Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússar vörðu bandamenn sína í Sýr- landi gegn ásökunum um að stjórn- arher landsins hefði beitt efnavopn- um í árás sinni á þorpið Khan Sheikhun á þriðjudaginn. Að minnsta kosti 72 létust í árásinni, þar af um tuttugu börn, og fjöldi annarra varð fyrir eftirköstum hennar. Gagnrýndu Rússar fyrirhugaða ályktun öryggisráðsins þar sem árásin var fordæmd og sögðu hana byggjast á röngum upplýsingum. Öryggisráðið fundaði í gær á sér- stökum neyðarfundi vegna árásar- innar. Þar lögðu Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn fram harðorða ályktun en í henni var kallað eftir skjótri rannsókn á árásinni. „Við erum að tala um stríðsglæpi á stórum skala, stríðsglæpi með efna- vopnum,“ sagði Francois Delattre, sendiherra Frakka í ráðinu, áður en hann hélt til fundarins. Utanríkis- ráðuneyti Rússa sagði hins vegar fyrr um daginn að orðalag ályktun- arinnar væri „óásættanlegt í grund- vallaratriðum“. Héldu yfirvöld í Moskvu því fram að herþotur stjórnarhersins hefðu skotið á „vöruhús hryðjuverka- manna“ og að þar hefðu sprengjur með eiturefnum verið framleiddar. Við árásina hefðu eiturefnin dreifst um næsta nágrenni með hörmuleg- um afleiðingum. Lofuðu Rússar því að þeir myndu halda áfram að styðja við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Gagnrýndi stuðning Rússa Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkj- anna í öryggisráðinu, beindi spjótum sínum að Rússum fyrir að styðja As- sad. „Hversu mörg börn þurfa að deyja í viðbót til þess að Rússum standi ekki á sama?“ spurði hún í ræðu sinni í gær. Sýrlenski stjórnarherinn neitaði fyrir sitt leyti í gær að hafa nokkurn tímann beitt efnavopnum, hvorki í nútíð, fortíð né í framtíð. Læknar án landamæra sögðu hins vegar að fórnarlömb árásarinnar sýndu þess öll merki að þau hefðu orðið fyrir taugaeitri á borð við saríngas. Stjórnarherinn er grunaður um að hafa beitt slíku gasi einnig árið 2013 í nágrenni Damaskusar. Á sama tíma helltust fordæming- arnar yfir sýrlensk stjórnvöld. Ant- ónio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að árásin væri til sanninda um þá stórfelldu stríðsglæpi sem átt hefðu sér stað í sýrlenska borgarastríðinu og Frans páfi sagði árásina „óásættanlega slátrun“ sem sig hryllti við. Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi einnig árásina og sagði hana ólýsanlega. Var hann spurður hvort árásin myndi leiða til stefnu- breytingar gagnvart Assad, en Trump hafði áður gefið í skyn að hugsanlega yrði hægt að semja frið þó að hann yrði áfram í forsetastóli. „Þið munuð sjá,“ var svar forset- ans. Íranir bættust óvænt í hóp þeirra sem fordæmdu árásina, en þeir hafa verið í hópi ötulustu stuðningsmanna Assads. Tóku þeir þó fram að mögu- legt væri að „hryðjuverkamenn“ hefðu staðið á bak við hana. „Hversu mörg börn þurfa að deyja í viðbót?“  Rússar lögðust gegn harðorðu orðalagi í fyrirhugaðri ályktun öryggisráðsins 25 km Ásakanir og afneitanir Rússland: Flugher Sýrlands réðist á „vöruhús hryðjuverkamanna“ sem innihélt „eitruð efni“ SÞ:António Guterres, frkv.stjóri, fordæmdi „stríðsglæpi“ í Sýrlandi og stöðug brot á „alþjóðlegummannréttindalögum“ 100 km Fjöldi óbreyttra borgara féll í loftárás á þriðjudaginn, þar á meðal börn, og olli hún reiði víða um heim Sýrland: Stjórnvöld neita að þau hafi beitt efnavopnum Heimildir: ISW, SOHR, AFP (m.v. 30. mars 2017) Uppreisnarmanna Tyrkja Stjórnarhersins Ríki íslams Kúrda Svæði undir stjórn Efnavopn sem þegar hefur verið beitt í Sýrlandi Einkennin sem fylgdu árásinni voru meðal annars að augasteinar minnkuðu, fórnarlömbin fengu krampa og froðufelldu TYRKLAND Aleppó Latakía Idlib Homs Khan Sheikhun Kobane Raqqa Díklóródíetýl súlfíð Dreyfist í úðaformi þegar fallbyssu- skot springur Notað af: Ríki íslams Dreifist um allt Veldur tímabundinni blindu, vökva í lungum, bruna og blæðingum Sinnepsgas Að sögn sleppt úr þyrlum í tunnusprengjum Notað af: Sýrlandsstjórn Eyðileggur