Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017
Fennelsalatið drukknaði reyndar
svolítið í bragðmiklum fiskinum og
frekar ágengri sósunni, það mætti
útfæra það betur, því hugmyndin er
góð.
Aðalréttir kosta á bilinu 2.950-
5.700 kr., auk humarsins sem kostar
7.200 heilar kr. Humar er vitanlega
ekki ódýrt hráefni í innkaupum en
þetta er samt frekar bratt fyrir stað
sem gefur sig út fyrir að vera af-
slappaður, þótt hann sé í betri kant-
inum. Það þarf þó ekki að örvænta
því margir aðrir réttir eru álitlegir.
Bleikja með stökku roði var góð en
gróft saltið ofan á fiskinum var of
kröftugt, svo fyrir minn smekk var
þetta of salt. Ostrusveppakrem var
bragðgott en jarðartónarnir þar
báru réttinn aðeins ofurliði. Fínt
skorið mangóið og sykurbaunirnar
fóru fyrir lítið og frískleg jógúrt-
sósan var ekki nógu kröftug til að
jafna þetta út.
Lambið var góður réttur og það er
gaman að fá eitthvað annað en fille.
Tvenns konar lambakjöt var á disk-
inum, innlærisvöðvi eldaður sous-
vide auk skanka sem var virkilega
góður. Fínlegir jarðskokkarnir áttu
að vísu fullt í fangi með að ná í gegn-
um svartan, allt að því brenndan bal-
samic-gljáann, en hann var svo góð-
ur að það skipti engu máli.
Eftir aðalréttinn var ég ekki viss
um að hafa pláss fyrir eftirrétt en
þar sem ég veit fátt betra en góðan
eftirrétt lét ég slag standa, sem bet-
ur fer! Bragðarefur var syndsamlega
góður ís úr brenndu smjöri, með
súkkulaði og lakkrísmylsnu, borinn
fram í stórri krús, framsetningin ein-
föld og flott, við hverju býstu líka
þegar þú pantar þér bragðaref? Ég
verð þó að viðurkenna að ég fann
aldrei bláberin sem er talað um á
matseðlinum, en mér var bara alveg
sama. Löngu orðinn saddur gat ég
samt ekki hætt fyrr en ísinn var bú-
inn.
Stjarna kvöldsins var hins vegar
ástarpungurinn. Nýsteiktur og
stökkur að utan, léttur og við-
kvæmur að innan og kardimommu-
ilmurinn fyllti vitin. Þetta voru raun-
ar tveir ástarpungar. Rifnir í tvennt
lágu þeir á diskinum og drukku í sig
fáránlega góðan jógúrtísinn, sem lá í
sárinu og bráðnaði yfir þykka hvít-
súkkulaði sósuna neðst á diskinum.
Þessi réttur er nóg til að réttlæta til-
vist Matwerks og ég vona að hann
verði alltaf á matseðlinum.
Kokkteilar og skálvænt
Matwerk gefur sig líka út fyrir að
bjóða upp á gott drykkjaúrval og
fara kokkteilar þar fremstir í flokki.
8 kokkteilar eru á seðli, sem allir
kosta 2.390 kr. Kokkteilmenning ís-
lendinga er lítil, þrátt fyrir nokkrar
tilraunir síðastliðin 20 ár til að
breyta því. Yfirleitt eru bara einn
eða tveir tískudrykkir sem komast
að hjá landanum hverju sinni.
Nokkrir aðilar hafa þó unnið ötullega
í að auka hlut kokkteila undanfarin
ár og eru kokkteilarnir á Matwerk
liður í því. Þetta eru allt álitlegir
kokkteilar, sem notast við frumlegt
hráefni á borð við birkisýróp, reykt
döðlumauk, te úr íslenskum jurtum,
Omnom-súkkulaðibættan vodka og
jafnvel rauðkálsfroðu! Aðspurður
sagði þjónninn að hægt væri að út-
Matseðilinn
Matseðlinum er skipt upp í smá-
rétti, aðalrétti og eftirrétti, auk þess
sem eldhúsið býður upp á þrjá ólíka
fjögurra rétta seðla á tilboði, en slík
tilboð eru yfirleitt góð kaup og gefa
skemmtilega mynd af matreiðslu
staðarins. Þá er rétt að nefna hæfi-
lega stóran hádegisseðil, en réttir
þar kosta á bilinu 1.950-2.450 kr.
Smáréttirnir eru nákvæmlega
það. Litlir diskar, fallega framsettir.
Þeir eru á verðbilinu 1.950-2.450 kr.
Nautatartar er virkilega gott með
trufflumajónesi og parmesan. Sums
staðar hefur maður það á tilfinning-
unni að kokkurinn viti ekkert betra á
jörðinni en truffluolíu, svo hann not-
aði hana alla, bara í réttinn þinn.
Ekki á Matwerk. Hér var trufflu-
bragðið fínlegt og í góðu jafnvægi við
annað sem á disknum var. Létt súrs-
aður perlulaukur skar í gegnum fit-
una og svartrótin (sem er lítið notað
en stórkostlegt hráefni) dansaði vel
með kjötinu. Nauta-jerky var
skemmtileg hugmynd, en það var of
þurrt. Bragðgott var það en þegar
kjötið er orðið það stökkt að það
brotnar undir tönn veit ég ekki hvort
maður getur lengur kallað það jerky.
