Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 83
tónninn, festist þannig að urg
heyrðist í stað óms. En eftir-
vænting lítils drengs hafði ekk-
ert að gera með þessa byrjunar-
erfiðleika á heimsókn Ellenar og
Sverris heldur þýddi hún fyrir
honum að nú yrði gaman. Nú
yrði kátt í höllinni. Sverrir
frændi myndi leiða söng gesta að
lokinni hnallþóruveislu móður-
innar og millirödd Siggu Pöllu,
mágkonu pabba hans, fullkomna
gjörninginn. Þannig hafði þetta
verið frá því að hann mundi eftir
sér og myndi alltaf verða.
Já, hátíðarstundir á heimili
mínu, sem nær allar enduðu á
söng þar sem annar góður
frændi, Haraldur frændi, lék
undir á sænsku Svenska Piano-
fabriken-slaghörpuna við austur-
vegginn, voru sannarlega til-
hlökkunarefni og örugglega yrði
nú sem fyrr byrjað á „Geng ég
fram á gnípur“ eins og alltaf. Þar
fór fremst glæsirödd Sverris
frænda, hljómfögur og hrein, og
sú hljómar enn innra með mér
eitthvað sem aldrei verður tekið
frá manni og minnir á vináttu,
samkennd og samstöðu en um-
fram allt tign og fegurð tónlistar.
Og þrátt fyrir að Bítlarnir og
Rolling Stones bönkuðu harka-
lega upp á á unglingsárum með
óborganlegum gáska og galsa er
bjölluhljómur heimsókna Sverris
frænda og fleiri góðra ættingja
og fjölskylduvina sá hreini tónn,
sem eitt sinn snerti lítið barns-
hjarta og hefur síðan verið heil-
brigt viðmið í ólgusjó tónlistar-
flórunnar. Leiðandi í þessum
mikilvægu kynnum var gaman-
sami menntamaðurinn, skóla-
stjórinn, blaðamaðurinn, ljós-
myndarinn og skáldið Sverrir
Pálsson, ættaður úr Bárðardal
þaðan sem fleira gott kemur en
feitt kjöt, nefnilega menningar-
leg tónlist manna eins og afa
okkar, Sigurgeirs Jónssonar frá
Stóruvöllum, sem ungur leitaði
hins hreina tóns og fann.
Guð blessi hin hreina sanna
tón, Guð blessi Íslenskt söngva-
safn (bæði bindin) og Guð blessi
Sverri frænda.
Egill Eðvarðsson.
Andlát Sverris kom okkur
ekki á óvart. Við vissum, að
skapadægur hans var ekki langt
undan, svo mjög hafði heilsu
hans hrakað síðustu mánuðina.
Hvíldin varð honum líkn.
Sverrir kenndi okkur íslensku
í Gagnfræðaskóla Akureyrar í
þrjá vetur. Kennsla hans var
rökföst og heildstæð, borin uppi
af ást og virðingu fyrir móður-
málinu. Hann gerði kröfur, ekki
aðeins til okkar, heldur einnig til
sjálfs sín, veitti ákúrur, ef illa var
unnið, gladdist er vel gekk.
Ólesnir nemendur voru honum
ekki að skapi, þeir, sem tóku
áminningu, skiluðu árangri. Það
var gott að vera nemandi hans
og enn, sex áratugum síðar,
munum við margt úr kennslu
hans.
Gagnfræðaskóli Akureyrar
var starfsvettvangur Sverris alla
tíð. Hann lauk cand. mag. prófi
haustið 1947, rétt orðinn 23 ára,
yngstur þeirra, sem slíku prófi
lokið hafa, og hóf þá starf við
Gagnfræðaskólann, fyrst sem
kennari, en frá 1963 sem skóla-
stjóri allt til vorsins 1989, er
hann fór á eftirlaun. Við, gamlir
nemendur hans, urðum allir
samstarfsmenn hans og nemend-
ur hans í þeim skilningi, að hann
var óspar á að leiðbeina okkur
hvenær sem þörf var. Fjölmargt
af því sem hann gerði, varð okk-
ur fyrirmynd, ekki síst eftir að
við fórum sjálfir að stjórna skól-
um á Akureyri. Það reyndist
okkur ekki síðra en þykkar bæk-
ur og námskeið.
