Fréttablaðið - 29.04.2017, Síða 26

Fréttablaðið - 29.04.2017, Síða 26
Þegar fréttir bárust af því að Landhelgisgæslan hefði stefnt norska rann­sóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar á grundvelli þess að það stundaði ólöglegar rannsóknir á hafs­ botni innan íslensku efnahagslög­ sögunnar kviknuðu spurningar um raunverulegar ástæður fyrir athöfnum skipsins vestur af Færeyjum. Upphaflega skýringin var að verð­ mæta málma væri þar að finna og þau verðmæti ætlaði áhöfnin sér að endur­ heimta úr klóm Ægis, en þær skýringar taka ekki allir gildar. Spurningar hafa því vaknað um ferðir þýska skipsins þessa örlagaríku mánuði í upphafi stríðs, farm þess og áhöfn. Hvað er svo verðmætt að það réttlæti kostnaðar­ saman björgunarleiðangur að gömlu þýsku kaupskipi tæplega 80 árum eftir að því var sökkt? Brot af stærri sögu Þór Whitehead, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, hefur ekki síst helgað sig rannsóknum á sögu Íslands í síðari heimsstyrjöldinni. Þór vinnur BORKUM AMC California ÞÝSK KAUPFÖR TEKIN HERFANGI EÐA SÖKKT Á NORÐURSLÓÐUM 1939 –1940 NAFN ÞYSKRA KAUPSKIPA (1939) NAFN BRESKRA HERSKIP SÖKKT AF ÁHÖFN SÖKKT AF BRETUM HERTEKIð AF BRETUM MEÐALLEGA HAFÍSSINS Í MARS MEÐALLEGA HAFÍSSINS Í SEPTEMBER CAP NORTE HMS Belfast LA CORUNA AMC Maloja RHEINGOLD HMS Delhi GONZENHEIM AMC Rawalpindi KONSUL HENDRIK FISSER HMS Calypso MECKLENBURG HMS Delhi HENNING OLDENDORF HMS Colombo MINDEN HMS Calypso EILBEK AMC Scotstoun ARUCAS HMS York BERTA FISSER AMC Chitral URUGUAY HMC BerwickBISCAYA AMC Scotstoun WOLFSBURG HMS Berwick BIANCA AMC Transylvania BORKUM AMC California GLORIA HMS Sheeld WAHEHE HMS Manchester HMS KimberleyANTIOCHIA AMC Laurentic POSEIDON AMC Scotstoun MIMI HORN AMC Transylvania PARANA HMS Newcastle TENERIFE AMC Transylvania Ingólfshöfði Reykjavík Kópanesgrunn Barðagrunn Gæslusvæði Breta, október 1939 Gæslusvæði Breta Gæslusvæði Breta Hópar manna fara ránshendi um heimshöfin og gera sér skipsflök að féþúfu. Hafa þeir verið kallaðir grafarræningjar fyrir vikið. Atburðir síðustu daga minna á örlagaríka tíma í sögu þjóðarinnar. Forleikurinn að hernámi Íslands Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is þessa dagana að rannsóknum, meðal annars í skjalasöfnum í Þýskalandi, og hefur grennslast fyrir um skipið Minden í breskum og þýskum heim­ ildum, að beiðni Fréttablaðsins. Þór hefur reyndar þekkt nokkuð lengi til skipsins, því að það kom lítillega við sögu í bók hans Stríði fyrir ströndum, sem er annað bindi í ritröðinni Ísland í síðari heimsstyrjöld, og kom fyrir sjónir lesenda árið 1985. Þór segir að ástæða sé til að athuga að örlög Minden séu ekki stakur og einangraður viðburður heldur hluti af mikilli atburðarás á hafinu suðaustur, norður og vestur af Íslandi – atburðarás sem hafi aukið mjög hernaðar mikil­ vægi Íslands og leitt til þess að Bretar komust að því að þeir yrðu að setja hér upp flota­ og flugbækistöðvar. „Það sem gerðist á hafinu á þessum tíma hefur því heilmikla þýðingu fyrir örlög okkar í stríðinu, því þetta tengist ákvörðuninni um hernám Íslands. Bretar sáu fljótlega að þeir höfðu ekki nægilega föst tök á sundunum á milli Grænlands, Íslands og Færeyja,“ útskýrir Þór. „Þeir og Þjóðverjar litu á þessi sund sem eins konar hlið að Atlantshafi vestanverðu og siglinga­ leiðum úthafsins.“ Þegar styrjöldin hófst í september 1939 hafi hundruð þýskra kaupskipa, þar á meðal Minden, verið á siglingu á öllum heimsins höfum og mörg þeirra legið í höfnum hlutlausra ríkja, svo sem á Íslandi. Nokkrum dögum fyrr hafði þýska stjórnin sent þessum skip­ um fyrirmæli um að sigla sem hraðast heim eða leita hafna í vinveittum eða hlutlausum ríkjum. Vitað var að Bretar ætluðu að lýsa yfir hafnbanni á Þýskaland og stefndu auðvitað að því að hremma sem flest þýsk kaupskip. Þór segir að hafnbannslínan svo­ kallaða hafi verið dregin um áður­ nefnd sund, því að ljóst var að um þau urðu flest þýsk kaupför sem stödd voru utan heimahafna að sigla til að brjótast heim. Fjöldi þessara skipa hafi síðan stefnt hingað norður í höf, mörg undir fölskum fána, og bresk beitiskip og síðar vopnuð farþegaskip reynt að elta þau uppi með misjöfnum árangri. Þessi eltingaleikur hafi staðið yfir fram á vor 1940 og til vitnis um hann séu flök allnokkurra þýskra kaupskipa á hafsbotninum út af landinu (sjá kort). Þór nefnir að Þjóðverjar hafi einnig sent stór herskip um þessar slóðir Það sem gerðist á hafinu á Þessum tíma hefur Því heilmikla Þýðingu fyrir örlög okkar í stríðinu, Því Þetta tengist ákvörð- uninni um hernám íslands. Þór Whitehead, prófessor emeritus við Háskóla Íslands ↣ l Farskipið Minden var aðeins eitt fjölmargra þýskra skipa sem var annaðhvort sökkt eða voru hertekin af Bretum á fyrstu árum heimsstyrjald- arinnar. Kortið sýnir skýrt mikilvægi siglingaleiðanna við Ísland, en Bretar sáu fljótt að óumflýjanlegt væri að hafa bækistöð á Ís- landi ef stjórn ætti að nást á þessu erfiða hafsvæði. Um miðjan nóvember 1939 gættu fimm skip Grænlandshafs, önnur fimm voru á milli Íslands og Færeyja og fimm milli Færeyja og Hjaltlands. Heimild: Þór Whitehead, Stríð fyrir ströndum, Ísland í síðari heimsstyrjöld (kort á blaðsíðu 314). Farskipið Minden, eitt fimm áþekkra kaupskipa, var í eigu Norddeutscher Lloyds, eins helsta skipafélags Þýskalands. Það var gufuskip, smíðað 1921, var 116,8 metrar að lengd, 4.165 smálestir, gekk 15 hnúta. Myndin er af einu þessara fimm skipa sem bar nafnið Porta. MyNd/WiKiPedia 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r26 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -B 5 9 8 1 C C 2 -B 4 5 C 1 C C 2 -B 3 2 0 1 C C 2 -B 1 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.