Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 105

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 105
MENNING 105 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmynd leikstjórans Sigurðar Antons Friðþjófssonar, Snjór og Salóme, verður frumsýnd á föstu- daginn, 7. apríl, en Sigurður á tvær kvikmyndir í fullri lengd að baki auk hennar, Ísabellu og Webcam. Líkt og í Webcam fara Anna Haf- þórsdóttir og Telma Huld Jóhann- esdóttir með tvö aðalkvenhlutverk- in í Snjó og Salóme en með aðal- karlhlutverkið fer Vigfús Þormar Gunnarsson. Allar þrjár kvikmyndir Sigurðar fjalla um ungt fólk í Reykjavík en með ólíkum hætti þó. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort þær tengist að öðru leyti. „Já, á þann hátt að þetta eru gamanmyndir eða gamandrama og fjalla um ungar konur á svipuðum aldri, þrítugs- aldrinum og fólk á þeim aldri, á svipuðum aldri og ég þegar ég var að gera myndirnar,“ segir Sigurður sem skrifaði handrit kvikmyndanna þriggja auk þess að leikstýra þeim. Óvenjuleg sambúð „Þetta er mynd um unga konu, Salóme, sem er búin að vera í sam- bandi með besta vini sínum, Hrafni, svona „on og off“ í 15 ár. Þau búa saman og það er dálítið óljóst hvar sambandið endar og vináttan byrj- ar og allt það. Síðan gerist það að Hrafn gerir stelpu ólétta að tvíbur- um og hún flytur inn til þeirra. Á sama tíma missir Salóme vinnuna sína á dálítið dramatískan hátt,“ segir Sigurður um söguþráð kvik- myndarinnar. – Hvaðan kom þessi saga? „Mig langaði að gera mynd um sambönd sem enda aldrei en enda svo allt í einu mjög brútalt. Þetta var sagan sem spratt upp úr þeim pælingum,“ svarar Sigurður. Spurður að því hvort hann hafi fengið ráðleggingar við handrits- skrifin segist Sigurður hafa sent handritið á vini og annað fólk sem hann hafi treyst til að gefa sér góð ráð á meðan á skrifunum stóð. „Þegar fyrsta uppkast er svo tilbúið sendir maður það á vini og leikara og fær „feedback“ frá þeim,“ bætir Sigurður við. Góðir leikarar og vinir Leikhópurinn í Snjór og Salóme er að stóru leyti sá sami og í Web- cam. Hvernig skyldi standa á því? Eru þetta vinir Sigurðar eða hefur hann sérstakt dálæti á þessu fólki? „Bæði. Þetta eru allt æðislegir leik- arar og stór hluti af þessum hópi eru góðir vinir. Þessi mynd er líka stærri framleiðsla en þær fyrri og þá er gott að hafa sem minnstar áhyggjur,“ segir Sigurður. Það dragi úr áhyggjum að þekkja fyrir þá sem hann ætli að vinna með. – Áttu þér einhverjar fyrirmynd- ir sem þú lítur til, einhverja leik- stjóra eða kvikmyndir? „Já, og af mörgum ólíkum ástæð- um. Ef við miðum við hvernig menn gera kvikmyndirnar sínar þá eru það menn eins og Joe Samberg og Duplex-bræðurnir og Kevin Smith að vissu leyti líka. Það eru indí- leikstjórar sem gera litlar myndir en gera þær alveg sínar eigin og al- veg sjálfir. Listrænt séð eru það líka aðrir stærri leikstjórar sem maður elskar og dáir og lítur upp til, t.d. Nicolas Winding Refn og Martin Scorsese.“ Sena létti róðurinn – Hvernig gekk þér að fjármagna gerð myndarinnar? Ég veit að það var töluvert basl með fyrri kvik- myndirnar tvær, ekki satt? „Jú, hinar voru náttúrlega gerðar algjörlega án tengsla eða vitneskju um hver næstu skref væru, dreif- ingu og svoleiðis. En núna vorum við þegar með samband við Senu sem gaf út síðustu mynd og gefur út þessa þannig að við tryggðum í raun og veru dreifingu í gegnum þá áður en við fórum í tökur. Það hjálpaði til,“ svarar Sigurður. Hann er að lokum spurður að því hvort honum þyki of fáar kvik- myndir gerðar um líf ungs fólks í höfuðborginni, þ.e. kvikmyndir á borð við þær sem hann hefur gert. „Já, en mér finnst líka yfirhöfuð of fáar myndir gerðar um ungt fólk, hvort sem það er í Reykjavík, á Ak- ureyri eða annars staðar. Og ekki bara um ungt fólk heldur líka fyrir það. Af mjög skiljanlegum ástæðum er reynt að hafa markhóp íslenskra kvikmynda sem víðastan hvað aldur varðar og ég hef fullan skilning á því,“ segir Sigurður. Það breyti því hins vegar ekki að of fáar kvik- myndir séu gerðar fyrir ungt fólk. Óvenjulegur ástarþríhyrningur  Þriðja kvikmynd Sigurðar Antons Friðþjófssonar, Snjór og Salóme, frumsýnd  Kvikmynd um ungt fólk fyrir ungt fólk Sjálflærður Sigurður Anton Frið- þjófsson kvikmyndaleikstjóri. Salóme Anna Hafþórsdóttir í hlutverki Salóme í kvikmyndinni Snjór og Salóme sem verður frumsýnd 7. apríl. Bandaríska rokksveitin Dr. Hook & The Medicine Show, sem stofnuð var árið 1968 af söngvaranum Ray Sawyer og söngvaranum og gít- arleikaranum Dennis Locorriere, átti margan smellinn á sínum tíma, lög á borð við „Sylvia’s Mother“, „A Little Bit More“, „Cover of the Rolling Stone“ og „When You’re in Love with A Beautiful Woman“. Þeir sem vilja hlusta á þá smelli og fleiri til geta glaðst yfir því að Dennis Locorriere mun, ásamt hljómsveit, halda tónleika í Eld- borg í Hörpu 24. júní næstkom- andi. Forsprakkinn Söngvarinn og gítarleikarinn Dennis Locorriere. Smellir Dr. Hook munu hljóma í Eldborg Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 5.30, 8, 10.15 SÝND KL. 5.30 SÝND KL. 8, 10.35 SÝND KL. 5.30SÝND KL. 8, 10.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.