Heitreyktur lax með tartarsósu og
gellum var skemmtilegur réttur.
Túrmerikgulur og dillkryddaður
fiskurinn var mjög góður og djúp-
steikt gellan, sem maður sér ekki oft
á veitingastöðum, var fyrirtak.
búa óáfengar útgáfur af einhverjum
þeirra.
Þetta er til marks um þá vingjarn-
legu og afslöppuðu þjónustu sem
Matwerk vill bjóða upp á. Þar eru
allir boðnir og búnir að hjálpa,
spurningum er svarað eftir bestu
getu og meira að segja nýi þjónninn,
sem stóð sína fyrstu vakt, komst vel
frá sínu. Í það heila upplifir maður að
velgengni staðarins skipti starfs-
fólkið raunverulegu máli, og lyk-
ilatriði í því er að kúnnanum líði vel,
það er skemmst frá því að segja að
vel tókst upp með það.
Boðið er upp á húsvín frá tveimur
framleiðendum á 1.390 kr. glasið.
Það er annars vegar ítalskur chianti
eða pinot grigio, Villa Lucia frá Cast-
ellani, hvort tveggja frekar léttir,
frísklegir Ítalir og sæmileg húsvín.
Hins vegar eru það Pionero-vínin frá
Morandé, chardonnay og cabernet
sauvignon. Þetta eru vín sem hæfa
ágætlega bragðmiklum og
ákveðnum mat eins og borinn er
fram á Matwerk. Að öðru leyti eru
frönsk vín atkvæðamest á vínseðl-
inum.
Léttvín hafa löngum verið dýr á
seðlum íslenskra veitingahúsa. Mat-
werk breytir því ekki, þó að vínin þar
séu kannski ekkert dýrari en gengur
og gerist. Það sem mér finnst skipta
meira máli er að miðað við áhuga-
verð efnistök í mat og kokkteilum er
vínseðillinn merkilega lítið spenn-
andi. Ekki misskilja mig, þar er al-
veg ágæt vín að finna, eins og nýsjá-
lenskan sauvignon blanc frá Spy
Valley, en af hverju þarf að hafa tvö
sancerre (þó að þau séu bæði fín) á
seðli sem telur aðeins átta hvítvín?
Þó eru þrjú spennandi, lífræn,
frönsk vín á boðstólum og ágætt
grand cru frá Saint Emilion auk Bru-
nello frá Barone Ricasoli sem er
mjög fínt, en það er pláss til framfara
á vínseðli Matwerks svo að vínin sem
þar eru í boði séu jafn áhugaverð og
annað sem þar er boðið upp á.
Það er aftur á móti boðið upp á
þokkalegt úrval af bjór í flösku. Þar
eru bjórarnir frá Borg brugghúsi
fyrirferðarmestir. Það er ekki að
ósekju því þar á bæ halda menn
áfram að gera spennandi hluti og
margir bjóra þeirra eru vel til þess
fallnir að drekka með mat. Úrval er-
lendra flöskubjóra er ekki eins
spennandi, þar eru aðeins fimm á
lista, þar af bæði Nastro Azzurro og
Stella Artois, hvort tveggja ljós og
einfaldur lager. Þá eru betri kaup í
Víking á krana. Það er vert að minn-
ast á léttbjórinn sem í boði er, en það
er Franziskaner-hveitibjór. Vel
frambærilegur léttbjór sem gengur
alveg með mat.
Niðurstaðan er ...
Eftir góða máltíð finnst mér gott
að fá góðan espresso. Það er merki-
legt hvað veitingastöðum gengur al-
mennt illa að bjóða upp á gott kaffi
og það einskorðast ekki við Ísland.
Kaffið á Matwerk var reyndar
bragðgott, það verður að segjast, en
það er hæpið að kalla það sem ég
fékk espresso. Ég ætti auðvitað að
vita að til að fá alvöru espresso þarf
maður að fara á alvöru kaffihús, en
ég ætla bara ekki að læra.
Í það heila er kvöldstund á Mat-
werk er mjög ánægjuleg. Starfsfólki
tekst vel að gera stundina þar af-
slappaða og skemmtilega og mat-
urinn er fallegur og skemmtilegur.
Þar er verið að vinna með skemmti-
legt hráefni og það er vel gert. Það
verður gaman að fylgjast með Stef-
áni og félögum þróa sig áfram í fram-
tíðinni. matur@mbl.is
Greifalegt Svartar
flísar og voldug
ljósakróna gefa
hringborðinu
skemmtilegan blæ.
Notalegt Viður í stól-
um og skreytingum
ásamt brúnum leð-
ursófa eftir endilöng-
um vegg og brúnum
gólfflísum gefur staðn-
um hlýlegt yfirbragð.
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur
Hagkvæmur kostur til
upphitunar
Verð frá aðeins
kr. 180.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 90m2..
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma