Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017
✝ Guðlaug Guð-mundsdóttir
hjúkrunarfræð-
ingur fæddist 6.
september 1932 í
Hergilsey á Breiða-
firði. Hún lést 29.
mars 2017 á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnhildur
S. Jónsdóttir, f. 27.
júní 1897, d. 26. maí 1935, og
Guðmundur J. Einarsson, f. 3.
apríl 1893, d. 14. nóvember 1980.
Alsystkini Guðlaugar eru; Jón
Kristinn, f. 1918, d. 1991, Krist-
ján, f. og d. 1922, Jarþrúður, f.
1925, d. 1915, Svanhildur, f.
1929, d. 1993, Einar, f. 1931, d.
1913, óskírður drengur, f. og d.
1935. Systkini Guðlaugar sam-
feðra eru; Ragnar Guðmundur, f.
1935, d. 1914, Ragnhildur Guð-
rún, f. 1943, d. 1914, Hrafn, f.
1946, Hildigunnur, f. 1947, Hild-
ur Inga, f. 1949, Guðmundur Jó-
hann, f. 1951. Guðlaug giftist 4.
apríl 1959 Þórarni Kristni Hjör-
leifssyni frá Hnífs-
dal, f. 16. ágúst
1930, d. 7. janúar
2003. Fyrsta áratug
ævi sinnar ólst Guð-
laug upp í Hergilsey
en þá flutti fjöl-
skyldan upp að
Brjánslæk á Barða-
strönd og þar bjó
hún þar til haldið
var suður á bóginn
til náms. Guðlaug
nam hjúkrun bæði hér heima og í
Noregi og að námi loknu starfaði
hún lungann úr sinni starfsævi
sem hjúkrunarframkvæmda-
stjóri á Leitarstöð Krabbameins-
félags Íslands. Guðlaug var ætt-
stór og vinamörg og sinnti öllu
sínu fólki af ástúð og yndi alla
sína ævi. Hún var afskaplega vel
gift kona og ferðuðust þau hjón-
in landshorna á milli og um víða
veröld hvenær sem tækifæri
gafst til.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Landakotskirkju í dag, 6. apríl
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Elsku Gulla frænka mín.
Í síðasta skiptið sem ég var
með þér þótti mér ógjörningur
að draga mig burt frá þér vitandi
það að ég myndi ekki njóta þinn-
ar einstöku nærveru aftur.
Þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gefið mér og svo mörgum
öðrum.
Ég held að það að kunna að
lifa eins og þú sé tilgangur lífs-
ins.
Þín
Ragnhildur.
Upp heil 56 þrep þrammaði ég
dag hvern árum saman til að
komast í hjartahlýjuna hjá Gullu
og Þórarni á Háaleitisbraut 28
4.h.t.v, og þau „þrömm“ urðu æði
mörg eftir að lukkunnar pamfíll-
inn ég flutti þar inn.
Þó svo að bæði þrepin og
hjörtun væru færri sem tóku á
móti mér á Sléttuveginum síð-
ustu árin þá var þar ofgnótt af
kærleika því hún Gulla frænka
kunni svo sannarlega að elska.
Hún elskaði meira að segja upp-
hátt, bæði í orðum og í hljóðum.
Kærleiksorðin flæddu þegar hún
talaði um fólkið sitt og hljóðin
komu oft þegar hún sá fegurð
landsins og borðaði mat! Siginn
fiskur og selspik ollu t.d. oft á tíð-
um óum og æjum af ánægju.
Gulla frænka var meistarakokk-
ur og hafði mjög gaman af því að
gefa fólki að borða. Hún brúkaði
aldrei „dass eða slump“ í mat-
argerð sinni heldur skyldi allt ná-
kvæmlega mælt og vigtað og
mikil alúð var lögð í alla umgjörð
máltíðanna. Þegar nýjar upp-
skriftir voru prufaðar gaf Þór-
arinn það varlega til kynna hvort
henda ætti blaðinu eða geyma,
flest fór þó í möppuna. „Viltu
ekki fá þér aðeins meira, bara til
að þrífa diskinn“ er setning sem
líklega margir muna. Gulla
frænka var góð kona, hún var
faðmföst, hlý, umhyggjusöm,
dugleg, vinaleg, gáskafull, þolin-
móð, hjálpsöm og falleg. Hún var
góðsemin upp máluð og lagði
mikið upp úr því að gera vel við
fólk sitt og vini sína. Miðstöð
stórfjölskyldunnar á suðurhorn-
inu var hjá Gullu og Þórarni og
þar var oft margt um manninn og
glatt á hjalla. Hún yngdist upp á
nóinu við fjörugar minningarnar
og hafði afskaplega gaman af
gríni og glensi. Gulla var mín
örugga höfn, hjá henni átti ég
vísan stað, bæði í hjarta og hjálp.