öndunarfæri, veldur köfnun og krabbameini Klórgas DAMASKUS TYRKLAND JÓRDANÍA ÍR AKIdlib LÍ B. ESB: Bretland: Sýrland: „Yfirherstjórnin hafnar því alfarið að hún hafi beitt nokkrum efnavopnum eða eitruðum efnum“ Bandaríkin: Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ber „höfuðábyrgðina“ „Allt bendir til þess að stjórnvöld hafi verið að verki“ „forkastanleg“ og „óþolandi“ árás af hálfu Assads Evrópuþingið samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta svonefnd „rauð strik“ í viðræðum Evrópusam- bandsins við Breta um útgöngu hinn- ar síðarnefndu úr sambandinu. Setti þingið þar með fram hörð samnings- markmið fyrir viðræðurnar, en það mun þurfa að samþykkja hina endan- legu niðurstöðu viðræðnanna þegar þeim lýkur eftir tvö ár. 516 Evrópu- þingmenn greiddu atkvæði með ályktuninni en 133 á móti. 56 sátu hjá. Þingið fylgdi að miklu leyti sömu drögum og Donald Tusk, forseti Evr- ópuráðsins, setti fram í síðustu viku, þar sem meðal annars var kveðið á um að ekki yrði rætt um mögulegan viðskiptasamning við Breta fyrr en útgönguviðræðurnar væru komnar langt á veg, þvert á óskir Breta. Hins vegar var ekkert minnst á Gí- braltar í ályktun þingsins, en í drög- unum var lagt til að Spánverjar fengju úrslitavald um það hvort sam- komulag milli Breta og ESB næði einnig til Gíbraltar. Leiddi það til skarpra orðaskipta á milli Bretlands og Spánar, þar sem því var jafnvel fleygt fram að Bretar myndu fara í stríð til þess að verja fullveldi sitt við Gíbraltar. Umræðan um ályktunina tók á sig ýmsar myndir. Guy Verhofstadt, fulltrúi þingsins í viðræðunum, spáði því að yngri kynslóð Breta myndi aft- ur vilja aðild að sambandinu og myndi líta á Brexit sem innanflokks- slag innan breska Íhaldsflokksins. Nigel Farage, þingmaður Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, sagði hins vegar samningsmarkmiðin sýna að Evrópusambandið hygðist koma fram eins og „mafíósar“. Þegar Ant- onio Tajani, forseti þingsins, sem er frá Ítalíu, gerði athugasemd við orða- lagið baðst Farage afsökunar og breytti því í „glæponar“. AFP Brexit Nigel Farage mótmælti samningsmarkmiðum ESB. Evrópuþingið dregur rauð strik  Gíbraltar ekki nefnt í ályktuninni Rússnesk yfirvöld rannsökuðu í gær mögulegar ástæður hryðju- verksins í St. Pétursborg á mánu- daginn, en fjórtán manns létust í því. Minningarathafnir um hina látnu voru haldnar í borginni í gær. Staðfest hefur verið að hinn 22 ára gamli Akbarjon Djalilov hafi gert sjálfsvígsárás á neðanjarðar- lestarkerfi borgarinnar, en líkams- leifar hans fundust á staðnum. Ekki er þó vitað hvort hann er talinn meðal þeirra fjórtán sem sagðir eru hafa látist. Öryggismyndavélar sýna Djalilov ferðast um borgina með bakpoka og tösku. Verið er að kanna hvort hann hafi haft einhver tengsl við Ríki íslams. AFP St. Pétursborg Kveikt var á kertum í Dómkirkju hinnar heilögu þrenningar. RÚSSLAND Enn ekkert vitað um ástæður Djalilovs Steve Bannon, pólitískur ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkja- forseta, hefur misst sæti sitt í þjóð- aröryggisráði Bandaríkjanna. Trump var gagnrýndur víða í upp- hafi forsetatíðar sinnar þegar hann samþykkti forsetatilskipun þar sem Bannon var úthlutað sæti í ráðinu, en þar er farið yfir viðkvæm mál- efni sem snerta öryggis- og varn- armál Bandaríkjanna. Fréttamiðlar vestanhafs segja að ákvörðunin nú sé afleiðing af skip- un H.R. McMaster í stöðu þjóðarör- yggisráðgjafa. McMaster hafi viljað tryggja stöðu sína innan ráðsins með því að losna við Bannon úr því. Að öðru leyti miða breytingar á ráðinu að því að færa það aftur í sitt hefðbundna form. BANDARÍKIN Bannon missir sæti sitt í öryggisráðinu Klæðskeraskæri Verð 5.810– 7.980 kr. Stærðir 9“-12“ NÝ SENDING AF SPÆNSKU EÐALSTÁLI Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Hárskæri 4.620 kr. 16 cm 4.475 kr. Bróderskæri 2.785 kr. Gaffall 3.115 kr. 2.670 kr. 20 cm 25 cm 3.980 kr. 20 cm 3.380 kr. Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.