Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 14
einkennum kvíða. Í Svíþjóð skoðaði hún samband kvíða tónlistarfólks við sjálfstraust annars vegar og hins vegar félagsfælni. Sjálfstraust skiptir máli „Ég komst að því að það er nokkuð algengt að tónlistarfólk noti fyrrnefnda beta-blokkara fyrir kvíðavekjandi tónlistar- flutning, sérstaklega fyrir prufuspil og mikilvæga tónleika. Sviðsskrekkurinn er fyrst og fremst tengdur óttanum við að mistakast. Þetta snýst mikið um fullkomnunaráráttu, fólk hefur kannski varið ómældum tíma í æf- ingar og undirbúning og fær aðeins eitt tækifæri til að sanna sig. Þetta er mikil pressa sem getur valdið kvíða sem hamlar fólki og ár- angri þess.“ Ingunn segir að rannsókn sín hafi sýnt að sterkt samband sé milli sjálfstrausts og sviðsskrekks. „Í rannsókn minni fann ég að það eru sterk tengsl á milli sjálfs- trausts og kvíða í tengslum við tón- listarflutning. Þeir sem eru með mikið sjálfstraust mælast með minni kvíða í tengslum við tónlistarflutning en þeir sem eru með lítið sjálfs- traust og öfugt.“ Feimni Ladda Ingunn segir að það komi endurtekið fram í rannsóknum að það sé algengara að nemendur finni fyrir meiri kvíða en atvinnutónlistar- menn, en ekki sé vitað af hverju það er. „Að einhverju leyti skýrist það af því að sum- ir hætta að koma fram sök- um kvíða, og verða því ekki at- vinnufólk, og svo eru aðrir sem Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við þekkjum dæmi um tón-listarfólk sem hefur náðlangt en ævinlega veriðþjakað af sviðsskrekk, til dæmis klassískir tónlistarmenn eins og tenórsöngvarinn Luciano Pavar- otti, píanóleikarinn Vladimir Horo- witz, sópransöngkonan Maria Callas og píanóleikarinn Arthur Rubin- stein, en þau töluðu öll opinberlega um eigin kvíða við að koma fram. Horowitz kom ekki fram í fimmtán ár vegna slíks kvíða. Sviðsskrekkur gerir helst vart við sig hjá tónlist- arfólki undir því mikla álagi sem fylgir mikilvægum tónleikum, prufu- spili eða prófum. Ég þekki þetta vel í gegnum tónlistarfólk í kringum mig og reyndar líka af eigin raun, svo mér fannst áhugavert að skoða þetta nánar,“ segir Ingunn Jónsdóttir flautukennari, en hún gerði rann- sóknir á sviðsskrekk tónlistarfólks í sálfræðinámi sínu og hefur haldið er- indi í tónlistarskólum um fyrirbærið. Taka lyf áður en farið er á svið „Þegar ég var í BS-námi í sál- fræði við Háskóla Íslands skrifaði ég lokaverkefni um sviðsskrekk tónlist- arfólks, þar sem ég gerði rannsókn á starfandi meðlimum í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands annars vegar og nem- endum í háskólanámi í tónlist hins vegar. Meistararitgerðin mín í sál- fræði við háskólann í Uppsölum í Sví- þjóð fjallaði einnig um sviðsskrekk tónlistarfólks, en þá einvörðungu hjá nemendum í tónlistarháskólum.“ Ingunn lagði spurningalista fyr- ir fólk en í íslensku rannsókninni skoðaði hún m.a. notkun tónlistar- fólks á beta-blokkurum, sem eru flokkur hjartalyfja en einnig notaðir við sviðsskrekk, en þeir hægja á hjartslætti og draga úr líkamlegum hafa ekki komist að til að spila með hljómsveitum sökum kvíða í prufu- spili. En líklegasta skýringin er sú að atvinnutónlistarmenn hafi lært að beina kvíðanum í jákvæðan farveg. Þegar ég var í flautunámi í háskóla í London á sínum tíma, þá varð ég vör við að sviðsskrekkur var mikið vandamál meðal samnemenda minna. Þar tengdist kvíðinn líka því að fá eitthvað að gera í framtíðinni, að starfa við tónlistina, því sam- keppnin er mikil og hörð. Ég fann að það var gríðarlega mikið álag og pressa hjá þeim nemendum sem voru byrjaðir að fara í prufu- spil í hljómsveitir. Og sama er að segja um streituna og álagið sem fylgir því að reyna að komast í góða tónlistarháskóla, þar sem eru mjög ströng inntöku- próf og fáir sem komast að. Það er augljóslega mjög taugatrekkjandi að hafa örfáar mínútur til að sýna sig og sanna,“ segir Ingunn og bætir við að margar aðrar starfsstéttir sem þurfa að koma fram þekki sviðsskrekk- inn, t.d leikarar, dansarar og íþrótta- og fjölmiðlafólk. „Margir ná að fela sinn eigin taugatitring, Laddi sagði einhvern- tíma frá mikilli feimni sinni en hann losnaði á vissan hátt við hana við að fara í hlutverk. Sumir tónlistarmenn nýta sér þetta eflaust líka, þeir eru jú í ákveðnu hlutverki þegar þeir flytja tónlist, hætta þá á einhvern hátt að vera þeir sjálfir.