Hún hefur verið til staðar fyrir
mig í gegnum lífið og aldrei
skorti samkennd eða leiðsögn.
Við töluðumst oft við svo tímun-
um skipti og ræddum allskonar;
við ræddum um tilvonandi ferða-
lög og þar af leiðandi dressin í
ferðatöskunni, um hvers vegna
fólk segir „það kemur í ljós“ sem
fór afskaplega í taugarnar á
frúnni, um sakamálaþætti og
hvort við værum búnar að „fatta
plottið“, um nýjar bækur og höf-
unda, um öll leikritin sem við
sáum, um kökur og mat, um fólk í
fréttum, um fjölskylduna okkar
og svo mætti lengi telja því ekk-
ert var óhult þegar kom að
vangaveltum okkar.
Við drukkum te í Toronto og
bjór í Brussel, við áttum yndis-
stundir með ástvinum í bústöð-
um víðsvegar um landið og und-
irbjuggum með ánægju
fermingar og afmæli þar sem
Gulla frænka gegndi oft því
merka starfi að skera niður
hveitikökurnar, hvort þær
skyldu enda í 6 eða 8 bitum var
þó alltaf álitamál! Nú er Gulla
frænka ennþá hamingjusamari,
hún er aftur orðin „Gulla og Þór-
arinn“ þar sem hennar mesta
hamingja hefur allaf verið. Hún
hlær og tístir núna af bullinu í
systkinum sínum, ættingjum og
vinum sem kvatt hafa svo ört síð-
ustu árin. Hún snýr sér í dans-
inum á silfurskónum sínum og
brosið nær svo sannarlega til
augnanna. Í hjarta okkar er
endalaust þakklæti, ekkert okkar
er ósnortið af þessari yndis-
frænku sem átti þrátt fyrir allt
afskaplega öfundsvert lífshlaup.
Ástarkveðjur fyrir hönd móð-
ur minnar, systkina og fjöl-
skyldna þeirra,
Sigrún Berglind og
Þorvarður.
Þá er hún Gulla móðursystir
mín látin. Hvað getur maður
sagt? Hræddur er ég um að það
verði eitthvað fátæklegt. Það er
svo ótal margt sem segja mætti
um Gullu – hún var einstök kona.
Hún átti sér sérstakan sess í lífi
þeirra sem kynntust henni og
umgengust. Fyrir þá sem urðu
þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
samleið með Gullu er óþarfi að
útskýra það eitthvað nánar –
þannig er það nú bara. Ég gæti
minnst á óþrjótandi umhyggju
hennar fyrir öllu sínu fólki,
skyldu sem óskyldu, glaðværð
hennar, lífsgleði, visku og innsæi.
Að henni horfinni situr eftir
tómarúm í tilverunni sem erfitt
er að sætta sig við. En minningin
um Gullu mun fylgja okkur þann
spöl sem ógenginn er – svo mikið
er víst.
En nú er ævisögu hennar lokið
– það var einstaklega falleg og
vel skrifuð saga.
Snæbjörn Reynisson.
Ég veit þú heim ert horfin nú
og hafin þrautir yfir
svo mæt og góð, svo trygg og trú
svo tállaus, falslaus reyndist þú
ég veit þú látin lifir!
(Steinn Sigurðsson.)
„Hún Gulla er farin.“ Þetta
sagði faðir minn þegar hann
hringdi til að láta mig vita að hún
Gulla okkar væri dáin. Farin til
hinna sem farnir eru líka, viljum
við trúa. Guðlaug, eða Gulla eins
og hún var alltaf kölluð, var fal-
leg og sterk manneskja, hún
hafði fágaða framkomu sem ein-
kenndist af hlýju og hjálpsemi,
kom það sér vel fyrir þann
starfsvettvang sem hún valdi sér,
hjúkrun. Gulla giftist Þórarni
föðurbróður mínum hinn 4. apríl
1959, þau voru eftirminnilega fal-
legt par, elskuð og dáð. Gat ég
tímunum saman setið og horft á
brúðarmyndina af þessum fal-
legu hjónum. Það var alltaf mikil
tilhlökkun að fá þau í heimsókn
vestur til okkar, þar sem tveir
bræður Þórarins bjuggu með
fjölskyldum sínum. Gulla og Þór-
arinn áttu fallegt heimili og nutu
þess að vera saman bæði heima
og á ferðalögum innanlands sem
utan. Þau voru miklir náttúru- og
tónlistarunnendur. Það var mikið
áfall fyrir Gullu að missa Þórarin
alltof snemma, en hann lést að-
eins 72 ára að aldri. Hún stóð
uppi sterk sem fyrr og hélt áfram
að hjálpa öðrum sem þurftu á
hjálp að halda og var alltaf boðin
og búin.
