Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017
Bandaríska umræðan er sér-kennileg núna. Demókratar
leggja kapp á að þingið sé undirlagt
í rannsókn á því hvort Rússland,
persónugert í Pútín, hafi ekki
örugglega reynt að rugla kosning-
arnar í október. Enginn segir þó
„Pútín“ hafa reynt að hagræða
kosningaúrslitum enda var kosn-
ingin ekki á veraldarvefnum.
Leyniþjón-ustumenn segj-
ast telja að Rússar
hafi komið að inn-
broti í tölvukerfi
demókrata, en póst-
ar þar hafi illa þolað
dagsins ljós.
Markmið rann-sóknarinnar
er að kanna hvort
Trumpsmenn hafi
verið í vitorði með
Pútín. Ekkert rennir enn stoðum
undir það. Trump, sem stýrir um-
ræðunni fyrir sitt leyti með „tísti“,
sagði óvænt á dögunum að lið hans
hefði verið „hlerað“ í Trumpturn-
inum. Gaf Trump til kynna að
Obama hefði verið með puttann í
því. Þetta þóttu firn mikil og for-
dæmt af öllu pólitíska litrófinu.
En nú er komið á daginn að Sus-an Rice, öryggismálastjóri
Obama og einn hans nánasti sam-
starfsmaður, hafði krafist upplýs-
inga frá leyniþjónustunum um
menn úr liði Trumps, og að slíkir
væru nafngreindir í heimildarleysi.
Rice þverneitaði þessu aðeins 10
dögum fyrr, en sneri við blaði þeg-
ar sannanir lágu fyrir.
Nú er spurt: hvað vissi Obamaog hvenær og hver lak
trúnaðargögnum, sem Rice komst
yfir á vafasömum forsendum, til að
sverta Trump áður en hann hæfi
störf? Vopnin hafa snúist, hvernig
sem það endar.
Donald Trump
Skamma stund verð-
ur hönd höggi fegin
STAKSTEINAR
Susan Rice
Veður víða um heim 5.4., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Bolungarvík 0 snjókoma
Akureyri 0 snjókoma
Nuuk -8 skýjað
Þórshöfn 5 rigning
Ósló -1 léttskýjað
Kaupmannahöfn 6 skúrir
Stokkhólmur 1 skýjað
Helsinki 2 léttskýjað
Lúxemborg 15 heiðskírt
Brussel 15 heiðskírt
Dublin 12 súld
Glasgow 11 súld
London 14 léttskýjað
París 15 heiðskírt
Amsterdam 15 heiðskírt
Hamborg 13 þoka
Berlín 10 súld
Vín 15 skýjað
Moskva 0 heiðskírt
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 6 heiðskírt
Barcelona 9 heiðskírt
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 14 heiðskírt
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg 6 skýjað
Montreal 1 alskýjað
New York 1 rigning
Chicago 6 rigning
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:27 20:35
ÍSAFJÖRÐUR 6:26 20:45
SIGLUFJÖRÐUR 6:08 20:28
DJÚPIVOGUR 5:55 20:05
Vala Pálsdóttir er
nýkjörinn for-
maður Lands-
sambands sjálf-
stæðiskvenna en
ný stjórn var
kjörin á aukaað-
alfundi sam-
bandsins sem fór
fram í gær. Vala
er með B.Sc-
gráðu í viðskiptafræði frá Háskól-
anum í Reykjavík og meistaragráðu
í alþjóðamarkaðssamskiptum frá
Emerson College í Boston. Hún hef-
ur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu
og starfaði um árabil á RÚV og sem
forstöðumaður fjárfestatengsla hjá
Íslandsbanka.
Þá var hún kosningastjóri Ólafar
Nordal í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins sl. haust og starfaði með henni
fram yfir alþingiskosningarnar.
Auk Völu voru 14 konur kjörnar í
aðalstjórn Landssambands sjálf-
stæðiskvenna og hefur stjórnin þeg-
ar tekið til starfa og mun sitja fram
að næsta aðalfundi sem haldinn
verður að ári. Í tilkynningu kemur
fram að sjö þeirra komi nýjar inn í
félagið. ash@mbl.is
Vala Páls-
dóttir for-
maður LS
Sjálfstæðiskonur
kjósa sér nýja stjórn
Vala Pálsdóttir
Tillaga um að hafist verði handa við að skipu-
leggja byggð í Geldinganesi var tekin fyrir á fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld.
Tillagan var felld með 9 atkvæðum meiri-
hlutaflokkanna í borgarstjórn: Samfylkingar,
Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna
gegn sex atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknar og flugvallarvina sem greiddu atkvæði
með tillögunni.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokks, sem var flutningsmaður tillögunnar,
sagði að mikilvæg forsenda þess að lækka hús-
næðiskostnað væri að auka framboð á lóðum í
eigu borgarinnar. Úthlutun lóða í Geldinganesi
myndi stórauka framboð á byggingarlóðum í
Reykjavík á hagstæðu verði og þannig hafa afger-
andi, jákvæð áhrif á íbúða- og leigumarkaðinn.
Fulltrúar meirihlutaflokkanna sögðu hins veg-
ar að í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar væri
ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð í Geldinganesi
vegna áhrifa slíkrar byggðar á umhverfi og um-
ferð, samgöngukostnað og fleira. Gerð skipulags í
Geldinganesi sé engin lausn á núverandi ástandi á
húsnæðismarkaði.
Samkvæmt aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að
í Geldinganesi sé almennt útvistarsvæði með tak-
markaðri mannvirkjagerð sem þjóni útivist á
svæðinu. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Geldinganes Tillagan fékk ekki hljómgrunn.
Tillaga um byggð í Geldinganesi var felld
BAÐHERBERGIS-
ÞITTERVALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í
ósamsettum einingum, eða lætur okkur um
samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við
líka uppsetningu og endanlegan frágang.
Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM,
KLÆÐNINGUMOGEININGUM
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
HÁGÆÐADANSKAR
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
INNRÉTTINGAR
Opið:
Mán. til föstudaga kl. 09 til 18
Laugardaga kl. 11 til 15