“ Skömm fylgir skrekknum Ingunn segir að sem betur fer séu til leiðir til að takast á við sviðs- skrekk, enda sóun á hæfileikum og námi til margra ára, ef hann verður til þess að fólk komi ekki fram. „Hugræn atferlismeðferð hefur reynst vel, en þá lærir fólk ýmsar að- ferðir til að hafa stjórn á hugsunum sínum. Markmiðið er að hrekja nei- kvæðar hugsanir út og koma já- kvæðum hugsunum inn í staðinn. Kenndar eru aðferðir til að líða bet- ur í kvíðavekjandi aðstæðum, meðal annars öndunaræfingar og slökunar- æfingar, sem hafa reynst tónlist- arfólki vel til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ingunn og bætir við að samkvæmt hennar rannsókn sé því miður ekki mikið um að tón- listarfólk nýti sér slíka aðstoð. „Fólk notar ýmsar leiðir til að draga úr sviðsskrekk, stundar m.a. hugleiðslu og hreyfingu, enda slær líkamsrækt á líkamleg einkenni streitu og kvíða. Mikilvægt er að huga að þessum málum strax í barn- æsku og besta forvörnin er að byggja upp sjálfstraust tónlist- arnema með því að hrósa og einblína á það sem þeir gera vel og nota gagnrýni í hófi. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að hrós er líklegra til að skila árangri en gagnrýni.“ Ingunn segir einnig ákveðna skömm fylgja miklum sviðsskrekk og fólk reyni oft að fela hann og tali ekki um hann við neinn, sem gerir kvíðann enn verri. „Kennarar þyrftu að leiðbeina nemendum í þessum málum, en þeir vita ekki alltaf hvernig þeir eiga að tala við nem- endur sína um þetta vandamál, og skilja það kannski ekki ef þeir þekkja það ekki af eigin raun. Það dugar ekki að segja fólki bara að slappa af og að þetta verði ekkert vandamál.“ Hinn mikli ótti við að mistakast Hún er sammannleg martröð tónlistarfólks sem stendur á sviði með hljóðfæri sitt, líður illa og spilar langt undir getu. Þennan mikla ótta þekkja líka leik- arar, þá dreymir oft að þeir standi á leiksviði fyrir framan fullan sal af fólki og hafi gleymt setningunum sínum. Sviðsskrekkur er bagalegt fyrirbæri sem getur staðið hæfileikaríkasta fólki fyrir þrifum. Morgunblaðið/RAX Ingunn Jónsdóttir Hún starfar sem flautukennari og hampar hér þverflautu sinni. Maria Callas Hún var þjökuð af sviðs- skrekk. Horowitz Kom ekki fram í 15 ár vegna sviðs- skrekks. Pavarotti Þessum stóra manni leið illa á sviði. heiminn og of myndasögulegir fyrir listheiminn. Þeir helltu sér því án nokkurra málamiðlana út í mynda- söguhafsjó tilraunastarfsemi og per- sónulegrar tjáningar með sterkum skírskotunum í sögu og hefð mynda- sögunnar. Síðan hefur mikið vatn Listamannahópurinn (gisp!) opnar sýningu í myndasögudeild Borgar- bókasafnsins í Grófinni á morgun, föstudag, kl. 16. Hópurinn sýnir úrval nýjustu myndasagna (gisp!) auk gull- mola úr fortíðinni. (gisp!) er hópur fjögurra lista- manna sem hreiðrað hafa um sig á mörkum myndasögunnar og mynd- listarinnar. Í hartnær þrjátíu ár hafa Bjarni Hinriksson, Halldór Baldurs- son, Jóhann Ludwig Torfason og Þorri Hringsson sinnt myndasögunni með útgáfu, sýningum og kennslu. Í tilkynningu kemur fram að fyrsta tölublað myndasögublaðsins (gisp!) kom út árið 1990. Fljótlega varð fé- lögunum fjórum ljóst að þeir voru lík- lega of listrænir fyrir myndasögu- runnið til sjávar og íslenska mynda- söguflóran styrkst og dafnað. Sam- hliða sýningaropnuninni kemur út tólfta tölublað (gisp!) þar sem mið- aldra gisparar halda áfram ferð sinni um lendur skringilegra og eilítið sjálfhverfra sagnaheima. Opna sýningu á morgun, föstudag, og út kemur tólfta tölublað (gisp!) Gisparar halda áfram ferð sinni Morgunblaðið/Kristinn Þrír af gispurum Jóhann Ludwig, Bjarni Hinriksson og Halldór Baldursson. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Smart sumarföt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.