Ég vil fyrir hönd pabba, Jens
Hjörleifssonar, og fjölskyldu
hans þakka þér, elsku Gulla, fyr-
ir alla hlýjuna og umhyggjuna
sem þú veittir okkur og kveð þig
með söknuði.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig.
Sigríður Jensdóttir.
Elsku Gulla er nú flogin til
hinna englanna á himnum. Hún
var búin að flögra um gangana á
líknardeildinni í tæpa tvo mánuði
og strá kærleika í kringum sig en
svo kom að því að hún varð að
lúta í lægra haldi fyrir meininu.
Við sem elskum hana urðum að
sleppa takinu, leyfa henni að
fljúga burt því við vitum að opnir
kærleiksfaðmar bíða hennar í
öðrum heimi.
Hún var eins og engill í
mannsmynd, fallega hjúkrunar-
konan og ástin hans Þórarins,
föðurbróður míns. Þau tvö og
ástin voru samofin í huga okkar
sem nutum þess láns að eiga þau
í nánustu fjölskyldu. Ég man
hvað ég leit á starfið hennar af
mikilli lotningu því slíka virðingu
bar hún sjálf fyrir hjúkrunar-
starfinu og átti auðvelt með að
veita umhyggju og sýna kær-
leika. Æskuminningar mínar um
Gullu og Ninna eru sveipaðar
sérstökum ævintýraljóma og
gleði. Það var svo mikið fjör þeg-
ar þau komu vestur á sumrin og
ekki síður var skemmtilegt þegar
við komum suður á haustin og
gistum hjá þeim á Háaleitis-
brautinni.
Tengsl okkar Gullu urðu svo
enn nánari þegar ég kom suður í
Leiklistarskólann og fékk að
gista hjá þeim þangað til ég fyndi
mér samastað. Það var einmitt
þá sem í ljós kom að ég átti von á
barni og það kom í hennar hlut
að segja mér að svo væri. Það var
örlagarík stund en ég gat ekki
óskað mér betri bandamanns þá
mánuði sem á eftir komu. Þegar
barnið kom svo í heiminn, sex
vikum fyrr en áætlað var, fékk
Gulla að vera mér til halds og
trausts vegna tengsla við fæðing-
arlækninn, en á þessum árum
máttu fæðandi konur ekki hafa
neinn hjá sér ef faðirinn var ekki
til staðar. Þessi staðreynd hefur
tengt þau Arnald Mána órjúfan-
legum böndum því það var hún
sem „sá hann fyrst“.
Það var ekki bara svo að Gulla
væri kona Þórarins föðurbróður
míns, hún var líka frænka
mömmu. Það uppgötvaði pabbi
hennar, Guðmundur á Brjáns-
læk, fljótlega eftir að við fórum
að venja komur okkar þangað en
hann var rithöfundur og
ættfræðigrúskari. „Þú ert komin
út af henni Herdísi afasystur
minni sem ég týndi eftir að hún
fór vestur að Djúpi sem vinnu-
kona með séra Hálfdáni,“ sagði
hann glaður við mömmu og taldi
sig sjá ættarsvip í háu enni og
ljósu hári. Og þær voru ekki
lengi að finna til skyldleikans,
mamma og Gulla, og gerðu
stundum grín að Hvammsættar-
stoltinu sem þær fundu hvor í
annarri á ákveðnum augnablik-
um og bara þær tvær skildu.
Hún var samsett úr litríkum
þráðum því skaplaus var hún
ekki hún Gulla þótt blíðan og
góðvildin skinu oftast skærast.
Hún var lífsglaður bókaormur
sem kunni að leiða fólk saman og
láta öllum líða vel. Hún lifði til
fulls til hinstu stundar og var
mikilvæg fyrirmynd í listinni að
lifa og listinni að elska. Ég þakka
öll trúnaðarsamtölin og vinátt-
una sem hún sýndi mér og mínu
fólki og læt fylgja hér með ljóð
sem ég orti til hennar einn af-
mælisdag fyrir margt löngu.
Mild gola úr vestri
hvíslar í septembersól
að þennan dag eigir þú
Haustið á leið niður hlíðina
með ber á lyngi
eldrauðan birkiskóg
Sólin að síga
til vetrarbrauta
og ég eilíflega
á leið til þín.
Elísabet Þorgeirsdóttir.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að eiga ljósu eins og hana
Gullu; eiga mildu augun hennar
að og hlýjuna og vita að verndar
þeirra myndi ég alltaf fá að njóta.
Það skapaði litlum dreng öryggi,
unglingi alúð og manni sem full-
orðnast fullvissu um samkennd
og skilning. Það voru augun
hennar sem fyrst sáu mig þegar
ég leit þennan heim og þau munu
fylgja mér þar til ég hverf heim
til þeirra aftur, augun þín, Gulla
mín. Það er sárt að sakna og ég
kvíði þeirri tíð þegar hún kemur
en söknuðurinn bítur ekki enn
þar sem við áttum svo góðar
stundir síðustu helgina þína.
Fórum saman með ljóðin, sem
eru mér svo kær, því þau voru
þér svo kær, hjöluðum við Mar-
gréti litlu sem þú nefndir inn í
heim trúaðra við skírnina síðasta
sumar. Þessar síðustu gæða-
stundir með litlu börnunum mín-
um eru mér svo mikils virði og
kallast á við allar hinar, fullar af
trúnaði og trausti. Þakklæti og
fallegri kveðju. Þú vissir að stutt
væri eftir, bauðst góða nótt og
lygndir aftur augum. Það er
notalegt að geta lygnt aftur aug-
um og rifjað upp þessar stundir,
strokið vanga þinn og hvíslað.
Þakka þér, augna minna ljós.
Ljósan mín og leiðarstjarna, leið-
in liggur heim.
Arnaldur Máni.
Einhver mestu lífsgæði sem
ég hef notið er að hafa kynnst
góðu fólki.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann
sjálfur.
(Einar Benediktsson.)
Guðlaug var í þeim hópi. Árið
sem hún varð fimmtán ára réðst
hún í vist vestur á Patreksfjörð
til foreldra minna, Sigurveigar
Guðmundsdóttur og Sæmundar
Jóhannessonar. Mamma hafði þá
nýlega eignast sitt fimmta barn á
sjö árum og var Guðlaugu ætlað
að létta undir með henni. Ég var
tæplega tveggja ára á þessum
tíma og man ekki eftir öðru en að
Guðlaug hafi verið hluti af fjöl-
skyldunni. Hún var ekki blóð-
skyld okkur en tengslin voru
ekki minni fyrir það. Foreldrum
mínum þótti ekki síður vænt um
hana en eigin börn og hún sýndi
þeim mikla ræktarsemi meðan
bæði lifðu. Samband Guðlaugar
og mömmu var óvenjusterkt.
Mamma sagði oft hvað það hefði
verið sér mikils virði að fá Guð-
laugu inn á heimilið á Patreks-
firði. Pabbi var sjómaður og mik-
ið fjarverandi og hún oft ein með
barnaskarann. Í ungu stúlkunni
frá Brjánslæk á Barðaströnd
fékk hún ekki aðeins heimilis-
hjálp heldur sálufélaga sem hún
naut samvista við meðan báðar
lifðu. Guðlaug sagði mér líka
hvað sér hefði verið mikils virði
að koma á heimili okkar. Mamma
hafi rætt við sig um heima og
geima, vakið áhuga sinn á bók-
menntum og listum og hvatt sig
til þess að fara suður í nám. Ein-
ar Benediktsson var þeirra mað-
ur og þær sátu oft löngum stund-
um og fóru með ljóð eftir skáldið
sitt eða ræddu ýmis andans mál.
Þær höfðu líka báðar áhuga á
trúmálum og gerðist Guðlaug
kaþólsk eftir að hafa kynnst kaþ-
ólsku kirkjunni í gegnum
mömmu.
Guðlaug var viðstödd flesta
stóratburði í fjölskyldu minni og
áður en hún kynntist Þórarni,
sínum góða manni, dvaldi hún oft
hjá okkur á stórhátíðum. Ég sé
hana enn fyrir mér í stofunni hjá
foreldrum mínum; háa, granna
og glæsilega. Guðlaug átti mjög
auðvelt með að ná til okkar
systkinanna, hvort sem við vor-
um börn, unglingar eða fullorðið
fólk og okkur þótti mjög vænt
um hana. Ég held að öll höfum
við talið að hvert okkar ætti sér-
stakan stað í hjarta hennar.
