Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Frá kr. 159.995 m/allt innifalið COSTA DEL SOL 11. maí í 17 nætur Netverð á mann frá kr. 159.995 m.v. 2 í herbergi.Griego MarHotel Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Eldri borgarar Skipulagið stoppar stóriðju  Aðalskipulagi í Reykjanesbæ breytt  Helguvíkurmálið hafði áhrif  Eftirlits- stofnanir eiga leik  Thorsil með starfsleyfi og veggir álvers Norðuráls standa Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vandamál í starfsemi kísilmálm- verksmiðju United Silicon í Helgu- vík að undanförnu eiga sinn þátt í því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hef- ur samþykkt nýtt endurskoðað aðal- skipulag þar sem ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu stóriðju á Helguvíkursvæðinu, umfram það sem þegar hefur verið samþykkt. „Sjónarmið um að láta gott heita með stóriðju komu fram á íbúafund- um hér í bænum í fyrra. Við höfum rætt þetta talsvert að undanförnu og nú liggur ákvörðun fyrir,“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjar- stjóri í samtali við Morgunblaðið. Afskiptum sveitarfélags lokið Mengun frá iðjuveri United Sili- con var til umræðu á fundi umhverf- is- og samgöngunefndar Alþingis í gær. Þar var lýst áhyggjum af meng- uninni og tók Friðjón Einarsson, for- maður bæjarráðs Reykjanesbæjar, undir þær. Kjarni málsins væri þó sá, sagði Friðjón, að þegar lóð fyrir atvinnustarfsemi væri úthlutað væri afskiptum sveitarfélags strangt til- tekið lokið. Framhald mála, svo sem ef misbrestur væri á að settum skil- yrðum væri fylgt, væri í höndum eft- irlitsstofnana. Þær grípi til aðgerða ef þörf sé á. Ekki í stóriðjustíl Til viðbótar við verksmiðju United Silicon í Helguvík hefur verið gefið út starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju Thorsil og veggir álvers Norðuráls eru uppsettir. „Margir sem stefna á uppbyggingu atvinnustarfsemi hafa samband og eru að kynna sér að- stæður og umhverfi, en þær hug- myndir og áform eru ekki í neinum stóriðjustíl,“ segir Kjartan Már. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Helguvík Starfsemi United Silicon hf. í Helguvík er mjög umdeild. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Reist verður fjölbýlishús með 36 litlum íbúðum í Urriðaholti í Garðabæ á vegum IKEA og þar mun starfsfólki fyrirtækisins og öðrum bjóðast að leigja sér húsnæði á hagstæðu verði. Ná hæfasta fólkinu Þórarinn Ævarsson, framkvæmda- stjóri IKEA, greindi frá þessum fyr- irætlunum á málþingi Íbúðalánasjóðs nýlega. Húsnæðismál starfsfólks seg- ir Þórarinn að heyri einnig til friðar atvinnurekenda. Barátta fyrirtækja snúist um að ná til sín hæfu fólki og vinna samkeppni í krafti þess. Fjölbýlishúsið sem IKEA ætlar að láta reisa verður að Urriðaholtsstræti 10-12. Fasteignafélag tengt fyrirtæk- inu á og rekur húsið sem verður tilbú- ið eftir hálft annað ár. Húsið verður fimm hæðir þar sem fjórar efstu hæð- irnar verða með smáíbúðum en sú neðsta verður atvinnuhúsnæði í bland við geymslur fyrir íbúðirnar. Fram kemur hjá talsmönnum IKEA að í upphafi hafi staðið til að byggja hús með mjög ódýrum íbúðum en það hafi ekki reynst gerlegt ýmissa ástæðna vegna. Megi þar nefna lóðagjöld, vinnan við Svansvottun hafi hækkað byggingarkostnaðinn töluvert auk þess sem ákveðið hafi verið að spara ekkert til í hönnun og við efnisval. Þá hafi byggingarreglugerð og ákvæði hennar verið íþyngjandi. Eðlileg ávöxtun Ekki liggur fyrir hver kostnaður við byggingu fjölbýlishússins nýja verður. Þó er þess vænst að leigja megi minnstu íbúðirnar fullbúnar með húsgögnum og húsbúnaði á minna en 100 þúsund krónur á mán- uði. Fái húseigandinn þó engu að síð- ur eðlilega ávöxtun á fjárfestingu sinni. Svara samkeppni með bygg- ingu íbúða fyrir starfsmenn  IKEA byggir blokk í Urriðaholti  Alls 36 ódýrar íbúðir IKEA Blokkin verður í Urriðaholti. Tæplega 60 þús- und manns greiða fyrir áskrift að Spotify hér á landi og áætlar fram- kvæmdastjóri Fé- lags hljómplötu- framleiðenda að hlutdeild íslenskr- ar tónlistar í spil- un á Spotify sé á bilinu 15 til 18 prósent. Spotify greiðir höfundum, útgef- endum og flytjendum tæplega eina krónu að meðaltali fyrir hverja spil- un á Íslandi sem á örmarkaði eins og á Íslandi leiðir til erfiðara tekjuöfl- unarumhverfis fyrir íslenska tónlist- armenn. „Augljós afleiðing þessa fyrir ís- lenska tónlistarbransann er sú að fjármögnun til að taka upp nýja ís- lenska tónlist er orðin rosalega erfið. Það er erfitt að láta dæmið ganga upp fjárhagslega,“ segir Eiður Arn- arsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda. Hann segir að íslensk tónlistar- útgáfa sé drifin áfram af ástríðu frekar en hagnaðarvon og það sem helst skili tekjum í dag sé tónleika- hald. Eiður segir þó fleira jákvætt en neikvætt við tilkomu streymisveitna á borð við Spotify. Til dæmis hafi niðurhal dregist verulega mikið sam- an og neytendur greiði í vaxandi mæli fyrir tónlistarhlustun sína. »70 Útgáfa rekin af hugsjón Eiður Arnarsson  Spotify hentar ör- markaði ekki eins vel Íslensk stjórnvöld hyggjast leggja 200 milljónir kr. á ári til mannúðar- aðstoðar í Sýrlandi og nágrannaríkj- um til ársins 2020 til viðbótar við framlög til móttöku flóttamanna. Þetta ítrekaði Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra á alþjóð- legri ráðstefnu um Sýrland sem fór fram í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Samrýmist fjárhagsaðstoðin stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að standa vel að bæði móttöku flóttamanna og að styðja neyðar- aðstoð á vettvangi. ash@mbl.is 200 milljónir til Sýrlands Snjó var ekið á auða jörð í Gilinu á Akureyri í gær svo allt yrði til reiðu þegar snjóbrettahátíðin AK Extreme hefst í dag. Bærinn er nánast snjólaus enda varla komið korn úr lofti í langan tíma en norðanmenn dóu ekki ráðalausir og fjöldi vörubíla og dráttarvéla með stórar kerrur í eftirdragi sótti snjó þangað sem hann var að finna; ruðningar voru frá því fyrr í vetur við flug- völlinn og á bílastæðinu við Icelandair hótelið. Mest var þó sótt í Hlíðarfjall. Músík hefur jafnan skipað stóran sess á AK Extreme og svo er einnig nú; ýmsir tónleikar á dagskránni. Brettakeppni verður í Hlíðarfjalli og í Gilinu en þar verður hápunktur hátíðarinnar á laugardagskvöldið þegar flestir bestu Íslendingarnir og nokkrir útlendingar leika listir sínar á brettunum. Snjóflutningarnir miklu í Gilið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mikið á sig lagt fyrir árlega brettahátíð á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.