Sverrir bar hag Gagnfræða-
skólans mjög fyrir brjósti. Hon-
um hafði verið trúað fyrir skól-
anum og því sparaði hann hvorki
krafta né fyrirhöfn til að efla
hann, ekki síst á þeim tímum
breytinga í skólamálum, sem
urðu snemma á skólastjóraferli
hans. Framhaldsdeildirnar, fyrst
eitt ár, þá tvö og síðan þrjú;
sjúkraliðnámið, verslunarnámið;
þessi nýju tækifæri ungs fólks til
aukinnar menntunar voru hon-
um mikið metnaðarmál. Hann
hreif okkur með og við gerðum
okkar besta. Það urðu honum
mikil vonbrigði þegar framhalds-
deildirnar voru teknar af skól-
anum, ekki baráttulaust þó, en
vera kann, að það hafi verið hon-
um harmsbót, að tveim okkar
var falið að fleyta þeim áfram í
nýjum skóla, annar okkar kom til
baka og tók við stjórn skólans er
Sverrir hætti.
Sverri var fjölmargt til lista
lagt. Hann var söngvinn, söng í
kórum og lengi með vini sínum
Jóhanni Konráðssyni. Um sjö-
tugt fór hann í myndlistarnám;
bílskúrinn varð vinnustofa hans
og áttræður hélt hann málverka-
sýningu. Hann átti létt með að
skrifa og yrkja, gaf út þrjár
ljóðabækur auk bernskuminn-
inga.
Fyrir um áratug tókum við fé-
laganir að okkur fyrir hvatningu
Sverris að skrá sögu Gagnfræða-
skóla Akureyrar, sem hafði verið
lagður niður, en mátti ekki falla í
gleymsku. Hann fræddi okkur
og hvatti til dáða, þegar á móti
blés lægði hann öldurnar. Við
urðum aftur nemendur hans, nú í
skólasögu Akureyrar.
Það var bæði hollt og gott að
eiga þau Sverri og Ellen að vin-
um. Á heimili þeirra ríkti friður
og ró, bland liðins tíma og nú-
tíma, sagnabrunnur Sverris virt-
ist óþrjótandi og hlýja Ellenar
einstök. Spjall yfir kaffibolla og
kökusneið eða konfektmola gerði
tilveruna tímalausa.
Við vottum Ellen, börnum
þeirra og fjölskyldum, okkar
dýpstu samúð.
Góður drengur er genginn.
Guð blessi minningu hans.
Baldvin Jóh. Bjarnason,
Bernharð Haraldsson,
Magnús Aðalbjörnsson.
Seint mér vilja um sefa garð
sjatna hin fornu kynni.
Þessi orð Fornólfs koma mér
nú fyrst í hug þegar kennari
minn og vinur, Sverrir Pálsson,
er kvaddur. Sextíu og þrjú ár
verða á hausti komanda liðin frá
því að fundum okkar bar fyrst
saman. Þá var hann þrítugur, ég
þrettán ára. Hann hafði þá fyrir
sjö árum lokið prófi í íslenskum
fræðum og eftir það verið móð-
urmálskennari í Gagnfræðaskóla
Akureyrar sem hann helgaði síð-
an krafta sína til starfsloka, þar
af 26 ár sem skólastjóri. Hjá mér
tóku við þrír námsvetur til lands-
prófs þar undir leiðsögn hans.
Um farnað og giftu barna og
unglinga á mótunarskeiði æsku-
áranna getur sköpum skipt
hverja þau umgangast og hverj-
um þau kynnast – hvort tekst að
laða fram og efla þá þætti í skap-
höfn og persónuleika ungling-
anna sem í senn má ætla að séu í
mestu samræmi við áhugamál
þeirra og hneigðir, en jafnframt
líklegastir til að beina þeim á
rétta hillu í lífinu.
Skemmst er frá því að segja
að af óvandabundnu fólki varð
Sverrir Pálsson á unglingsárum
mínum sá „mentor“ sem meiru
réð um hvaða götu ég gekk til
náms og starfa en ég gerði mér
þá grein fyrir. Fyrir það á ég
honum þökk að gjalda, en sú
þakkarskuld nær einnig til Ell-
enar konu hans sem með gerð-
arþokka sínum, hlýju og kven-
legri prýði saknar nú góðs
drengs eftir langa samfylgd.
Nærri þykist ég fara um hvern
þátt hún átti í lífsgæfu hans.
Heimili þeirra stóð mér opið frá
fyrsta ári okkar kynna. Um það
geymi ég dýran sjóð góðra minn-
inga.
Í bókinni „Gagnfræðaskóli
Akureyrar. Saga skóla í sextíu
og sjö ár“ sem út kom 2009 rifj-
aði ég í grein upp minningar
mínar frá skólavistinni þar og
lýsti nánar en hér verður gert
kynnum okkar Sverris, kennar-
ans og mannsins, og þeim áhrif-
um sem hann hafði á mig ungan.
Ófáir eru hins vegar þeir nem-
endur orðnir sem nutu kennslu
hans og lutu skólastjórn hans
eða minnast mega annars sem
hann vann samfélagi sínu til
þarfa, því að hann var starfsam-
ur maður. Það sést gleggst nú
þegar hann er allur og litið er yf-
ir farinn veg.
Þrátt fyrir langæ veikindi í
æsku varð Sverrir stúdent
sautján ára, enda góðum gáfum
gæddur og samviskusamur
námsmaður, og í kennslunni
gerði hann engu minni kröfur til
sjálfs sín en nemendanna. Í ætt-
um hans sunnan og norðan heiða
var og er margt duglegt og
reglusamt hæfileikafólk, sem í
engu má vamm sitt vita og jafn-
framt er margt til lista lagt. Fé-
lags- og trúnaðarstörfum sem
Sverri voru falin var því vel
borgið. Tónlist er rík ættarfylgja
í frændgarði hans, enda var hon-
um gefin ágæt söngrödd sem
kórar og kvartettar nutu
löngum. Eftir að dagsönninni
létti fór hann að mála, sótti nám í
myndlist og hélt sýningu og gaf
fallega út þrjár ljóðabækur og
bráðskemmtilega minningabók
sem sýna hneigð hans og hæfni á
ritvellinum, að ógleymdri „Sögu
Akureyrarkirkju“ þaðan sem út-
för hans verður gerð í dag og
hann síðan lagður til hvíldar á
Höfðanum.
Ég hygg að Sverrir hafi verið
þess fullviss að þar með væri
leiðinni ekki lokið. Í þeirri trú
kveðjum við hjónin hann og vott-
um ástvinum hans samúð.
Hjörtur Pálsson.
Þær voru ófáar klukkustund-
irnar, dagarnir jafnvel, sem
Sverrir Pálsson veitti nýstofnuðu
Minjasafni á Akureyri í byrjun 7.
áratugarins. Brennandi menn-
ingaráhugi einkenndi Sverri,
sem fékk m.a. farveg í starfi fyr-
ir Minjasafnið á Akureyri. Sverr-
ir sat í stjórn safnsins frá stofn-
un þess 1962 fram til 1982 og var
formaður stjórnar frá 1978-1982.
Þessa fyrstu áratugi í starfi
Minjasafnsins vann Sverrir öt-
ullega að uppbyggingu og um-
gjörð starfs þess í samstarfi við
Þórð Friðbjarnarson, þáverandi
safnstjóra, og aðra forvígismenn
safnsins. Langþráð viðbygging
við húsnæði safnsins í Kirkju-
hvoli var vígð árið 1978, sem
breytti starfsemi safnsins til hins
betra. Kirkjan á Svalbarði var
flutt á lóð Minjasafnsins og gerð
upp á árunum 1970-1972 og er í
senn bygging og stærsti safn-
gripur safnsins.
Þegar Sverrir hætti stjórnar-
störfum tók hann til við að skrifa
sögu Minjasafnsins á Akureyri,
sem hann hafði átt svo ríkan þátt
í að móta. Áhugi Sverris á starfi
safnsins og viðgangi þess dofnaði
aldrei og gaf hann safninu eigið
myndasafn frá tíð sinni sem
fréttaritari Morgunblaðsins
1962-1982.
