Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 64
Á móti þér tekur fallegur staður með berum viðarborðum, dökkum, hrjúf- um veggjum og margvíslegum ljósa- gjöfum sem veita skemmtilegt yf- irbragð. Viður í stólum og skreytingum ásamt brúnum leð- ursófa eftir endilöngum vegg og brúnum gólfflísum gefur staðnum hlýlegt yfirbragð. Matwerk var opn- aður í lok nóvember síðastliðins. Ég hringdi á föstudagskvöldi til að panta borð, sem er vitanlega versti mögulegi tíminn til að reyna að ná sambandi símleiðis. Ég þarf kannski ekki að taka það fram, en það hringdi út. Matwerk tekur hins vegar líka við pöntunum á Facebook svo ég sendi skilaboð þar og fékk staðfestingu um hæl. Hönnun og andrúmsloft Staðurinn leynir á sér, þar eru sæti fyrir 85 manns á nokkrum pöll- um. Úr hljóðkerfi staðarins streymir þykkur bassinn í rokkaðri tónlist en maður á að venjast á svona stöðum. Kaleo og Ásgeir Trausti hljóma und- ir borðum í bland við ýmsa erlenda listamenn. Þó að tónlistin virki fyrst um sinn eins og hún sé nokkuð hátt stillt þá truflar hún ekki samræður og lagalistinn, sem er samsettur af starfsfólkinu sjálfu, virkaði bara vel. Einfaldir sjófuglar setja svip sinn á gríðarstóran vegg við innganginn og fjöldinn allur af veggljósum and- spænis þeim er skemmtileg útfærsla. Raunar er öll lýsing staðarins til fyr- irmyndar. Margra metra háir glugg- arnir gera það að verkum að birtan úti stýrir ljósinu að mestu en vel staðsett og skemmtileg ljós hér og þar gera mikið, ekki síst þegar fer að dimma. Það er bjart á neðsta svæð- inu hjá eldhúsinu, kokkarnir verða auðvitað að sjá hvað þeir eru að gera, en það vilja kúnnarnir líka. Efsta svæðið er svo aftur dimmasti stað- urinn í húsinu, enda er barinn þar. Svartur og glæsilegur teygir hann sig inn eftir rýminu endilöngu og þar má setjast með drykk í sófa meðan beðið er eftir borðinu, eða jafnvel til að borða smárétti. Eini staðurinn þar sem mér þótti birtan full mikil er á salernunum, en það kemur ekki að sök því þau eru snyrtileg, flísalögð að hluta með svokölluðum subway- flísum, þær sóma sér ágætlega þar sem og í eldhúsinu, en þar njóta þær sín vel. Eldhúsið á Matwerk er ekki fyrir spéhrædda. Það er alveg galopið og meðfram löngum, háum bekknum sem girðir það af eru nokkur mjög skemmtileg borð, eins konar útsýnis- borð fyrir þá matargesti sem vilja fylgjast með kokkunum að störfum. Það þarf sjálfstraust og yfirvegun til að geta unnið í þessu eldhúsi því þar er ekki hægt að fela neitt. Þarna finna allir gestir hússins lyktina af því ef eitthvað fer úrskeiðis og kokk- urinn getur ekki bölvað, nema kannski í hljóði. Yfirkokkur á Matwerk er Stefán Hlynur Karlsson, ungur kokkur sem lærði sitthvað af því sem hann kann á Fiskfélaginu. Stefán hefur haft „fus- ion“-matargerð og íslenskt hráefni meðferðis í eldhús sitt á Matwerk, en matreiðslan hans er eins konar ný- norrænn bræðingur. Nýnorræn matargerð er auðvitað teygjanlegt hugtak, og þó að eldhúsið á Matwerk leggi ekki höfuðáherslu á stund og stað, eins og kannski Dill og Matur og drykkur gera, er vissulega mikið um íslenskt hráefni í bland við annað sem komið er lengra að. Eldhús Stef- áns er metnaðarfullt. Þetta er ekki hversdagslegur matur og það er fjöl- breytt bragðflóra á hverjum diski. Þarna eru réttir á borð við fiskisúpu með kóngakrabba, dilli og mysingi, humar með blómkáli og hunangi, þorsk með smjörfroðu og gras- kersgranóla, hamborgara með beik- oni og mangó og hægeldað egg með kúskús, jógúrt og súrum. Þessir rétt- ir eru svo ýmist bornir fram á ker- amikdiskum eða koparpottum og -pönnum. Það er smekkleg og skemmtileg leið til framsetningar. Þegar þjónninn hefur tekið pöntun ber hann til að mynda brauð á borð í litlum og sætum koparpotti. Brauðið er alveg ágætt. Þau kalla það focaccia, þótt mér finnist það hafa verið í þykkara lagi til að geta talist flatbrauð. Deigið er þó vissu- lega gert með ólífuolíu, frekar þétt, með ánægjulegan keim af kúmeni og ögn af timjan og því fylgir þeytt smjör. Þetta smjör var það fyrsta sem hristi upp í mér þetta kvöld. Það er nefnilega sætt. Þegar ég spurði út í þetta komst ég að því að smjörið er þeytt með vanilluskyri! Eitt og sér, verð ég að segja, bragðaðist smjörið meira eins og fyrstu skrefin í smá- kökudeigi, en með krydduðu brauð- inu einfaldlega virkaði þetta og var meira að segja frekar gott. Veitingahúsa- rýni: Matwerk Við Laugaveg, rétt neðan við Snorrabraut, blasir Matwerk við. Frá götunni séð er staðurinn mjög flottur og stórir gluggarnir lýsa upp götuna með lokkandi hætti. Orri Huginn Ágústsson lét lokkast, en hann er nýr veitingahúsarýnir Matarvefs mbl.is Morgunblaðið/Golli Brjálaður Bragðaref- ur, syndsamlega góð- ur ís úr brenndu smjöri með súkkulaði og lakkrís mylsnu. Stjarna kvöldsins Þessi réttur er nóg til að réttlæta tilvist Mat- werks og ég vona að hann verði alltaf á mat- seðlinum. Matwerk Matur bbbbn Þjónusta bbbbn Umhverfi bbbbm Heildareinkunn bbbb  SJÁ SÍÐU 66 Klassík Tvenns konar lambakjöt var á diskinum, innlærisvöðvi eld- aður sous-vide auk skanka sem var virkilega góður. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni@hitataekni.is hitataekni.is Mótorlokar fyrir allar stærðir kerfa. Getum einnig boðið mótorloka á allar algengustu gerðir loka frá öðrum framleiðendum. Gæðamótorlokar frá Sviss Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.