Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Side 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Side 48
ÞANKASTRIK Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, ghr@fa.is FAGÞEKKING OG VIRÐING í HJÚKRUNARSTÖRFUM í þessu þankastriki velti ég fyrir mér hlutverki hjúkrunarfræðinga sem fræðara og leiðbeinanda á vinnustað, innan eða utan stofnana, þekkingarþróun í hjúkrun, virðingu hjúkrunarstarfa. Að lokum varpa ég fram spurningu til umhugsunar. ,-v Mk msu'SM Guðrún Hildur Ragnarsdóttir Þekking er mikilvæg því hún opnar nýjar leiðir og veitir nýja sýn á viðfangsefnin. Hún breytir viðhorfum og er til hagsbóta fyrír alla, jafnt samstarfsmenn sem skjólstæðinga. Hún þarf því stöðugt að vera í boði bæði á formlegan og óformlegan hátt. Allir starfsmenn, eldri sem yngri, verða að finna hvemig þeir eflast og þróast í starfi eftir því sem þekking þeirra vex. Þekking er grundvallarforsenda árangurs í starfi og hún er ein öflugasta forvörnin gegn stöðnun og kulnun. Mikilvægustu þekkingarbrunnar og fyrirmyndir reynslulítilla eða ófaglærðra starfsmanna á vinnustað eru faglega færir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hvort sem þeir vinna innan stofnana eða inni á heimilum fólks. Þar þurfa þessar stéttir að styðja aðstandendur og leiðbeina um hjúkrun og þá er mikilvægt að fagleg færni sé í hávegum. En gömul sem ný þekking, samskiptahættir og rétt vinnubrögð lærast ekki nema þeim sé komið á framfæri og þetta verða þeir sem reyndari eru alltaf að hafa í huga. Kveikjan að þessum vangaveltum mínu eru einmitt samtöl við sjúkraliðanema, ófaglært starfsfólk og aðstandendur sem kvörtuðu undan litlum afskiptum og tengslum við hjúkrunarfræðinga á vinnustað. Þetta fólk þarfnaðist stuðnings og fræðslu til þess að geta sinnt skjólstæðingum sínum eða til þess að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Betri fræðsla og þekking hefðu líklega komið í veg fyrir leiðinlegt atvik sem aðstandandi lýsti eitt sinn fyrir mér. Þar kom dóttir að starfsmanni sem var að tala í farsímann sinn um leið og hann mataði helftarlamaða móður konunnar! Dæmi af þessu tagi eru vonandi fá en með öflugri fræðslu og ströngustu kröfum um fagþekkingu má fækka þeim enn frekar. Þekkingarþróun í hjúkrun Þekkingarþróun í hjúkrun hefur verið hröð og mér hefur fundist sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með þróun í skráningu hjúkrunar. Hugmyndir og hugtök í hjúkrun hafa verið rannsökuð, skilgreind og fengið merkingu og heiti. Nú þykir sjálfsagt að gera hjúkrunargreiningu og fjalla um ýmiss konar hjúkrunarmeðferð en sem dæmi um slíkt má nefna: nærveru, glæðingu vonar, styrkingu í hlutverki og fleira. Þeir sem unnið hafa að þessu eiga miklar þakkir skildar. Það eru þó vonbrigði hversu fáar stofnanir utan Landspítala nota viðurkennda hjúkrunarskráningu samkvæmt flokkunarkerfum NANDA og NIC. í fyrra bauðst mér að sækja málþing á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunar- fræði en þar gerðu hjúkrunarfræðingar í diplóma- og meistaranámi í skurðhjúkrun grein fyrir hagnýtri þekkingu sem þeir höfðu aflað sér með rannsóknum. Þar voru kynnt fjölmörg áhugaverð og spennandi rannsóknarefni, svo sem viðbótarmeðferð með spritti til innöndunar í þeim tilgangi að minnka ógleði eftir aðgerðir, bráðaóráð: matogfyrirbyggjandí meðferð, fótanudd eftir skurðaðgerðir og fleira. Málþingið sýndi glöggt að mikið er að gerast á fræðasviði hjúkrunar og væri óskandi að þessari þekkingu og annarri sambærilegri verði komið á framfæri innan sjúkrastofnana sem sjálfsögðum hluta hjúkrunarmeðferðar. Virðing fyrir hjúkrunarstörfum Þörf fyrir fólk með hjúkrunarfræði- og sjúkraliðamenntun fer vaxandi í landinu sbr. spá Hagfræðistofnunar Hf frá 2006. Á öllum tímum hefur þurft að ráða ófaglært fólk til þess sinna umönnunarstörfum og þá oftast við aðhlynningu á öldrunarstofnunum. Á síðustu árum hefur vandamálið vaxið til muna og nú er ungt ómenntað fólk, allt niður f 16 ára, ráðið til aðhlynningarstarfa og hlutur útlendinga, sem geta oft ekki tjáð sig á íslensku, fer vaxandi á mörgum stofnunum. Þetta er áhyggjuefni vegna þess að þessi þróun hefur áhrif á gæði hjúkrunarstarfa, þá virðingu sem hjúkrun nýtur í samfélaginu og þau laun sem greidd eru fyrir hjúkrunarstörf, þar með talið störf hjúkrunarfræðinga. Af eðlilegum ástæðum eru viðhorf og gildi ófaglærða til starfanna önnur en þeirra sem hlotið hafa fagmenntun. Ófaglærðir starfsmenn ganga oftast í sömu störf og sjúkraliðar sem eru með 3 ára menntun á framhaldsskólastigi. Er nema von að sjúkraliðanemar spyrji: Til hvers er ég í 3 ára sjúkraliðanámi ef hægt er að ráða fólk með enga menntun til starfa? 46 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.