Sverrir var einn af brautryðj-
endum og eldhugum í safnastarfi
á mótunarárum Minjasafnsins.
Við sem þar störfum við varð-
veislu menningararfsins njótum
ávaxtanna í áframhaldandi upp-
byggingu.
Nú leggur þú á hinn ljósa vog,
sem liggur á milli stranda.
Þér verður fagnað af vinum, þar
sem verðir himnanna standa,
sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim
af eyðimörk reginsanda.
En þín við minnumst með þökk í hug
sem þess sem við líkjast viljum.
Og fetum veginn í fótspor þín,
hve fátt og smátt, sem við skiljum.
Það léttir þá raun að rata heim
í reynslunnar hörkubyljum.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Fyrir hönd Minjasafnsins á
Akureyri,
Haraldur Þór Egilsson,
safnstjóri.
MINNINGAR 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017
✝ Ársæll Jó-hannes Jóns-
son fæddist á Önd-
verðarnesi á
Snæfellsnesi 3.
október 1928.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
26. mars 2017.
Foreldrar hans
voru Jón Þorleifur
Sigurðsson, f.
1893, d. 1961, og
Guðrún Jóhannesdóttir, f.
1889, d. 1948. Systkini Ársæls
eru Óskar Jón Jónsson, f.
1915, d. 1986, María Lilja
Jónsdóttir, f. 1916, d. 1989,
Jóhannes Ragnar Þorsteinn
Jónsson, f. 1919, d. 1971, Guð-
rún Jóna Jónsdóttir, f. 1925,
d. 2008, Ástrós Sigurbjörg
Jónsdóttir, f. 1927, d. 2009,
Ragnhildur Steinunn Jóns-
dóttir, f. 1931. Ársæll átti tvo
hálfbræður, Gunnar Ásgeir
Steinsson Ásgeirsson, f. 1910,
d. 1987, og Þórð Sveinbjörns-
son Ásgeirsson, f. 1912, d.
1963. Eftirlifandi kona Ársæls
er Katrín Guðmundsdóttir frá
Súðavík, f. 29. desember
1925. Foreldrar hennar voru
Guðmundur Óskar Þorleifs-
son, f. 1884, d. 1964, og
Ágústína Jónsdóttir, f. 1884,
d. 1957. Börn Ársæls og Katr-
Peter jr, f. 2. nóvember
1983, og Soley, f. 27. janúar
1981, gift Louis Zeppetelli, f.
5. maí 1977, og eiga þau Bo-
den, f. 8. nóvember 2015.
Ársæll bjó lengst af á
Akranesi og í Keflavík og
starfaði í 49 ár hjá varnarlið-
inu á Keflavíkurflugvelli.
Ársæll spilaði með knatt-
spyrnuliði ÍA á Akranesi.
Hann tók þátt í stofnun
Knattspyrnufélags Keflavík-
ur og var virkur þátttakandi
innan knattspyrnuhreyfing-
arinnar. Hann var einnig
knattspyrnudómari og eft-
irlitsdómari seinna meir. Ár-
sæll vann til margra viður-
kenninga, þar á meðal fyrir
dómgæslu hjá KSÍ og ÍSÍ og
fyrir þjálfun yngri flokka
Keflavíkur.
Ársæll lék á klarínett og
saxófón og spilaði á árum
áður á böllum á Suður-
nesjum. Hann fékk viður-
kenningu frá Lúðrasveit
Akraness fyrir vel unnin
störf.
Ársæll bjó í Garðabæ síð-
ustu árin.
Útför Ársæls fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6.
apríl 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Meira: mbl.is/minningar
ínar eru: 1) Jón
Rúnar, f. 4. októ-
ber 1954. 2) Óskar
Ágúst, f. 25. júní
1956. Börn hans
eru: a) Björg Rún,
f. 14. október
1979, gift
Tryggva Ingólfs-
syni, f. 2. júní
1981. Sonur
þeirra er Óskar, f.
