hjúkrun? Erindi á málþingi um bók Kristinar Björnsdóttur. Timarit hjúkrunarfræðinga, 4(81), 42-45. Greinin var upphaflega erindi á aðalfundi hjúkrunarráðs 17. október 2007 í tilefni af fagmennskuvikum á Landspítala 15.-28. október. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 33

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.