Guðlaug heimsótti mömmu
vikulega öll árin sem mamma
dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði
og jafnvel oftar þegar svo bar
undir. Þegar alvarlegir atburðir
gerðust í fjölskyldunni lét ég
Guðlaugu vita. Hún vildi fylgjast
með okkur, samgleðjast þegar
svo bar undir og samhryggjast
þegar það átti við. Mér þótti því
vænt um þegar hún sagði mér
hvað sér hefði verið mikils virði
að geta leitað til mömmu með
sínar sorgir og áföll og að fáir
hafi hjálpað sér jafn mikið þegar
Þórarinn féll frá og mamma
gerði.
Ég syrgi Guðlaugu mikið og
hún skilur eftir tómarúm í lífi
mínu sem enginn getur fyllt. En
ég er forsjóninni líka þakklát fyr-
ir að hafa getað heimsótt hana
nokkrum sinnum á líknardeild-
ina. Við ræddum um liðinn tíma,
líðandi stund en líka dauðann og
ég sagði henni hvað mér þætti
vænt um hana. Eitt það síðasta
sem hún sagði við mig var að sér
væri þakklæti efst í huga og að
lífið hefði að mestu leyti verið sér
gott.
Við systkinin biðjum henni
Guðs blessunar
Gullveig Sæmundsdóttir.
Guðlaug Katrín vinkona mín
og fyrirmynd mín í lífinu er látin
eftir snarpa baráttu við illvígan
sjúkdóm.
Ég á margar góðar minningar
með elsku Gullu. Vinátta okkar
hófst þegar ég rétt um tvítugt fór
að vinna á leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins þar sem Gulla
stjórnaði hjúkrunarteymi leitar-
stöðvarinnar með miklum sóma.
Gulla var einstök. Hún hafði allt
það að bera sem góður stjórn-
andi og yfirmaður þarf að hafa.
Öllum leið vel, hún hlúði vel að
starfsfólki sínu og öllum þótti
vænt um hana. Við urðum fljótt
góðar vinkonur og trúðum hvor
annarri fyrir nokkrum vel
geymdum sögum, við hlógum
saman og grétum. Við vorum
trúnaðarvinkonur, það er góð
vinátta. Árið 1992 gekk ég með
annað barn okkar Jóa og fljót-
lega kom það upp í huga minn að
ef að barnið yrði nú stúlka hvort
ég ætti að skíra hana í höfuðið á
Gullu, minni góðu vinkonu. Lítil
stúlka kom í heiminn um Jóns-
messuna sumarið 1993, ég próf-
aði að kalla hana Guðlaugu Katr-
ínu daginn sem hún fæddist og
þar með var það ákveðið, Guð-
laug Katrín skyldi það vera.
Dásamlegt nafn. Dásamleg
nafna. Ég man daginn sem ég
hringdi í Gullu og spurði hana
hvort ég mætti fá nafnið hennar
á litlu stúlkuna. Við gátum lítið
talað, fengum okkur að gráta
svolítið og svo hlógum við.
Gullurnar mínar áttu margar
góðar stundir saman, þær voru
leikhúsvinkonur og fóru á allar
barnasýningar í leikhúsum borg-
arinnar. Nú hefur Gulla dóttir
mín búið erlendis síðastliðin ár
og þegar hún kom heim í frí var
það hennar fyrsta verk að hafa
samband við Gullu nöfnu sína og
oftar en ekki kom hún og borðaði
með okkur hér í Hjallabrekk-
unni. Það var gaman að fá Gullu í
heimsókn, alltaf svo ljúf,
skemmtileg og hjartahlý. Gulla
var mikill fagurkeri, heimili
hennar og Þórarins Hjörleifsson-
Guðlaug
Guðmundsdóttir
Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi,
BJÖRGVIN JAKOBSSON,
Dalbraut 27,
lést á Landspítalanum Fossvogi 29. mars.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 6. apríl klukkan 13.
Jóhann Jakobsson Unnur Ólafsdóttir
Anna Einarsdóttir
og systkinabörn hins látna
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
FJÓLA ODDNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
Lækjasmára 2, Kópavogi,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 29. mars.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 7. apríl klukkan 15.
Gylfi Kristinn Sigurgeirsson Bryndís S. Eiríksdóttir
Bára G. Sigurgeirsdóttir
Ásdís Sigurgeirsdóttir Viðar Elliðason
Inga Hulda Sigurgeirsdóttir
Guðlaugur Sigurgeirsson Guðrún Björg Bragadóttir
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Kjartan Magnússon
barnabörn og barnabarnabarn