24. júní 2015. b)
Katrín Ósk, f. 14. október
1979, gift Viðari Steini Árna-
syni, f. 17. maí 1976. Þau eiga
tvo börn: Elísabetu Ósk, f. 20.
nóvember 2009, og Rebekku
Sigrúnu, f. 8. desember 2015.
c) Ársæll Páll, f. 31. ágúst
1990, sambýliskona hans er
Salóme Guðmundsdóttir, f. 21.
október 1983. 3) Jóhannes
Sævar, f. 23. ágúst 1958. 4)
Sigurgeir Kári, f. 23. ágúst
1958, kvæntur Kristínu Magn-
úsdóttur, f. 4. desember 1960,
og eiga þau tvö börn: Theo-
dór, f. 5. febrúar 1997, og
Kára, f. 5. febrúar 1997.
Kristín átti áður Magnús Stef-
ánsson, f. 20. ágúst 1988.
Katrín, kona Ársæls, átti áður
Guðmundu Ásdísi Guðbjörns-
dóttur, f. 28. maí 1949, gift
Peter Vita Sr, f. 29. septem-
ber 1949. Eiga þau tvö börn,
Sá allra ljúfasti maður sem
ég hef umgengist er fallinn frá.
Pabbi. Fyrstu ár hans voru án
efa ansi athyglisverð þar sem
hann bjó í pínulitlu húsi með
mörgum systkinum fjarri allri
byggð á vestasta tanga lands-
ins, Öndverðarnesi á Snæfells-
nesi. Afi var nefnilega vitavörð-
ur þar og reri til sjós á smá
árabáti til að hafa ofan í allan
hópinn. Til að drýgja tekjurnar
bruggaði afi í helli í bjarginu og
eina leiðin þangað var sjóleiðis.
Bestu viðskiptavinirnir voru
strákarnir á varðskipinu, sem
kunnu augljóslega vel að meta
gæðavöru framleidda af
stærsta sprúttsala á Vestur-
landi. Vinnusemi var því pabba
í blóð borin. Mjög ungur fór
pabbi út á vinnumarkaðinn með
litla skólagöngu og vann ýmsa
vinnu sem bauðst. Hann kynn-
ist mömmu (Katrínu Guð-
mundsdóttur) og þau eignast
fjóra drengi og eina stúlku á
stuttum tíma. Leið þeirra lá til
Keflavíkur, en þar reistu þau
hús við Melteig 6 fyrir hópinn.
Síðar flyst fjölskyldan upp á
Akranes en þar bauðst pabba
vinna hjá Sementsverksmiðju
ríkisins. Þvílík veisla sem það
var að alast upp á Skaganum
og oftar en ekki þurfti mamma
að hlaupa á eftir mér út á
Langasand til að fá mig í hátt-
inn. Pabbi æfði og spilaði með
ÍA í knattspyrnu og þjálfaði Al-
bert Guðmundsson þá eitt sum-
arið. Fótbolti var hans helsta
áhugamál auk tónlistarinnar.
Hann spilaði á saxófón og klar-
ínett með Lúðrasveit Akraness
og fékk verðskuldaða viður-
kenningu fyrir vel unnin störf.
Svo kom Kaninn og allir fóru á
Völlinn, svo suður til Keflavík-
ur var aftur haldið. Pabbi byrj-
aði sem málari hjá hernum en
fékk síðar stöðu sem fólst í að
sjá um verkfæraútleigu til allra
á vellinum. Þarna kynntist
hann öllum á „base-inum“. Nú
spyr ég, gekk tíminn hægar í
þá daga? Hvernig fór hann að
þessu? Vinna fullu vinnu,
byggja höll handa okkur
(Skólavegur 44), og hafa tvö
stór áhugamál sem tóku mikinn
tíma? Ég þekki ekki marga í
dag sem myndu þiggja lítil sem
engin laun fyrir þjálfun, dóm-
gæslu og annað óeigingjarnt
starf við uppbyggingu Knatt-
spyrnufélags Keflavíkur
(KFK). Kær vinur hans pabba,
Sigurður Steindórsson, féll frá
fyrir nokkrum dögum, og vil ég
senda fjölskyldu hans og fjöl-
skyldu Guðjóns Finnbogasonar,
milliríkjadómara, sem var mik-
ill vinur hans, innilegar sam-
úðarkveðjur. Ég vona að pabbi
fái að hitta alla þessa meistara
á ný og rifja upp góða sigra.
Það er með engu móti hægt að
þakka fyrir hvað Ársæll Jóns-
son veitti mér og þær eru
ógleymanlegar og kærar stund-
irnar sem ég og börnin mín átt-
um með honum. Hvíl í friði,
ljúfastur.
Óskar Á. Ársælsson.
Elsku besti afi okkar. Nú
ertu fallinn frá. Okkur systrum
þótti svo vænt um hvað þú
varst alltaf góður við okkur og
leyfðir okkur alls konar vit-
leysu. Við gleymum því aldrei
þegar við ákváðum einn daginn
að fá okkur kisu án þess að
hafa þig eða ömmu með í ráð-
um. Í þeim tilgangi gengum við
niður Skólaveginn með viljann
að vopni, fórum hús úr húsi og
spurðum íbúa við götuna hvort
einhver ætti kisu til að gefa
okkur. Eftir árangurslausa leit
og við systur að niðurlotum
komnar snerist heppnin okkur í
vil. Í húsi skósmiðsins fengum
við þær upplýsingar að flæk-
ingsköttur hefði dvalið í garð-
inum og höfðu ábúendur gefið
henni mat og drykk í einhvern
tíma. Þetta fyrirkomulag hent-
aði þeim illa og þótti því sjálf-
sagt að kötturinn færi heim
með okkur. Hæstánægðar með
nýju kisuna og vel unnið verk
trítluðum við aftur heim til þín
og ömmu. Þú tókst á móti okk-
ur með undrunarsvip og af hon-
um að dæma áttir þú síður en
svo von á að tilætlunarverkið
myndi takast. Þrátt fyrir mögu-
leg vonbrigði samþykktir þú
þennan nýja loðna fjölskyldu-
meðlim með þínu einstaka jafn-
aðargeði og bros á vör. Það er
þannig sem við minnumst þín.
Þú varst alltaf iðinn, vinnu-
samur og sérstaklega handlag-
inn. Skipulagshæfni þín var
einnig með eindæmum. Verk-
færum raðaðir þú og merktir
eftir kúnstarinnar reglum og
reikningar og aðrir pappírar
voru kirfilega flokkaðir á skil-
merkilegan hátt. Þér fannst
alltaf gaman að spjalla og póli-
tísk og samfélagsleg málefni
voru þér afar hugleikin. Þú
varst skynsamur í fjármálum
en vildir engu að síður alltaf
gefa okkur pening þegar við
fórum til útlanda. Þú varst
heiðarlegur og umhyggjusamur
og vildir allt fyrir alla gera. Þú
byggðir fyrir okkur glæsilegt
dúkkuhús og útbjóst skauta-
svell í garðinum svo fátt eitt sé
nefnt. Við vorum alltaf vel-
komnar því hjá þér áttum við
líka heima. Þú og þitt líf hefur
vissulega mótað okkur systur
en umfram allt hefur þú kennt
okkur að elska og fyrirgefa,
sýna þakklæti, jákvæðni og
viljastyrk. Þú kenndir okkur
svo margt og við erum ein-
staklega heppnar að hafa átt
afa eins og þig.
Við erum þakklátar fyrir all-
ar fallegu minningarnar og
samverustundirnar og við eig-
um eftir að sakna þín mjög
mikið. Hvíl í friði, elsku besti
afi.
Björg Rún og Katrín Ósk.
Ársæll Jóhannes Jónsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÁGÚSTA LÁRUSDÓTTIR,
Vesturbergi 18,
Reykjavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá
Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 11. apríl klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Oddssjóð, Reykjalundi.
Marinus Schmitz
Lárus S. Marinusson Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir
Sigurður Marinusson Irma Schortinghuis
Viktoría Marinusdóttir Gísli Már Finnsson
Einar Daði, Guðný Helga og Elías Hlynur
Jurjen Sindri og Arnar Smári
Viktor Smári og Lovísa Kristín